Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 8
LÖGREGLUMÁL Alls bárust 24 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í janúar og fjölgar þessum beiðnum á milli mánaða samkvæmt afbrota- tölfræði lögreglunnar fyrir janúar- mánuð. Það er mesti fjöldi sem hefur borist inn á borð lögreglu síðan í júní þegar 25 beiðnir bárust. Árið 2020 bárust lögreglunni 18 leitar- beiðnir í janúar. Guðmundur Fylkisson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni, sem sinnir þessum málum segir að oft sé um að ræða leit að sama einstaklingi og það skekki tölfræðimyndina. „Einstaklingarnir á bak við þessa tölu eru níu. Ég var því oft að leita að þeim sömu og í rauninni hef ég ekki miklar áhyggjur af auknum beiðn- um því þetta eru fáir einstaklingar,“ segir hann. Guðmundur segir að það sem af er febrúar séu 12 leitarbeiðnir og átta einstaklingar eigi þar í hlut. „Ég annaðhvort finn þau eða fæ þau til að skila sér sjálf. Það fer oft þannig.“ Að sögn Guðmundar eru þetta ekki endilega krakkar sem eiga við fíknivanda að stríða. „Það eru til dæmis ekki mjög mörg börn í mikilli neyslu, þeim er sem betur fer að fækka. Þetta getur verið meiri hegðunarvandi eða and- leg veikindi,“ segir Guðmundur og bendir á að oft sé erfiðara að eiga við andleg veikindi en þegar krakkarnir eru í mikilli neyslu. „Ef þetta er að breytast og þeim sem glíma við andleg vandamál er að fjölga, þá getur það orðið vanda- mál því það getur verið erfiðara að eiga við það en börn með fíkni- vanda. Þetta er ekki alveg klippt og skorið en ég hef ekki stórar áhyggjur af fjölda leitarbeiðna.“ Guðmundur, sem hefur hlotið viðurkenningu Barnaheilla og verið útnefndur Hafnfirðingur ársins, segir að það sé jákvætt að notast við snemmtæka íhlutun en langur vegur sé þar til árangur náist. „Ég sé þetta sem langhlaup og trú- lega mun það taka áratug að koma horfinu í viðeigandi lag. Ég er alveg til í að kaupa þá leið sem fólkið með háskólamenntun segir að virki. Að grípa fyrr inn í, því þá sé hægt að koma í veg fyrir vandamál síðar á lífsleiðinni. Ég er bara með stúdents- próf og treysti á þá sem vita meira.“ Guðmundur fagnar einnig að félags-, heilbrigðis- og menntakerfið sé farið að vinna saman í þessum málum og nefnir sérstaklega afeitr- unardeild fyrir ólögráða ungmenni, sem var opnuð í fyrra á Landspítal- anum. Það hafi verið jákvætt skref. „Ég fer á eftirlaun eftir níu ár og það er mín von að þetta verði þá komið á betri stað,“ segir Guð- mundur. benediktboas@frettabladid.is Mörg börn eru í mikilli neyslu, þeim er sem betur fer að fækka. Þetta getur verið meiri hegðunarvandi eða andleg veikindi. Guðmundur Fylkisson, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni Aðeins sex þjóðir í Evrópu eru með hærra hlutfall en Íslendingar. DÝRAHALD Hundahald er nú orðið formlega leyft í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarstjórn segist í bókun á síðasta fundi fagna stofnun Dýraþjónustu Reykja- víkur, sem tryggja á aukna dýra- velferð auk þess að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Með stofnun þjón- ustunnar séu málefni katta f lutt frá Meindýraeftirlitinu og Hundaeftir- litið lagt niður. „Samhliða þessu verður hunda- hald loksins formlega leyft í Reykja- vík, hundagjöld lækkuð um allt að helming þannig að þau verði nú lægst á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjárfest verður í betri og f leiri hundagerðum,“ segir í bókun meirihlutans. Eins og Fréttablaðið f jallaði um í vikunni vonar meirihlutinn að hundaskráningum fjölgi svo kortleggja megi betur hvar f lestir hundar eru. Þannig sé hægt að einblína á betri hundagerði. Talið er að gæludýr séu á 40 prósentum heimila í Reykjavík. Kolbrún Baldursdóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins, segir tíma- skekkju að sveitarfélag haldi skrá yfir hunda og eigendur þeirra. „Hundaeigendur standa einir undir öllum kostnaði við dýraeft- irlit í borginni“, segir í bókun Kol- brúnar sem kveður hundaeftirlits- gjaldið ekkert annað en refsiskatt sem lýsi fordómum. Mál, þar sem hafa þarf afskipti af hundum, séu sárafá og kvörtunum hafi fækkað mikið. Engu að síður hafi starfsgild- um við hundaeftirlit ekki fækkað. „Mótmælt er alfarið hundaeftir- litsgjaldinu,“ segir Kolbrún. – bb Mótmælir alfarið hundaeftirlitsgjaldinu Hundaeigendur standa einir undir öllum kostnaði við allt dýraeftirlit í borginni, segir fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Leit að sömu börnum sem skekkir myndina Beiðnir um leit að börnum í janúar 24. Talan rauk upp frá fyrri mánuðum. Skýringin er þó oft að verið er að leita að sama einstaklingi. Guðmundur Fylkisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé leitað barna með hegðunarvanda. Alls bárust 208 leitarbeiðnir inn á borð Guðmundar Fylkissonar í fyrra. Hann segir að börn í mikilli neyslu séu ekki endilega steríótýpurnar af börnum sem leitað er eftir. Vandinn geti verið flóknari. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi, Fljótshlíð, föstudaginn 19. mars 2021 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 18. febrúar 2021. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir styrkumsóknum Þýðingastyrkir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagur­ bókmenntir og fræðirit. Einnig myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. Barna- og ungmennabóka– sjóðurinn Auður styrkir útgáfu vandaðra bóka sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2021 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á www.islit.is eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingar fræðilegt gildi. Útgáfustyrkir VERSLUN Samkvæmt nýjum tölum Eurostat, tölfræðiveitu Evrópusam- bandsins, notuðu 83 prósent Íslend- inga netverslun að einhverju leyti á síðasta ári. Það er gríðarleg aukning frá því fyrir tíu árum þegar 48 pró- sent notuðust við netverslun. Samkvæmt Eurostat hefur net- verslun Íslendinga aukist á hverju ári undanfarin tíu ár. Aðeins sex þjóðir í Evrópu eru með hærra hlutfall en Íslendingar. Bretar eru duglegastir. Samkvæmt Eurostat nýttu 92 prósent Breta netið til að versla á síðasta ári. Í Dan- mörku var hlutfallið í fyrra 90 pró- sent en ef elsti hópurinn er tekinn út hjá Dönum fer það upp í 98 pró- sent. – kpt Átta af tíu Íslendingum versluðu á netinu í fyrra 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.