Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 127
125
brigöur). Á Stræti er konan skráð 1929, en áður höfðu dáið þar bróðir
hennar og uppeldissystir, bæði úr Th.
Af þessu stutta yfirliti er nú að vísu ekki hægt þeim, sem ekki eru
kunnugir, að sjá gang veikinnar né litbreiðslu úr einum stað í annan,
en þó má af þessu sjá tölu sýktra bæja og á hverju tímabili flestir eru
skráðir. Tala sýktra J)æja á öllu 25 ára tímabilinu á síðustu 15 ár-
um og síðustu 5 árum er á I. töflu. Skal svo farið fáeinum orðum um
ofangreint yfirlit, til skýringar.
Það er fljótséð, að sumir hinna nefndu bæja eru berklabæli, er svo
má nefna. Með því á ég við það, að þar hafa menn sýkzt hver fram
af öðruin og veikin haldizt þar við árum saman, og' er enn. Slíkir bæir
eru 3 i Geithellnahreppi, j). e. Starmýri, Hof og Múli, og á þeim reyn-
ast hörn og unglingar smitaðir við Pirquets próf. Einnig má telja
Þvottá og Flugustaði berklahæli áður, en tæplega eða ekki nú. Á Flugu-
stöðum er nú nýr hóndi og á Þvottá fundust ósmitaðir unglingar. Á
Kambsseli, sem einnig er á takmörkunum að þessu leyti, er nýr bú-
andi og barn hans ungt ósmitað. Hinir bæirnir hafa aðeins verið
berklaheimili, og er með þvi átt við, að veikin hefir verið þar, sjaldnar
eða oftar, í fólki, sem hefir dvalið þar lengri eða skemmri tima, en
ekki náð að festa þar rætur. Á Djúpavogi hefir Borgargerði verið
berklabæli um allmörg ár, en er það ekki nú orðið. Annars er þar að-
eins um einstök tilfelli að ræða. í Beruneshreppi hafa bæirnir Berunes
og Titlingur verið herklabæli fyrsta tug aldarinnar, annar þeirra til
1917. Nú er veikin afstaðin á þeim háðum. Ennfremur er það á tak-
rnörkum, að telja megi Krossþorpið svo nel'nt (þ. e. Kross og Kross-
gerði) berklabæli 1905—1920. Eftir því sem heilsufari hefir þar verið
háttað hin síðustu ár og eftir árangri Pirquetsprófunar verður að
telja það nú heilbrigt. í Breiðdal eru 3 hæir berklabæli, Þverhamar,
Ásunnarstaðir og Randversstaðir. Á þessum bæjum eru börn og ungl-
ingar smituð. Enufremur hefir verið allmikið um veikina á Felli, Kleif-
arstekk, Flögu og Skriðu, en þó tel ég þá hæi ekki nú berklabæli.
Aftur á móti er eitt heimilið, Stræti, að sýkjast, og má búast við að
þar verði töluvert um berkla, ef sama fjölskylda verður þar áfram.
Annars verður það ekki sag't, þegar litið er á I. töflu, t. d. 4. lið (sjrkt-
ir bæir síðustu 5 ár), að útbreiðslan sé verulega mikil. Djúpavog er
selppt í þvi yfirliti af skiljanlegum ástæðum, þar sem býlunum er að
fjölga og tölur tímabilanna því ekki samhærilegar. I skýrslu minni til
landlæknis hefi ég talið sjúklingafjölda þessi ár, eftir hreppum, aldri,
kynferði og tegund veikinnar, og endurtek það ekki hér. Frekari rann-
sókn, svo sem að rekja smitunarferil einstaklinga eða athuga vöxt
eða þverrun veikinnar undanfarinn aldarf jórðung, treysti ég mér ekki
til að gera með því efni, sem ég hef. Til þess skortir mig of mjög per-
sónulegan kunnugleika, sem aðeins fæst með dvöí.
Mér var það þegar í stað fyllilega Ijóst, að til þess að fá sæmilega
glöggt yfirlit yfir ástandið i héraðinu, bar nauðsyn til þess að rann-
saka smitun, fyrst og fremst á börnuin og unglingum, en helzt á öll-
um héraðsbúum. Hve almenn og útbreidd var smitun og sýking í hér-
aðinu í heild, í hverjum hreppi og á hverjum aldri? Var allur fjöldi
barnanna smitaður og mikill fjöldi unglinganná og var smitun ineða)