Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 91
89
A'oröfj. Það er helzt í frásögur færundi, að mér blöskraði svo lúsin, að
byrjaði í t'yrra vetur að hreinsa börnin. Var það fyrirsjáanlegum
erfiðleikum bundið, einkum af því að ekkert bað var í skólanum og
varð ég því að senda börnin í smáhópum í sjúkrahúsið. Þetta gekk
s*milega og árangur góður. Síðari hluta vetrar átti aftur að fara fram
lireinsun og fór fram að nokkru leyti, en mætti svo mikilli mótspyrnu
hjá vmsum mæðrum, að illa horfði með framkvæmd þessara tilrauna.
Læknir vildi láta halda þessu til streitu og láta gera lúsahreinsun að
skilyrði fyrir skólavist, en skólanefnd taldi sig bresta til þess laga-
heimild, og á sama máli var fræðslumálastjóri. Verkið reyndist því
íítt framk væmanlegt. Skólanefnd taldi engan veg færan, skólastjóri
treysti sér á engan hátt að „standa í því“, að koma börnunum í bað
eða koma þessu i framkvæmd. Allt er þvi fallið i sama farið og'
»dýraverndin“ í Norðfirði stendur sigri hrósandi.
Fáskrúðsfj. Skoðuð 79 börn. Caries dent. 59 (ca. 75%). Barnaskólinn
1 Búðaþorpi brann í öndverðum nóvembermánuði og hefir kennslan
síðan farið fram í Franska spítalanum.
Bcrufj. Gallinn á skólastöðum er einkum kuldinn. En börn og full-
orðnir eru orðin vön þessum húsakynnum og virðist kuldinn þvi ekki
hafa eins mikil og ill áhrif á börnin og ætla mætti.
Síðu. Skoðuð 63 börn. Tannskemmdir fara í vöxt.
Rangár. Þar sem farkennsla er eru húsakynni æði misjöfn; víðast-
hvar algerlega ófullnægjandi; kennt í litlum, dimmum og óupphit-
uðum stofukitrum.
Eijrnrbakka. Alls skoðuð 231 skólabarn, en jafnframt önnur börn
a heimilunum og annað heimilisfólk þar sem mér fannst ástæða til, er
skóli var haldinn heima á bænum, en ekki í sérstöku skólahúsi. Tann-
skemmdir 156 (þ. e. 67%). — Litskyggni barna rannsökuð með lit-
hlindutöflum. 6 drengir litblindir. Af þeim voru 4 rauð-grænlitblindir
en í græn-rauðblindur.
11. Bólusetningar.
Frumbólusett 2680; bólan kom út á 2120 eða 79%
Endurbólusett 2529; —1461 — 58%
Skýrslur vantar úr Stykkishóhns-, Dala-, Flateyjai-, Bíldudals-, Hóls-,
Sauðárkróks-, Þistilfjarðar-, Seyðisfjarðar-, og Norðfjarðarhéruðum
(alls 9 héruðum).
í Rvík er útkoman þessi:
Frumbólusett 605; bólan kom út á 574 eða 95%
Endurbólusett 461; —„—- 438 — 95%
Kemur þar ótrúlega vel út við endurbólusetninguna.