Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 22

Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 22
„Þegar ég hætti að vinna, þá ætla ég að gera hitt og þetta.“ Mér finnst það sorglegt því alltof oft hefur það ekki kraftinn til að gera það þegar það hættir að vinna eða eitthvað annað hefur komið upp sem truflar. Ég lít þannig á þetta að við hjónin séum að deila ellilífeyrisárunum niður á lífið. Ég sá eitt sinn Ted- fyrirlestur þar sem grafískur hönn- uður búsettur í Bandaríkjunum sagði frá því að hann lokaði alltaf fyrirtæki sínu á fimm ára fresti til að ferðast. Í hvert sinn tapaði hann auðvitað fullt af viðskiptavinum en í hvert sinn kom hann til baka svo endurnærður og uppfullur af nýjum hugmyndum að þetta borgaði sig alltaf. Þetta fannst mér heillandi hugmynd.“ Fyrir tveimur árum síðan ákvað fjölskyldan að vera allan veturinn úti. „Það var þá sem hugmyndin að þessari nýju handbók, Spánn – Nýtt líf í nýju landi, sem ég var að gefa út, kviknaði. Við urðum að fara í gegnum allt þetta ferli, skrá börnin í skóla, fá spænska kenni- tölu og allt þetta sem maður þarf að klóra sig fram úr í nýju landi. Þetta getur verið svolítið f lókið og misjafnt, enda skiptist Spánn í 17 sjálfstjórnarsvæði,“ segir Snæ- fríður, sem ákvað því að einbeita sér að þeim svæðum sem Íslendingar sækja helst: Costa Blanca svæðinu og kanarísku eyjunum. „Ég hefði sjálf verið til í svona handbók þegar við fluttum hingað á sínum tíma, því það getur sannar- lega verið hausverkur að finna út úr spænska kerfinu og því hvar eigi að byrja undirbúningsferlið .“ Klósettpappír skammtaður Fjölbreytt val er í boði í skólamálum og þegar fjölskyldan bjó á eyjunni heilan vetur gengu allar dæturnar í almennan, spænskan skóla. Það reyndist töluverð áskorun enda engin þeirra spænskumælandi og kerfið ólíkt því sem þau áttu að venjast. „Skólinn hér er svolítið gamal- dags miðað við á Íslandi, meiri páfa- gaukalærdómur og minni áhersla á félagslega hlutann. Gamaldags refsingar viðgangast og sem dæmi þá lenti elsta dóttirin margoft í því að frímínúturnar voru teknar af bekknum af því að einhver hegð- aði sér illa. Þá var allur bekkurinn látinn líða fyrir það, allir þurftu að sitja inni og skrifa „ég hegðaði mér illa,“ aftur og aftur í stílabók. Þá þurftu nemendur að biðja kennarann um klósettpappír í hvert sinn sem þeir fóru á salernið og var þeim skammtaður pappír eftir því hvort gera átti eitt eða tvö. Þetta fannst elstu dótturinni til dæmis mjög óþægilegt.“ Snæfríður segir heraga hafa ríkt í skólanum og dæturnar hafi ekki fengið neinn afslátt þrátt fyrir að vera ótalandi á spænsku við upphaf náms. Við bugun fyrstu mánuðina „Við héldum að við yrðum bara með kokteila á ströndinni en gerðum lítið annað fyrstu mánuðina en að læra með dætrunum. Sjálf töluðum við litla sem enga spænsku á þessum tíma svo við vorum við það að bug- ast fyrstu þrjá mánuðina,“ segir hún og hlær að upprifjuninni. „Stelp- urnar voru hetjurnar enda altal- andi á spænsku eftir þetta og stóðu sig ótrúlega vel. Eins kunnu þær svo miklu betur að meta ýmislegt á Íslandi sem áður þótti sjálfsagt.“ Bakslög komu líka úr fleiri áttum þegar verkefni sem Snæfríður hafði gert ráð fyrir að sinna úti datt upp fyrir og bakreikningur barst frá skattinum. „Við heyrðum oft frá fólki að við værum svo heppin og svo sniðug en þarna vorum við hvorki heppin né sniðug, við bara æddum út í þetta og þurftum virkilega að hafa fyrir því að láta þetta ganga upp. Uppskeran var ótrúlegt ár sem aldrei gleymist.“ Snæfríður segir algengustu spurn- ingarnar sem þau fái vera hvernig þau hafi efni á þessu og hvernig þau meiki að vera allan þennan tíma með börnunum sínum. „Ég segi alltaf: „Ef það er vilji þá er vegur.“ Margir vinir okkar benda á að við séum með börn á réttum aldri í svona lagað en það er aldr- ei fullkomlega rétti tíminn,“ segir Snæfríður, en dæturnar eru á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi. Hinni spurningunni segist hún svara á þennan hátt: „Við byrj- uðum snemma að ferðast með þær og erum komin með mikið þol hvert fyrir öðru. Þetta er eins og með margt annað, maður þarf að byrja snemma og það er mikilvægt að gef- ast ekki upp. Auðvitað var oft erfitt að fara með þrjú börn og farangur í gegnum f lugvelli en þetta kemst upp í vana. Langar ekki að bíða Mig langar ekki að bíða eftir að börnin verði stór til að ferðast, því mér finnst svo gaman að ferðast með þeim og sjá heiminn með augum þeirra. Við höfum auðvitað velt því fyrir okkur hvaða áhrif það hafi á þær að vera svona mikið með okkur, en vonandi kennir þetta þeim víðsýni og gefur þeim kjark og þor til að taka ákvarðanir út frá eigin hugmyndum og sjálfstæði til að skapa sitt eigið líf. Snæfríður og Matthías eru bæði sjálfstætt starfandi og geta því skipulagt veturinn að miklu leyti sjálf og kjósa nú í annað sinn að verja honum syðra. ÞAÐ VORU ALDREI JÓL Á MÍNU HEIMILI EN FOR- ELDRAR MÍNIR REYNDU ÞÓ AÐ FARA EINHVERN MILLI- VEG OG ÞVÍ VAR HREINT Á RÚMUM OG HANGIKJÖT EN ALDREI NEITT JÓLA- SKRAUT EÐA JÓLAGJAFIR. ↣ MEIRI HAMINGJU Í LÍFIÐ! 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.