Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 20
AUÐVITAÐ VAR ÞETTA STÓR- FURÐULEG ÆSKA Á MARGAN HÁTT OG MÖRG VOTTABÖRN HAFA STIGIÐ FRAM OG SAGT FRÁ EINU OG ÖÐRU EN ÉG HEF EINBEITT MÉR AÐ ÞVÍ AÐ SJÁ STYRKLEIKANA Í ÞESSU UPPELDI. VIÐ HÉLDUM AÐ VIÐ YRÐUM BARA MEÐ KOK- TEILA Á STRÖNDINNI EN GERÐUM LÍTIÐ ANNAÐ FYRSTU MÁNUÐINA EN AÐ LÆRA MEÐ DÆTRUNUM. Snæfríður dvelur nú á suð-urhluta Tenerife ásamt eiginmanni og þremur dætrum, en jólaferða-lag þessarar akureyrsku fjölskyldu varð óvænt að fjögurra mánaða dvöl í bænum El Médano sem fjölskyldan þekkir vel eftir að hafa búið þar veturinn 2018 til 2019. Það var árið 2013 þegar yngsta dóttirin var nýkomin til sögunnar að fjölskyldan fór í fyrstu Kanarí- ferðina og síðan hefur í raun ekki verið aftur snúið. „Það var vetur á Akureyri og ég með þrjú lítil börn sem voru sífellt blaut í fæturna í snjónum. Mig dreymdi um að komast með fjöl- skylduna í sól í fæðingarorlofinu en maðurinn minn var f ljótur að benda mér á að við hefðum ekk- ert efni á slíku ferðalagi,“ útskýrir Snæfríður, sem dó þó ekki ráðalaus og skráði sig á íbúðaskiptasíðu og tókst þeim að skipta við fjölskyldu á Fuertaventura, einni kanarísku eyjanna. „Við vorum í framhaldi í fjórar vikur á Fuertaventura en fyrir þá ferð vissi ég ekkert um Kanaríeyjar,“ segir Snæfríður, sem upp frá þessu hefur notast mikið við íbúðaskipti og bæði skrifað handbók fyrir þá sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér í þeim efnum og haldið námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands. „Áður en ég kynntist manninum mínum ferðaðist ég fullt. Ég var au-pair í Þýskalandi, bjó um tíma í Frakklandi og fór í háskólanám í Noregi. Ég var svo líka í skemmti- legum störfum sem kröfðust þess að ég ferðaðist töluvert. Svo þegar börnin komu til sögunnar minnk- uðu ferðalögin og peningarnir fóru í annað eins og gengur og gerist.“ Harkaleg áminning Það voru ekki aðeins snjóþyngsli vetrarins 2013 og kaldir og blautir barnsfætur sem kveiktu ævintýra- þrá þeirra hjóna, heldur voru þau harkalega minnt á alvöru lífsins. „Það árið missti eiginmaður minn tvo vini á besta aldri. Annar lést úr veikindum og hinn af slysförum og það kveikti ákveðna hugsun hjá okkur og spurningar um það hvern- ig við vildum haga lífinu. Fráföll þeirra voru ákveðin áminning um að allt er í lífinu hverfult,“ segir hún. Þau heilluðust af Kanaríeyjum og hafa síðan bara viljað vera þar. „Ég hef enga þörf lengur fyrir að sjá allan heiminn. Þegar maður kemur svona oft á sama staðinn fer maður að kafa dýpra í menninguna og þessar eyjar eru svo fjölbreyttar. Þetta er náttúrlega syðsti punktur í Evrópu og fyrst fórum við hingað til þess að fá tilbreytingu frá vetr- inum en nú er það f leira sem við sækjumst eftir. Við höfum kynnst góðu fólki sem er með svo skemmti- lega sýn á lífið og ólíka því sem maður hafði áður kynnst. Það er svo gaman að sjá að hægt sé að lifa lífinu öðruvísi, en hjá þessu fólki er vinnan ekki endilega í forgangi. Ég var svo hissa fyrst þegar ég lenti í boðum þar sem enginn spurði hvað ég ynni við. Á Íslandi er maður alltaf skilgreindur út frá starfi manns og ef það er ekki nógu spennandi þá nennir liggur við enginn að tala við þig,“ segir Snæfríður í léttum tón. „Hér er fólk að spá í allt öðru, fólk talar um mat, vín og hreyfingu og svo kemur vinnan kannski upp löngu seinna. Lífsgæðakapphlaupið er ekki eins áberandi og það er alltaf fiesta. Þessi lífstaktur á einfaldlega vel við mig.“ Spurning um forgangsröðun Snæfríður og eiginmaður hennar, Matthías Kristjánsson, eru bæði sjálfstætt starfandi og geta þannig raðað verkefnum upp svo hægt sé að dvelja hluta ársins ytra. „Maðurinn minn er húsasmíða- meistari, en á meðan við erum erlendis vinnur hann við þýðingar, við að texta sjónvarpsþætti og kvik- myndir. Starf smiðsins þyngist verulega yfir vetrartímann, enda oft snjóþungt fyrir norðan svo það hefur reynst honum vel að skipta um starfsvettvang þessa þyngstu mánuði.“ Snæfríður hefur starfað við fjöl- miðla um árabil og hafa lesendur mögulega séð hana undanfarið í fréttum RÚV frá Tenerife eða í ferðaþættinum Vegabréf á N4. „Ég hef einbeitt mér að ritstörfum undanfarið,“ segir Snæfríður, sem viðurkennir að síðasta ár hafi tekið á, enda hefur hún mikið skrifað greinar og bækur um ferðalög sem lítið hefur verið um hjá heims- byggðinni. Hún segir þau mikið spurð að því hvernig þau hafi efni á því að dvelja svo mikið ytra. „Þetta er alltaf spurning um for- gangsröðun, innkomu og útgjöld. Við höfum verið dugleg við að stramma útgjöldin af, til dæmis með því að nota íbúðaskipti. Núna erum við hér í fjóra mánuði en af því eru fimm vikur í íbúðaskipt- um. Það eru þó engir Kanaríbúar í okkar húsi núna, heldur eru þetta svokölluð punktaskipti. Það eru svo margar leiðir til þess að gera íbúðaskipti og skiptin þurfa ekki að gerast á sama tíma. Deila ellilífeyrisárunum á lífið Margir bíða með ferðalög og aðra drauma þar til farið er á ellilífeyri. Maður heyrir fólk oft segja; Tíminn er í raun eina verðmætið Snæfríður Ingadóttir hefur árum saman kosið að leggjast í ferðalög með eiginmanni og þremur dætrum yfir jólahátíðina en dvalirnar hafa nú lengst enda segist hún ekki vilja bíða eftir ellilífeyrinum til þess að lifa lífinu. Snæfríður upplifði sig alltaf utangátta í jólaundirbúningnum hér heima og því tilvalið að dvelja ytra með fjölskyldunni yfir hátíðirnar. MYND/MATTHÍAS KRISTJÁNSSON Hjónin ásamt dætrunum Bryndísi Brá 7 ára, Ragnheiði Ingu 13 ára og Mar- gréti Sóleyju 11 ára. Bók Snæfríðar má finna á vefsíðunni lifiderferdalag.is. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is ↣ 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.