Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 68

Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 68
Listaverkið Fjölskyldan mín heitir þessi mynd eftir Gabia Rimsaite. Konráð á ferð og flugi og félagar 442 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst?“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri erfiðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði fljótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skyldi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? Eyja Garðarsdóttir  nefnist níu ára gömul stúlka. Eyja er fallegt nafn, af hverju skyldi hún heita það? Systur mínar heita Katla og Hekla eins og eldfjöllin og ég heiti Eyja eftir Eyjafjallajökli, sem er líka eldfjall. Hvaða skóla ert þú í? Ég er í 4. RG í Hlíðaskóla. Æfir þú einhverjar íþróttir utan skólans? Ég æfi bæði fótbolta og körfubolta hjá Val, það er gaman. Er eitthvað f leira sem þú fæst við? Ég er líka að læra á píanó og barítón- horn. Hvað ertu helst að bralla heima við? Mér finnst gaman að leika við vinkonur, teikna og líka að spila eða horfa á eitthvað. Hvaða leikur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Uppáhaldsleikirnir mínir eru flugvélaleikurinn í fótboltanum og stinger í körfuboltanum. Ertu byrjuð að spá í hvað þú ætlar að gera skemmtilegt í sumar? Mig langar aftur í húsbílaferð. Við gerðum það síðasta sumar og það var mjög gaman. Hvaða kvikmynd hefur þér þótt best? Harry Potter, Star Wars og Descendants, get ekki valið á milli. Hvaða bækur eru í uppáhaldi núna? Grísafjörður og Ofurhetjan. Hver er besti maturinn, að þínum dómi? Pasta, pítsa og grjónagraut- ur. Þekkir þú einhverja fugla? Ég þekki fullt af fuglum, starrar, skóg- arþrestir, svartþrestir og gráþrestir koma í garðinn minn. Svo hafa líka komið krummar, ein gæs og hænur. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Einu sinni þegar ég var lítil ætlaði ég að segja við Frosta frænda minn, „gefðu mér teppið“, en sagði óvart „gefðu mér typpið“. Þá hlógu allir. Áttu uppáhaldsstað á Íslandi annan en heimahagana? Sumar- bústaður ömmu og afa, rétt hjá Stykkishólmi, er æði. Þar spilum við, förum í sund og göngutúra og bökum oftast. Hvað langar þig mest að gera þegar þú verður stór? Verða betri í að spila á píanó og fræg í fótbolta eða körfubolta. Ég vil líka verða þjálfari. Hvað varst þú á öskudag? Ég var sjóræningi! Heitir eftir eldfjalli Í framtíðinni vill Eyja verða fræg í fótbolta eða körfubolta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EINU SINNI ÞEGAR ÉG VAR LÍTIL ÆTLAÐI ÉG AÐ SEGJA VIÐ FROSTA FRÆNDA MINN, „GEFÐU MÉR TEPPIГ, EN SAGÐI ÓVART „GEFÐU MÉR TYPPIГ. ÞÁ HLÓGU ALLIR. 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.