Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 106

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 106
104 og grænmeti, sést hér aldrei, nema aðkeyptar kartöflur, og þær af allt of skornum skammti, enda dýrt fyrir fólk að kaupa, þegar pokinn er kominn upp undir kr. 20,00. Miðfj. Um matargerð er svipað að segja og áður. Þó mun garðmatur vera mun meira ræktaður og horðaður en áður, en vafalaust mætti auka það mikið og spara með því kaup á erlendri mjölvöru. Köku- gerð stendur allsstaðar i miklum blóma. Mælist það mjög illa fyrir, ef ekki er nóg til af hveiti, sykri og kaffi í verzlunum. Talsvert er og borðað af fiski, einkum i kauptúnunum, en þó er oft erfitt að fá nýj- an fisk. Frekar lítið mun borðað af síld. Svarfdæla. Algengur ósiður er það að klæða sig ekki, eða a. m. k. ekki nema að litlu leyti, eftir því, hvort kalt er eða heitt. Á þetta einkum við um kvenfólltið, jafnt eldri kynslóðina sem yngri. Eldri kynslóðin klæðir sig of mikið í hita, sú yngri of lítið í kulda. Sokka- böndum er nú oftast hneppt á belti eða bol, en hætt að reyra þau um legginn ofan við kálfann. Islenzku skórnir svokölluðu mega heita al- veg lagðir niður viðast hvar. Garðyrkja og neyzla garðávaxta og ýmislegs grænmetis fer enn í vöxt, og sama máli gegnir um alifugla- rækt. Stöku menn eru að byrja lítilsháttar svínarækt. Höfðahverfis. Ræktun kartaflna hefir mikið aukizt, svo að margir eru nú aflögufærir að mun. Kjötneyzlu tel ég ekki mikla. Láta margir sér að mestu nægja slátrin og sviðin, til þess að geta lagt því meira inn af kjötinu. Öxarfj. Þrifnaður hefir víðast verið góður hér innan húss, og utan húss hefir hann farið batnandi. Vatnsból á Raufarhöfn eru flest ónot- hæf. Fatnaður breytist lítið, en til bóta það sem er. Heimilsiðnaður, einkum tóskapur, fer vaxandi. Matargerð fer líka batnandi. Standard- fæðið gamla — allavega breyting mjólkur til ills og súrt slátur — er ekki eins áberandi. Fæðið er að verða fjölbreyttara. Þó er enn oft og víða illt um nýmeti. Matjurtir — „ég kann að nefna það“ sagði hann Hallvarður — eru nú meira og meira ræktaðar. Mönnum er að lær- ast ögn að gera mat hollari, margbreyttari og lystugri. Hvað eigum við ræfils-héraðslæknar annars að vera að segja um þetta, þegar eitt af stórmennum heimsins vill láta éta tómt gras, en annað tómt kjöt? Verst er mér við kaffibrauðskökurnar, „eiturkökurnar“, sein ég er vanur að kalla þær, og öllum er illa við, nema börnum og öðrum sælkerum, svo og konum, sem ógjarna yfirgefa tizkuna á hjarni. En engin tízka hefir enn þorað að ráðast á þessa dýru matleysu, sem allsstaðar mætir svöngum og hröktum. Þistilfj. Það má telja til framfara í þessum efnum, að síðastliðið sumar var reist hér stórt nýtízku frystihús, og eiga menn kost á að geyma matvæli þar. Vandræðaástand fyrir allt of takmarkaðan inn- flutning vefnaðarvöru. Eitthvað hefir aftur verið tekinn upp vefn- aður á heimilum, og er það g'ott, það sem það nær. Vopnafj. Heimilsvinna talsverð, einkum á prjónlesi. Dúkagerð aftur á móti lítil sem engin. Álnavara af skornum skammti. Skófatnaður illfáanlegur annar en heimagerðir togleðursskór. Hróarstungu. Notkun heimaunnins fatnaðar er heldur að aukast. Prjónavélum fjölgar. En skófatnaður er lélegur, nær eingöngu gúmmí-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.