Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 88
86
og hlýju sumri eins og var síðastl. sumar. I sandinum í fjörunni, á
glóðvolgum steinhellum við sandinn, baða börnin sig í sólskininu
eins og kópar á skeri.
9. Alþýðufræðsla.
Suinir héraðslæknar (Páll Sig., Sigurjón Jónss., Árni Árnason o. fl.)
hafa þann sið að flytja erindi um heilbrigðismál í sambandi við skóla-
skoðun. Auk þess hefir Páll Sig. flutt erindi á Hólum (um byggingar)
og á Sauðárkrók (um sullaveiki). Árni Árnason flutti 2 erindi (um
sóttvarnir og um mataræði) á búnaðarnámsskeiði á Djupavogi.
Héraðsl. Vestm. (Ól. Ó. Lár.) segir að reynt sé þar að fræða eldri
og yngri um ýms heilbrigðismál með smágreinum og fyrirlestrum,
„Fyrir börnum í skólanum er einkum brýnd sú nauðsyn, að hafa hrein-
ar hendur (neglur!), hreint höfuð og hrein föt. Fyrir fullorðnum hef-
urverið lögð áherzla á ýmislegt, sem þeim gat forðað frá sjúkdómum".
10. Skólaeftirlit.
Aður hefir verið getið um skýrslur lækna um skóláeftirlitið, að því
er við kemur kvillum skólabarna. Mjög hið sama má segja um þá
skýrslugerð yfirleitt.
Til hennar hefir verið stofnað með of lítilli fyrirhyggju, og að
þvi er virðist, með mjög takmarkaðri þekkingu á því, hvað í raun
og veru er framkvæmanlegt eins og öllu til hagar hér á landi.
Sannleikurinn er sá, að læknar hafa almennt því miður engin tök
á að levsa skólaskoðunina svo af hendi, sem skýrsluformin heimta.
I stóru héruðunum, þar sem eru skólar með mörg hundruð börnum
og áhöld gætu verið í sæmilegu lagi, eru héraðslæknar önnum kafn-
ir við margvísleg önnur skyldustörf og hafa eng'an tíma til nosturs-
legrar skólaskoðunar, einlcum þar sem hana þarf að leysa af hendi á
sem stytztum tima í byrjun skólaársins. í smærri héruðunum bagar
hinsvegar áhaldaleysi og allsleysi. Þeim, sem við skrifborð hefir setið
í tugi ára getur virzt það hlægilega auðvelt að vega og mæla nokkur
skólabörn. En hinn húmoristiski héraðslæknir í Öxarfjarðarhéraði
sýnir fram á það hér á eftir hvað það getur verið hlægilega ómögu-
legt. Og hann talar af eiginni reynd og fyrir munn margra annara,
sem svipað hafa reynt og eru að reyna.
Á það verður einnig að lita, að reynslan sýnir, að læknum er mjög
missýnt um skýrslugerðir og alla útreikninga. Má ekki heimta af
þeim annað almennt en einföldustu undirstöðutölur, og" geta þeir
verið mjög góðir læknar fyrir því. Þegar börnin hafa verið vegin á
sama hátt og í Öxarfjarðarhéraði, og líkamsþroskinn síðan reiknaður
út eins og við vill brenna, má fara nærri um hve lærdómsríkar niður-
stöðurnar verða, og er ekki hirt um að birta þær hér.
Skólaskoðanir og" eftirlit með heilsufari hinnar uppvaxandi kynslóð-
ar er hið merkilegasta mál, og er annað eins fúsk og hér hefir verið
stofnað til þvi ekki samboðið, svo sem læknum mun almennt vera