Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 30

Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 30
Smart Socks býður fólki að kaupa og gefa áskrift að skrautlegum og skemmti- legum sokkum og nýlega bættust nærbuxur við í vöruframboðið. Það er einnig mjög hentugt og ein- falt að selja sokka frá Smart Socks í fjáröflunarskyni. „Við höfum unnið með nokkr- um íþróttafélögum og hannað með þeim sérmerkta sokka sem þau hafa selt í fjáröflunarskyni,“ segir Guðmundur Már Ketilsson, stofnandi og eigandi Smart Socks. „En enn fleiri hafa farið þá leið að selja „venjulega“ sokka.“ Þetta litla fjölskyldufyrirtæki hefur vaxið hratt og stefnir á að færa út kvíarnar og hefja starfsemi erlendis. „Smart Socks var upphaflega stofnað sem sokkaáskriftarfyrir- tæki sem sendir 1–2 pör inn um lúguna einu sinni í mánuði, en þetta hefur þróast og undið upp á sig,“ segir Guðmundur. „Fyrstu jólin byrjuðum við að bjóða upp á gjafaáskriftir í 3, 6 eða 12 mánuði, sem hafa verið rosa vinsælar, og nýlega fórum við að bjóða upp á sölu á sokkum í fjáröflunarskyni og hefur það verið mjög vinsæl fjáröflunarleið fyrir þróttafélög, skóla og einstaklinga. Nýjasta viðbótin við starf- semina okkar er svo nærbuxur. Áskrifendur geta þá annaðhvort verið með sokka eða nærbuxur í áskrift, eða blandað því saman, en þá er bara raðað saman í pakka eins og fólk vill,“ segir Guðmundur. „Eftirspurnin fór fram úr okkar björtustu vonum og við lentum í því í janúar að lagerinn okkar kláraðist.“ Fjölskyldufyrirtæki sem hefur vaxið hratt „Smart Socks er lítið fjölskyldu- fyrirtæki á Álftanesi sem hefur stækkað ansi mikið frá því við byrjuðum fyrir rúmlega þremur árum síðan,“ segir Guðmundur. „Við höfum selt yfir 120.000 sokka- pör frá byrjun. Þetta hefur valdið nokkrum vaxtarverkjum þar sem við pökkum öllu heima við, það líður að því að við þurfum að fara að finna okkur lagerhús- næði fyrir starfsemina. Heimilið fer alveg á hliðina í nokkra daga í hverjum mánuði á meðan við fjölskyldan hjálpumst að við að pakka áskriftum,“ segir Guð- mundur. „Þetta er aukavinna hjá mér og konunni minni, Sonju Rut Aðalsteinsdóttur, en við erum bæði í fullu starfi annars staðar. Sem betur fer fáum við ómetan- lega aðstoð frá krökkunum okkar, Aroni, Anítu og Tinnu og honum Össuri, tengdasyni okkar.“ Spennandi, þægileg og skemmtileg áskrift Guðmundur segir að það sé auð- vitað þægilegt að þurfa ekki að hugsa um að endurnýja sokka og nærbuxur, sem endast oft ekki lengi, en fyrst og fremst sé skemmtilegt og spennandi að fá sokka og nærbuxur inn um lúguna einu sinni í mánuði. „Það er spennandi að vita ekki hvað þú færð í hverjum mánuði og það er ákveðin upplifun að fá pakka inn um lúguna,“ segir hann. „Í janúar tafðist afgreiðsla áskrifta um hálfan mánuð vegna bilunar hjá framleiðanda og það var allt að verða vitlaust! Ég hafði ekki undan við að svara póstum frá fólki sem var í öngum sínum yfir þessu, sem sýnir hversu mikil eftirvænting er. Ég hef heyrt af því að það sé fjöl- skyldustund þegar það koma nýir sokkar, allir koma saman til að sjá hvað kemur úr pökkunum þann mánuðinn. Það er líka gaman að segja frá því að flestir sem segja upp áskrift hjá okkur gera það einfaldlega vegna þess að gæði sokkanna eru það góð að sokkaskúffan er orðin full,“ segir Guðmundur. Vinsæl, ódýr og einföld fjáröflunarleið „Sala á sokkum er orðin mjög vin- sæl fjáröflunarleið fyrir íþrótta- félög, skóla og einstaklinga. Það er mjög einfalt þar sem fólk fær tilbúna auglýsingu fyrir samfélags- miðla og skjal til að halda utan um söluna. Það er ekkert lágmark sem þarf að kaupa og því hentar þetta einstaklingum jafnt sem hópum,“ segir Guðmundur. „Þetta er frábær fjáröflunarleið. Fólk kaupir parið á rúmlega 900 kr. og selur það svo á 2.000 kr., þannig að það er góður gróði. Eingöngu er greitt 25% stað- festingargjald fyrirfram og svo er pöntunin afgreidd 2–3 vikum síðar og þá er restin greidd.“ Styðja Mottumars Árið 2019 styrktum við Krabba- meinsfélagið í tengslum við Mottumars. Það virkaði þannig að ef fólk skráði sig í áskrift í mars rann fyrsta mánaðargjaldið óskipt til félagsins,“ segir Guðmundur. „Við stefnum á að gera þetta aftur í næsta mánuði.“ Stefnt á útrás „Það hefur staðið til að hefja starf- semi erlendis og það er í raun allt klárt til þess, en vegna mikilla anna hefur það ekki raungerst enn þá, enda sinnum við sokkabransanum sem aukastarfi,“ segir Guðmundur. „En vörurnar, birgðaleiðir, dreifi- kerfi og heimasíðan og allt annað er tilbúið. Það þarf bara fjármagn og tíma til að ýta þessu verkefni úr vör, þannig að ef einhver fjárfestir þarna úti hefur áhuga á að vera með okkur erum við til.“ Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Smart Socks: www. smartsocks.is. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Nýjasta viðbót­ in við starfsemi Smart Socks er nærbuxur. Áskrifendur geta annað­ hvort verið með sokka eða nær­ buxur í áskrift, eða blandað því saman, en þá er bara raðað saman í pakka eins og fólk vill. Eftirspurnin eftir þessari viðbót fór fram úr björtustu vonum. FRÉTTA- BLAÐIÐ/STEFÁN Hér sjást áskriftir febrúar­ mánaðar eftir að fjölskyldan hefur pakkað þeim og gert þær tilbúnar til afgreiðslu. Sokkarnir frá Smart Socks eru fjölbreyttir og endingargóðir. Það er spennandi og skemmtilegt að fá sokka og nærbuxur inn um lúguna. Sokkarnir frá Smart Socks henta öllum aldurshópum og störfum. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.