Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 12

Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 12
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Gengnar kynslóðir byggðu af eftirtektar- verðu harð- fylgi upp innviði sem við sem á eftir komum höfum notið. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðastliðinn áratug jókst til muna álag á ýmsa innviði landsins.Næstum eins og hendi væri veifað streymdu þúsundir bílaleigubíla út á vegi landið í kring og ökumenn þeirra ekki allir viðbúnir þeim aðstæðum sem þar eru með tvíbreið­ um vegum, einbreiðum brúm og malarvegum. Áður höfðu strandsiglingar lagst af og vöruflutn­ ingar færst á þessa sömu vegi með stórauknu álagi og stökkbreyttri slysahættu. Gengnar kynslóðir byggðu af eftirtektarverðu harðfylgi upp innviði sem við sem á eftir komum höfum notið. En undanfarinn áratug hefur uppbygg­ ingin stöðvast og viðhaldið setið á hakanum. Í niðursveiflunni í kjölfar falls bankanna drógu stjórnvöld stórkostlega úr fjárframlögum til við­ halds og uppbyggingar innviða og hefur það ástand varað síðan. Undantekning þess er gríðarleg upp­ bygging á Keflavíkurflugvelli, svo anna mætti þeim straumi ferðamanna sem hingað lögðu leið sína. Í vikunni kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu sína um innviði. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhalds­ þörf innviða sé 420 milljarðar króna, eða sem nemur 14,5 prósentum af landsframleiðslu. Með uppsafn­ aðri viðhaldsþörf er átt við hvað þurfi til svo koma megi innviðum í það horf að eðlilegt viðhald dugi til að halda ástandi þeirra óbreyttu. Til glöggvunar nota skýrsluhöfundar einkunnir, frá 1 þar sem innviðir uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru til notkunar þeirra, til 5 þar sem innviðir eru nýir og uppfylla kröfur samtímans. Niðurstaða skýrslunnar er að nær 60 prósent af þessum 420 milljörðum megi rekja til innviða sem fá einkunnina 2. Þá segir að mest sé þörfin í vega­ kerfinu, eða 160 til 180 milljarðar króna. En það er f leira en vegir sem liðið hafa fjárskort undanfarinn rúman áratug. Í skýrslunni er vikið að lélegu viðhaldi fasteigna í eigu hins opinbera. Reglu­ lega koma upp mál þar sem mygla hrekur starfsemi úr opinberum byggingum. Ráðuneyti og stofnanir ríkis og sveitarfélaga hafa neyðst til að færa til starf­ semi sína með tilheyrandi kostnaði, vegna heilsu­ spillandi aðstæðna af völdum myglu. Allt að einu blasir við að sparnaður í viðhaldi hefn­ ir sín grimmilega og 420 milljarðar króna er meira fé en lagt verður á sjóði hins opinbera. Allra síst eins og mál standa nú í kjölfar heimsfaraldursins. Það er óforsvaranlegt að stíla þann reikning á komandi kynslóðir, til viðbótar þeim reikningum sem í þessum svifum er verið að skrifa vegna áhrifa faraldursins. Finna þarf aðrar leiðir til að fjármagna þessa viðhaldsþörf um leið og tryggja verður að við­ haldinu sé sinnt en því ekki slegið ítrekað á frest með þeim afleiðingum að stórfellt átak þarf til að koma þessu í viðunandi horf. Það er á ábyrgð stjórnvalda að viðhalda þeim verð­ mætum sem gengnar kynslóðir hafa myndað. Það er ekki sanngjarnt að afleiðingar vanrækslu okkar séu lagðar á börn okkar og barnabörn. Innviðir  Það er lítið við að vera hér í London þar sem kórónaveiran veldur enn útgöngubanni. Í vik­unni tók ég að fylgjast með rifrildum á Twitter mér til dægrastyttingar. Á einum stað reifst fólk um það hvort bág lífskjör á Kúbu stöfuðu af sósíalísku stjórnarfari eða viðskiptabanni Bandaríkjanna. Annars staðar reifst fólk um hvort rafmyntin bitcoin væri skemmtileg hugmynd eða óhæfileg umhverfisvá. Svarið virtist alltaf annaðhvort eða – algott eða al­ slæmt – og öðrum hópnum tókst aldrei að sannfæra hinn. Ég velti fyrir mér hvort blæbrigði í rökræðum rúmuðust ekki innan þeirra 280 stafabila sem Twitter hefur að bjóða. En ástæðan fyrir f lokkadráttunum reyndist f lóknari en svo. Rannsókn taugavísindamanna við háskóla Suður­ Kaliforníu sýnir að dýrategundin homo sapiens skiptir ekki um skoðun, sérstaklega ekki ef um er að ræða stjórnmálaskoðun. Myndir voru teknar af heilum þátttakenda rannsóknarinnar í MRI­skanna. Sýndu þær að heilastöðvar, sem ákvarða sjálfsmynd, stýra tilfinningasvörun og meta hættu, verða virkar þegar stjórnmálaskoðanir einstaklings eru dregnar í efa. Jafnvel þótt þátttakendum væru sýndar sann­ anir þess að þeir hefðu rangt fyrir sér, þrjóskuðust þeir við. Jonas Kaplan, sem fór fyrir rannsókninni, sagði stjórnmálaskoðanir vera „hluta af sjálfsmynd okkar“ og að þær „ákvörðuðu hvaða samfélagshópi við tilheyrðum“. Það væri ekki „sannleikurinn“ sem við stæðum vörð um þegar við rökræddum stjórnmál heldur „ættbálkurinn“. Vitsmunaleg leti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ákvað nýverið að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslands­ banka. Fáum dylst ákafi Bjarna þegar kemur að einkavæðingunni. Ekki eru þó allir jafnsannfærðir um nauðsyn hennar. Þykir mörgum asinn vera heldur mikill, vinnubrögðum ábótavant og hvatirnar óljósar. „Það er mjög sérkennilegt að einkavæða banka rétt fyrir kosningar, þegar allt hagkerfið er í 100 ára djúpri kreppu og óvissa um eignasöfn,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Bjarni afskrifaði hins vegar allar aðfinnslur sem hugmyndafræðilegan ágreining. Efasemdafólk væri „einfaldlega þeirrar skoðunar að ríkið hafi hlutverki að gegna sem leiðandi afl og megin eigandi fjármála­ kerfisins.“ Margur sér f lísina í auga annars en ekki bjálkann í eigin auga. Í sömu andrá og Bjarni sakaði þá sem voru honum ósammála um hugmyndafræðilega rörsýni útskýrði hann fyrir þeim „bestu rökin fyrir því að selja bankann“. Þau voru orðrétt: „Ríkið á ekki að standa í banka rekstri.“ Bág lífskjör á Kúbu geta skýrst af sósíalísku stjórnarfari og viðskiptabanni Bandaríkjanna, hvort tveggja í senn. Bitcoin getur bæði verið skemmtileg hugmynd og umhverfisvá. Að láta eins og að til sé eitt sjálfkrafa svar við því hvort ríkið eigi að selja Íslands­ banka eða ekki er vitsmunaleg leti. Að selja banka eða ekki selja banka, þarna er efinn. Eitt er þó engum vafa undirorpið. Aðeins 23 prósent treysta Bjarna Benediktssyni til að leiða sölu Íslands­ banka. 63 prósent treysta honum illa. Sumir virðast álíta sölu Íslandsbanka pólitíska skoðun en ekki praktíska ákvörðun. Ef marka má taugavísindamennina í Kaliforníu er ólíklegt að þeim sem er svo þenkjandi snúist hugur. Af því leiðir einn­ ig að hætta er á því að sá hópur standi ekki vörð um „sannleikann“ heldur „ættbálkinn“. Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2002 var gjarnan kölluð einkavinavæðing. Að troða sölu Íslandsbanka ofan í kokið á þjóð sem enn ber ör þess ættbálka­gjörnings rétt eins og fóðri ofan í „foie gras“­gæs er þarflaus grimmd. Kosningar eru handan hornsins. Hver sá sem sigrar þær hefur umboð til að selja – eða ekki selja – Íslandsbanka. Sannleikurinn eða ættbálkurinn ára 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.