Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 87

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 87
85 var ekki heilbrigt og talaði við þessa ljósmóður og aðrar, að þær yrðu að fullvissa konurnar um það, að þær stofnuðu lifi barna sinna i hættu með því að vilja ekki hafa þau á brjósti fyrsta misserið. Sama sagði ég konunum sjálfum og geri enn, þegar tækifæri gefst. Mér virðist þetta hafa borið árangur. Arið 1919 kom ég í héraðið; af 16 börn- um, sem ég hafði skýrslur um frá því ári, voru aðeins 7 lögð á brjóst, eða tæpur helmingur; en af 20 börnum á þessa árs skýrslum eru 17 brjóstbörn, þ. e. rúml. fjórir fimmtu hlutar. Oftast er fljótt leitað lil læknis ef börnin verða lasin, þó að ekki sé nema um meltingartrufl- anir að ræða. Ungbarnadauði er hér lítill. Seinustu 10 árin 1909— 1919 (vantar skýrslur 1913), þá er dánartalan 71%, og hefir því mikið batnað í þeim efnum. Og séu tekin 6 seinustu árin, hafa af 127 lif- andi fæddum börnum dáið aðeins 2, eða tæp 16 af þúsundi. Þessar tölur eru miðaðar við börn dáin á fyrsta ári, því við það skilst mér að dánartala ungbarna verði að miðast; annars hefir aðeins 1 barn dáið á aldri 1—5, seinustu 6 árin. Vestmannaeyja. Meðferð ungbarna virðist fara batnandi með ári hverju síðan ég' kom hingað. Brjóstbörnum fjölgar að mun, því flest- allar mæður hafa börn sín á brjósti, nema eitthvað sérstakt hamli, t. d. brjóstberklar, eða mæður mjólki ekki. Fá börn eru skemmri tíma en 3 mán. á brjósti, venjul. 6—10 mánuði. 8. íþróttir. íþróttir eru nú mikið iðkaðar í landinu og fer enn í vöxt. Leik- fimi er kennd i öllum stærri skólum, og í bæjunum flestum eru auk þess fleiri og færri leikfimisflokkar og íþróttafélög. Við sveitaskól- ana bagar víðast húsnæðisleysi. Sund er talsvert iðkað einkuin í sam- bandi við alþýðuskólana í sveitunum en nær oflítið til sjávarplássanna, sem þess hefðu mesta þörf. Þó eru allvíða sérstakir sundskólar og vel sóktir. Læknar minnast lítið á íþróttir og ekki í hlutfalli við það, sem iþróttalíf er þó i landinu. Er þetta hið helzta: IHngcyrar. íþróttafélag er þar 25 ára gamalt. Kennari er ung- ur iþróttamaður, er lært hefir hjá Buck í Danmörku. Æfingar sniðn- ar við hæfi hvers þátttakanda. Köld böð á eftir. Svarfdæla. Sundskálabyg'g'ingunni í Svarfaðardal var lokið á þessu vori og laugin tekin til notkunar. Var sund kennt þar í vor við mikla aðsókn og í vetur hafa nokkur hálfsmánaðarnámskeið verið haldin þar. Leikfimi er lítilsháttar kennd við suma skólana, en engin sérstök hús eru neinstaðar til þess og lítið um áhöld. Höfðahuerfis. íþróttir eru nokkuð iðkaðar einkum knattspyrna. Hefir íþróttafélagið komið sér upp knattspyrnuvelli. Eftir nýjár í lyrra hélt ég áfram leikfimisæfingum með félagsmönnum. Vestmannaeyja. Hér eru 2 knattspyrnufélög og stunda unglingar töluvert mikið útileika vor og suinar. — Sund er kennt og fyrirskip- að börnum, sem heima eru á sumrum og er að þvi heilsuvörn á sólríku
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.