Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 82
<S()
'l'bc. osse;i ...................................... 12
— part. moll..................................... 1
— peritonei ..................................... 7
— puhn.......................................... 20
Samtals 211
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Lœknar láta þessa getið:
Rvík. Þrifnaði utanhúss ennþá ábótavant víða. Þó eru þar nokkrar
framfarir. Víða mjög smekkleg umgengni mn ný hús, t. d. á Laufás-
vegi, Fjölnisvegi, Sólvöllum o. s. frv.
Húsagerð á árinu mjög mikil; sum húsin mjög stór eins og Mjólkur-
félagshúsið. Þrátt fyrir þessar mörgu byggingar haldast húsnæðisvand-
ræðin næstum óbreytt og húsaleigan lækkar ekki.
Slcipaskciffa. Húsum fjölgar. A þessu ári hafa verið byggð 23 ný hús
hér í kauptúninu. í sveitum voru byggðar nokkrar hlöður og fjós, en
aðeins 2—3 íbúðarhús annað úr steinsteypu, hitt úr timbri.
Um þrifnað innan húss og utan verður ekki annað sagt en að hann
sé í góðu lag'i hér í kauptúninu. Fiskúrgangi, sem áður olli talsverðum
óþrifnaði, er nú ekið til þurkunar út fyrir þorpið.
Rorgarfj. Hreinlæti virðist mér yfirleitt i betra Iagi. Lús hefi ég ekki
séð nema örsjaldan.
Aðeins eitt íbúðarhús var byg'gt á árinu, timburhús járnvarið. Raf-
stöð var gerð á einum bæ 1928; miðstöðvarhitun sett í altmörg hús.
Dorgarnes. Lifnaðarhættir manna virðast alltaf þokast hægt og hægt
í sömu áttina þar sem borgirnar og kauptúnin vísa veg'inn. Heimilin
verða smátt og smátt vistlegri, ibúðarherbergin stærri og þrifalegri,
vatnsveitur, fráræsi og salerni koma smátt og smátt, vantar þó víða
ennþá, og ekki eru baðklefar og vatnssalerni ennþá komin í sveita-
húsin svo ég viti.
Reykhóla. Húsakynnin eru víðast mjög léleg, gamlir og' loftlitlir
torfbæir, diminir og kaldir; óvíða eru ofnar og fjósbaðstofur þekkjast
hér ekki. Á siðastl. ári voru reist íbúðarhús á 4 bæjum - 3 úr einfaldri
steinsteypu og I úr timbri.
Um þrifnað má yfirleitt segja, að hann er furðulegur, þegar tillit er
tekið til hinna lágu og þröngu húsakynna.
Þingeyrar. Húsakynni eru yfirleitt sæmileg eftir því sem g'erist hér
á landi, þótt fátt sé um nýjar byggingar. Steinhús eru of dýr fyrir
bændur og' óholl, ef ekki er vel frá þeim gengið, vinnufrek til hrein-
gerningar og eldiviðarfrek. — Torfbæir beztir og mest við okkar
hæfi.
ísafj. Eftir því sem fólkinu fjölgar (þ. e. í kaupstaðnum) verður hús-
næðisskorturinn tilfinnanlegri. Nokkuð hefir að vísu verið byggt hin
síðari ár, en hvergi nærri til að fullnægja þörlinni.
Reijkdæla. Húsakynni fara nú mjög batnandi. Mörg steinsteypuhús
byggð á árinu, sum með miðstöð, 1 hitað með laugavatni. og rafstöðv-
ar settar upp til ljósa og hitunar.