Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 40
Verkefnisstjóri – Fjölmiðlanefnd
Fjölmiðlanefnd leitar að öflugum einstaklingi sem getur unnið að gerð nýrrar miðla- og upplýsingalæsisstefnu, ásamt fram-
kvæmdaáætlun. Starfið felst annars vegar í stefnumótunarvinnu og hins vegar í verkefnisstjórn til að fylgja stefnumálum eftir.
Markmiðið er að ná til fólks á öllum aldri með það að markmiði að auka færni þess í að nota samfélagsmiðla og leitarvélar og
að vera gagnrýnið á það hvaðan upplýsingar koma.
Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur m.a. annars það hlutverk að stuðla að auknu miðla- og upplýsinga-
læsi meðal almennings. Nefndin er að ýta nýjum verkefnum úr vör, bæði á grundvelli nýrrar Evróputilskipunar og vegna
öflugrar Norðurlandasamvinnu fjölmiðlanefnda.
Frekari upplýsingar um starfið:
Um starfskjör starfsmanna fjölmiðlanefndar fer eftir gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert
við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og sjálfstæði. Í boði er starf í síbreytilegu
og spennandi umhverfi.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, ásamt prófskírteini og kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Fjölmiðlanefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum
umsóknum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021. Senda skal umsóknir ásamt fylgigögnum til fjölmiðlanefndar á netfangið:
postur@fjolmidlanefnd.is merkt „Verkefnastjóri“.
Nánari upplýsingar veitir:
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri í síma 415 0415 og elfa@fjolmidlanefnd.is
Starfssvið:
• Að vinna miðla- og upplýsingalæsisstefnu og fylgja
henni eftir.
• Að vinna framkvæmdaáætlun sem byggir á stefnunni.
• Að hafa umsjón með reglulegum könnunum til að kanna
færni og þekkingu barna og ungmenna annars vegar og
fullorðinna hins vegar til að nýta samfélagsmiðla, leitar-
vélar og þekkja falsfréttir þegar þær birtast.
• Að byggja upp tengslanet og leiða samstarf þeirra aðila
sem koma með einum eða öðrum hætti að miðla- og upp-
lýsingalæsi hér á landi.
• Að hafa frumkvæði að nýjum verkefnum til að efla færni og
þekkingu almennings.
• Samskipti við stjórnsýslu og aðra hagaðila.
• Virk þátttaka í norrænu og evrópsku samstarfi
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Mjög gott vald á íslensku og færni til að rita vandaðan
texta er skilyrði.
• Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun er kostur.
• Góð enskukunnátta er skilyrði og kunnátta í einu Norður-
landamáli er kostur.
• Þekking á miðla- og upplýsingalæsi (e. media and inform-
ation literacy) er kostur.
• Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfileikar.
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Sjálfstæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
Hefur þú tekið eftir öllum þeim breytingum sem orðið hafa
með tilkomu nýrra miðla og nýrrar tækni?
Hefur þú velt fyrir þér samfélagsmiðlanotkun barna og ung-
menna og áhrifum samfélagsmiðla á þennan aldurshóp?
Hefur þú áhuga á því að stuðla að aukinni þekkingu og færni
ólíkra aldurshópa í notkun stafrænna miðla með það að
markmiði að styrkja lýðræðið?
Lögfræðingur
Úrskurðarnefnd velferðarmála óskar eftir að ráða
lögfræðing til starfa. Um er að ræða 100% starf,
tímabundið í eitt ár.
Helstu verkefni:
Verkefnin eru fjölbreytt og felast aðallega í túlkun og
beitingu réttarreglna á sviði almannatrygginga, atvinnu-
leysistrygginga, barnaverndarmála, félagsþjónustu- og
húsnæðismála, fæðingar- og foreldraorlofsmála svo og
greiðsluaðlögunarmála.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða meistara-
prófi í lögfræði.
Þekking á sviði stjórnsýsluréttar er æskileg.
Starfið krefst lipurðar í samskiptum, nákvæmni í vinnu-
brögðum og sjálfstæðis til verka.
Frekari upplýsingar um starfið:
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og
Stéttarfélags lögfræðinga.
Umsóknir skulu berast til úrskurðarnefndar velferðar-
mála, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík eða á netfangið
postur@urvel.is eigi síðar en 8. mars nk.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir
formaður, í síma 551-8200. Karlar jafnt sem konur eru
hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Urriðaholtsskóli - leikskólastig
• Atferlisþjálfi
• Leikskólakennari
• Þroskaþjálfi
Leikskólinn Akrar
• Leikskólasérkennari
Móaflöt – skammtímadvöl fyrir fötluð
börn og ungmenni
• Sumarstarfsmaður
Heimili fyrir fötluð börn og ungmenni
• Starfsmenn
• Þroskaþjálfi
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns,
eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef
Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
gardabaer.is
STÖRF HJÁ
GARÐABÆ
Öflugur bókari
Við leitum að starfsmanni til að sinna fjölbreyttum
bókhaldsstörfum hjá KFUM og KFUK á Íslandi.
Um er að ræða 80–100% starf.
Miðað við að viðkomandi hefji störf sem fyrst.
Starfssvið
• Almenn bókhaldsvinna.
• Frágangur og samskipti við endurskoðanda.
• Umsjón með viðskiptamanna- og
lánadrottnabókhaldi.
• Innheimta og bókun innborganna.
• Sjóðsuppgjör.
• Afstemmingar.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af Navision TOK bókhaldskerfi.
• Reynsla af bókhaldi, afstemmingum og
uppgjörsvinnu almennt.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Góð færni í Excel.
• Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum.
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi. • Hæfileiki til að tileinka sér nýja þekkingu og
vinnubrögð.
• Sveigjanleiki til að taka að sér ýmis tilfallandi verkefni.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf hjá félagasamtökum með
umfangsmikla starfsemi. Mikilvægt er að starfsfólk KFUM
og KFUK eigi samleið með hugsjón félagsins.
Umsóknum skal skila í tölvupósti á starf@kfum.is.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þröstur Árni Gunnarsson
fjármálastjóri KFUM og KFUK (throstur@kfum.is) og
Tómas Torfason framkvæmdastjóri KFUM og KFUK
(tomas@kfum.is) s. 588 8899. Farið verður með umsóknir
og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing
sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði
einstaklingsins til líkama, sálar og anda. KFUM og
KFUK stendur fyrir faglegu barna- og æskulýðsstarfi
en félagið starfrækir fimm sumarbúðir, leikskóla og
um 30 æskulýðsdeildir víðs vegar um landið, auk
þess að standa fyrir leiðtogaþjálfun, námskeiðum og
fjölbreyttum viðburðum allt árið um kring.
Skrifstofa félagsins er við Holtaveg 28 í Reykjavík.
Aðferð Jesú Krists, að mæta hverri manneskju af
umhyggju, kærleika og virðingu er í hávegum höfð
í öllu starfi KFUM og KFUK.