Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 4
Guðmundur Örn Guð-
jónsson formaður Bogfimisam-
bandsins segir að
víðast hvar séu
engar hömlur á
bogaeign eins
og eru á Íslandi.
„Einu önnur
löndin sem ég veit
um eru
Hvíta-Rússland og Norður-Kórea.“
Verði frumvarp um breytingar á
vopnalögum samþykkt mega börn
yngri en 16 ára eiga örvaboga með
meiri togkrafti en sjö kílóum til
æfinga eða keppni, undir eftirliti
fullorðinna.
Sema Erla Serdar
framkvæmdastýra Æskulýðs-
vettvangsins ræddi
neteinelti við
Fréttablaðið.
„Það er mun
algengara en
fólk heldur og er
stærsta ógnin sem
börn og ungmenni
standa frammi fyrir.“ Æskulýðs-
vettvangurinn hélt í vikunni raf-
rænt örnámskeið á Facebook um
netein elti á meðal barna og ung-
menna. Sema Erla segir fullorðna
leika lykilhlutverk í að sporna
gegn og stöðva neteinelti.
Auður Önnu Magnúsdóttir
framkvæmdastjóri Landverndar
telur að með því
að nota stóran
hluta íslenskrar
raforku í raf-
myntanámu-
gröft sé verið að
óhreinka hreina
orku Íslands með
sóun. Félagið sjálft hefur þó enn
ekki ályktað um málið eða lagt til
að framleiðslan verði bönnuð. „Við
sjáum ekki verðmætið eða þörfina
á þessu. Þetta er gríðarlega orku-
frekt og til aðrar aðferðir til að búa
til rafmynt.“
46
heimili voru
rýmd á Seyðis
firði á þriðjudag.
1.218
bíða nú eftir liðskipta
aðgerðum hér á landi.
95
krónur eru
stykkjatollur
á hverja rós
sem flutt er
hingað til
lands.
TÖLUR VIKUNNAR 14.02.2021 TIL 20.02.2021
Þrjú í fréttum
Formaður, stýra
og stjóri
SAMFÉL AG „Staðreyndin blasir
bara við, menn eru hættir í fjár-
öf lun og Happdrætti Háskólans
(HHÍ), Landsbjörg og Rauði kross-
inn eru farin að stunda fjárhættu-
spilarekstur,“ segir Alma Björg Haf-
steinsdóttir, formaður Samtaka
áhugafólks um spilafíkn (SÁS).
Samtökin hafa barist fyrir því að
spilakössum verði lokað hér á landi,
en rekstur slíkra kassa er í höndum
tveggja fyrirtækja, Happdrættis
Háskólans og Íslandsspila. Hið
síðarnefnda er í eigu Slysavarna-
félagsins Landsbjargar og Rauða
krossins á Íslandi.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
í gær óskar Rauði krossinn eftir
samtali við stjórnvöld um leiðir til
að reka sig með fé úr spilakössum.
Þá hefur félagið einnig kallað eftir
stefnu stjórnvalda um innleiðingu
spilakorta. Alma segir spilakassa
tímaskekkju og telur spilakort ekki
nægilega góða lausn. Krafa SÁS sé
skýr, að spilakössum skuli lokað.
„Ef það væru einhver handbær
plön í gangi um upptöku spila-
korta væri sjálfsagt að skoða það, en
okkar krafa er sú að spilakössunum
verði lokað,“ segir Alma.
„Í tilkynningunni frá Rauða
krossinum er vísað í áratuga vinnu
við það að taka upp spilakort, en ég
hef ekkert séð um þessa vinnu og ég
er ansi hrædd um að formenn bæði
Landsbjargar og Rauða krossins og
Happdrættis Háskólans séu að slá
ryki í augun á fólki og ekki að segja
sannleikann,“ bætir Alma við.
„Ég hef ekkert séð um þessi sam-
töl sem eiga að hafa átt sér stað í
áratugi og grunar að hugmyndin
að spilakortunum sé á frumstigi.“
Árið 2018 var hagnaður Íslands-
spila og HHÍ af spilakössum yfir tólf
milljarðar króna. Alma segir hann
að mestu eða öllu leyti koma úr vasa
spilafíkla.
„Fólk með spilafíkn er hópurinn
sem heldur þessu uppi. Við höfum
séð dæmi þar sem einstaklingur
eyddi fimmtán milljónum í spila-
kassa á átján mánuðum.“
Alma segir að niðurstöður könn-
unar Gallup fyrir SÁS hafi sýnt að
93,6 prósent svarenda hafi aldrei
notað spilakassa síðustu tólf mán-
uði. Þetta sýni að lítill hópur, spila-
fíklar, haldi uppi hagnaði spilakass-
anna. „Það er bara kominn tími til
að stoppa og menn verða að taka
ábyrgð. Það er ekkert gert til að
koma í veg fyrir þennan níðings-
skap,“ segir Alma.
Að sögn Ölmu hafa spilafíklarnir
og fjölskyldur þeirra gleymst.
„Umræðan hefur einkennst af því
að það er gert lítið úr þessu fólki,“
segir Alma. Líka af því að lokun
spilakassa lækni ekki spilafíkn.
„Við höfum aldrei haldið því fram
en það er nauðsynlegt að hætta að
tala um spilafíkla sem tekjulind og
með því að loka kössunum getum
við í það minnsta komið í veg fyrir
nýliðun í þessum hópi,“ segir Alma.
„Annað sem hefur komið upp er
umræðan um fjárhættuspil á netinu
og það er ekki sami hópurinn sem
spilar á netinu og í kössunum. Kass-
arnir eru mun meira ávanabindandi
og það er góð leið að byrja þar,“
bætir hún við.
birnadrofn@frettabladid.is
Segir nauðsynlegt að hætta að
líta á spilafíkla sem tekjulind
Alma Björg Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir rekstur spilakassa hafa
þróast úr fjáröflun í fjárhættuspilarekstur. Með lokun sé hægt að koma í veg fyrir nýliðun í hópi spila-
fíkla. Krafa félagsins sé að kössunum verði lokað. Umræðan um upptöku spilakorta sé á frumstigi.
Könnun Gallup sýnir að 94 prósent Íslendinga notuðu ekki spilakassa á tólf mánaða tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRIINK
Ég er ansi hrædd
um að formenn
bæði Landsbjargar og Rauða
krossins og Happdrættis
Háskólans séu að slá ryki í
augun á fólki.
Alma Björg Haf
steinsdóttir, for
maður Samtaka
áhugafólks um
spilafíkn
RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI MEÐ ALVÖRU 4X4
Einu rafknúnu Plug-In Hybrid jepparnir í sínum stærðarflokki með lágt drif.
Ótrúlegt verð á bílum hlöðnum lúxusbúnaði.
JEEP COMPASS PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.999.000 KR.* JEEP RENEGADE PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.499.000 KR.*
*G
ildir m
eðan birgðir endast, hvítur R
enegade, svartur Com
pass Lim
ited.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
29
milljarðar var andvirði fjár
festingar í sprotafyrirtækjum
í fyrra.
16
prósenta samdráttur var í
notkun sýklalyfja milli áranna
2019 og 2020.
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð