Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 26

Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 26
FÓLK FÓR Í NÁM ÚTI UM ALLT OG KOM HEIM MEÐ ÁHRIF FRÁ ÝMSUM HEIMS- HORNUM OG ALLT ÞETTA BLANDAÐIST SAMAN Í EINN POTT SEM HÉT ÍSLENSKA KVIKMYNDA- VORIÐ. Kristín Jóhannesdóttir, einn fremsti leik-stjóri Íslands, hefur rutt brautina fyrir konur í kvikmynda-listum og leikhúsi í áraraðir. Hún hefur treyst á sköpunarkraft áhorfandans í verkum sínum allt frá sinni fyrstu kvikmynd, Á hjara veraldar, sem kom út árið 1983 á blómaskeiði íslenskrar kvikmynda- sögu, að nýjustu uppsetningu Borg- arleikhússins á hinu sígilda verki Arthurs Miller, Sölumaður deyr. Kristín er fræg fyrir kvikmynd sína um Pourquoi-Pas?-slysið, tón- listarmyndband sem hún vann með Björk og Sykurmolunum og svið- setningar með eiginmanni sínum heitnum, ljóð- og leikskáldinu Sig- urði Pálssyni. Stíll Kristínar einkennist af draumaraunsæi; hún er óhrædd við að vega salt milli draums og veru- leika, sem hún telur að hafi eflandi áhrif á ímyndunaraflið. Þykir natúralismi óþolandi „Aðalatriðið er að fólk skynji frekar en skilji. Natúralismi fer ótrúlega í taugarnar á mér,“ segir Kristín, þegar hún stígur inn í sviðsljósið með blaðamanni og sparkar frá sér veltigresi úr plasti sem fokið hefur inn á sviðið. Við erum stödd á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu þar sem ljósahönnuður og sviðshendur prófa búnaðinn og stilla upp sviðs- myndinni fyrir fyrstu stóru frum- sýningu leikhússins á árinu 2021. Þótt sviðið virki bert og á sama tíma kaótískt þá er greinileg röð og regla yfir skipulaginu, eða öllu heldur heimilinu. Sölumaður deyr er án efa þekktasta verk leikskálds- ins Arthurs Miller og löngum talið eitt mesta meistaraverk 20. aldar í leikritun. Þótt leikhúsunnendur hér á landi hafi séð þetta umrædda verk áður, einu sinni, tvisvar eða jafnvel þrisvar, er ljóst að þeir hafa ekki séð það með þessu sniði. „Hér er gengið inn í svefnher- bergið,“ segir Kristín og bendir út í tómið. Svo má sjá rúm, stól og borð: „Vörðurnar um heimilið og svo þarna bak við ... “ hún bendir á svarthol aftast á sviðinu, magnaðan ljósabúnað, eða öllu heldur myrkva- búnað, „er ógnin sem vofir stöðugt yfir okkur.“ Atvinnuleysi og gereyðing Ekki er hægt að komast hjá því að leiða hugann að faraldrinum sem geisað hefur hér á landi og um heim allan í rúmt ár. Með þessa sjón- hverfingu í bakgrunni fer samtalið óneitanlega út í lífið og dauðann. Svartholið á sviðinu, eða Neindin, eins og Kristín kallar það, starir á okkur eins og hin stöðuga ógn sem steðjar að mannkyni. Fyrir Willy Loman, hinum fordæmda sölu- manni, er það ógn um afkomu. „Hlutverk sölumannsins er að vera góður skaffari fyrir heimilið. Það er það tragíska við þetta. Þegar fyrirvinnan á heimilinu bíður ein- hvern ósigur þá getur öllu verið lokið. Við þekkjum þetta núna úr þessu samhengi sem við búum við. Það eru fjöldauppsagnir og menn eru í angist og örvæntingu að reyna að klóra sig fram úr vonleysi sem eykur hættuna á sjálfsvígum og heimilisof beldi. Öll svona áfalla- streita veldur ójafnvægi.“ Miller hefur hitt á einhverja æð með þessu verki, að sögn Kristínar. Þrátt fyrir að kringumstæður breytist er hægt að finna tengsl við þessa sögu hve- nær sem er. Nú er það veira sem ógnar öryggi mannkynsins, en á gagnfræðaskólaárum Kristínar, í kalda stríðinu, var það gereyðing af völdum kjarnorkuvopna. „Þegar ég var í Vogaskóla voru herskip Bandaríkjanna á leiðinni til Kúbu,“ segir Kristín og minnist þess þegar skólastjórinn þrumaði yfir nemendur í heila klukkustund um yfirvofandi hættu á gereyðingu. „Svo kom maður út í frímínútur og fyrir einstaka tilviljun, þetta var eiginlega alveg með ólíkindum, þá komu þrumur og eldingar! Ég hafði aldrei séð þetta áður í Reykjavík. Ég get svarið það ... sturlunin sem greip um sig meðal barnanna var mjög lýsandi fyrir ástandið á þessum tíma.“ Einmana kona í hafi karla Eftir Vogaskóla og að loknu stúd- entsprófi frá MR lá leið Kristínar til Frakklands, þar sem hún varð full- numa í kvikmyndum. Í Montpellier rannsakaði hún framlag kvenna í kvikmyndum sem, þegar grannt er skoðað, er ótrúlega mikið og stórt en aldrei talað um, að sögn Kristínar. Aðspurð segist hún hafa litið mikið upp til Chantal Akerman, Agnès Varda, Marguerite Duras og Ulrike Ottinger og annarra frumherja sem endurnýjuðu kvikmyndamálið. Þegar hún sneri aftur heim fékk hún bíómynd í hausinn eftir að hafa hlustað á aríu í óperunni Toscu eftir Puccini. „Þá helltist yfir mig einhver saga, ég veit ekki hvaðan hún kom en ég ákvað að hlýða því og hætta þessum fræðimannapælingum og fara að gera bíó.“ Þá var hin íslenska bylgja að hefjast og segir Kristín það hafa verið mikið gæfuspor fyrir íslenska kvikmyndagerð að fá alla lista- mennina, sem lært höfðu úti, aftur heim. „Fólk fór í nám úti um allt og kom heim með áhrif frá ýmsum heims- hornum og allt þetta blandaðist saman í einn pott sem hét íslenska kvikmyndavorið,“ segir hún það hafa verið yndislegt að vera hluti af því. Stemningin hafi verið nokkuð þokkaleg, en til að byrja með var hún mjög einmana. „Ég var eina konan sem var í sam- tökum kvikmyndaleikstjóra. Svo bættist reyndar Guðný Halldórs- dóttir við og fleiri góðar konur. En þetta var mikið karlasamhengi.“ Aðspurð segist hún hafa fundið fyrir öðru viðhorfi, vegna þess að konur gerðu kannski í grunninn öðruvísi kvikmyndir en karlmenn. Kristín þótti sjálf mjög djörf. „Markmið mitt var að vinna með tungumál kvikmyndanna til að lýsa veruleika og upplifun kvenna, innra samhengi kvenna.“ Sjónvarps- myndin Líf til einhvers, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á nýársdag árið 1987, vakti reiði í samfélaginu, sem náði hámarki þegar karlmaður gekk í skrokk á Kristínu þar sem hún gekk niður Bankastrætið einn daginn. „Myndin fjallaði um þrjár kyn- slóðir kvenna innan sömu fjöl- skyldunnar sem höfðu allar hvert sitt viðhorfið til ástar og kynlífs. Menn höfðu séð eitthvað í þessari mynd sem ég held að hafi ekki verið þarna. Þetta var mikið uppþot á þessum tíma en sem betur fer hefur þetta breyst og konur fengið meira frelsi til að fara inn á slóðir sem voru fyrir utan þeirra landhelgi áður.“ Konan sem þótti of djörf Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri fann til ákveðinnar einsemdar þegar hún var eina konan á sínu sviði snemma á níunda ára- tugnum. Hún nýtur þess að uppgötva kjarnann í konum og þakkar ömmu sinni og eiginmanni sínum heitnum, fyrir að hafa lagt teina að leikhústauginni innra með sér. Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara@frettabladid.is Kristín Jóhannesdóttir hefur rutt brautina fyrir kynsystur sínar í kvikmyndum og leiklist. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ↣ 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.