Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 74

Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 74
Í STAÐINN FYRIR AÐ ENDURTAKA SAMA VERKIÐ Í MISMUNANDI BLÆ- BRIGÐUM VINN ÉG MEÐ NÚNING Á MILLI VERKA SEM ÉG FINN AÐ MYNDA ÓVÆNTAN SAMHLJÓM.Haraldur Jónsson myndlistarmaður sýnir ný verk í Berg C o n t e m p o r a r y. Yfirskrift sýningar-innar er Ljósavél. „Ég kanna skynjunina í verkum mínum, f löktið á milli ljóss og myrkurs og hef alltaf verið heillaður af ljósaskiptunum sem ríkja stöðugt við eyru, augu, munn og nef,“ segir Haraldur. „Titillinn birtist mér á vinnustofunni einn morguninn og er eins konar frumminning frá því þegar ég var barn í sveit og bóndinn bað mig um að kveikja á ljósavél- inni. Þegar ég var að vinna í bygg- ingavinnu á unglingsárunum þá unnum við í hálfreistum húsum þar sem var ekkert rafmagn og ljósavél var notuð til að lýsa upp umhverfið. Mér finnst þessi titill ríma mjög vel við verkin og þetta millibilsástand sem ég er að virkja; samspil líkam- ans við arkitektúrinn og hvernig manngert umhverfi hefur áhrif á athafnir okkar og hegðun.“ Titilverkið Ljósavél er vídeó- innsetning. „Verkið hverfist um gjörning sem átti sér stað í innri sal gallerísins áður en sýningin opnaði. Titillinn dregur upp mynd af þeirri atburðarás.“ Haraldur segir verkin geta virst ólík við fyrstu kynni en um leið mætast þau úr ýmsum áttum. „Ánægjan og spennan við að setja upp sýningu felst umfram allt í að leiða saman mismunandi verk. Ég hef alltaf unnið þannig að í staðinn fyrir að endurtaka sama verkið í mismunandi blæbrigðum vinn ég með núning á milli verka sem ég finn að mynda óvæntan samhljóm og hvert og eitt getur líka staðið eitt og sér.“ Lét blóð renna á flöt Eitt verkanna er Gátt sem er gert úr fimm lítrum af rauðri innimáln- ingu. Við gerð verksins kom blóð við sögu. „Það er gjarnan undirliggjandi gjörningur í verkum mínum, þar sem ég er oftar en ekki innblásinn af daglegum athöfnum okkar. Ég hef áður unnið með blóð og á yfir- litssýningu minni á Kjarvalsstöðum gátu gestir komið á ákveðnum tíma og látið draga úr sér blóð og farið síðan með það heim sem minningu um sig og verkið. Á þessari sýningu ákvað ég að kanna þessa vídd frekar. Ég fór í málningarverslun þar sem ég stakk mig með sótthreinsaðri nál í vísifingurinn og lét blóð renna á f löt sem var síðan skannaður inn í litakerfi búðarinnar. Ég fékk fimm lítra af rauðri innimálningu sem er einmitt magn blóðsins í okkur. Ég málaði síðan þessa fimm lítra á afmarkaðan flöt hér í salnum. Þann- ig verður til eins konar skermur sem endurspeglar ákveðið ástand.“ Tilnefndur til verðlauna Annað verk á sýningunni, Svimi, er búið til úr hljóðeinangrandi teppi sem er fest á vegginn með frönskum rennilás. „Í verkum mínum fylgi ég skynjuninni sem opnar stöðugt nýja möguleika og hún ræður úr hvaða efni verkið verður til og líka hvernig það er sett saman. Það þarf að huga að hverju smáatriði,“ segir Haraldur. Á sýningunni er verkið Sónar, sem er röð stakra silkiþrykks- mynda. „Þetta form fór að sækja á mig en ég hef alltaf haft áhuga á gegnumlýsingu og myndbirtingu hins ósýnilega. Þessi sería varð eig- inlega til af sjálfu sér. Formið er upp- haflega tómt, ég þrykki síðan með svörtum farva og veit útkomuna ekki fyrir fram. Þannig er ég í raun að skrásetja sjálft sköpunarferlið, hvert verk er einstakt og útkoman er líka ákveðið sönnunargagn.“ Haraldu r er t ilnef ndu r t il Íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir þessa áhugaverðu sýningu. „Ég er virkilega glaður yfir því að vera þar, í góðum hópi kollega,“ segir hann. Laugardaginn 20. febrúar kl. 15 verður listamannaspjall um sýn- inguna Ljósavél með Haraldi. Fylgir skynjuninni sem opnar ætíð nýja möguleika Haraldur Jónsson sýnir sjö ólík verk í Berg Contemporary. Þar vinnur hann meðal annars með blóð. Sýningin, sem hefur titilinn Ljósavél, er tilnefnd til Ís- lensku myndlistarverðlaunanna. Á sýningunni leiðir Haraldur saman mis- munandi verk. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Hér má sjá verk gert úr fimm lítrum af rauðri innimálningu og verkið Sónar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is www.borgarsogusafn.is Sjó min jas afn ið í Re ykj aví k frá bæ rum Lan dná ms sýn ing in safnE itt Árb æja rsa fn Ljó sm ynd asa fn R eyk jav íku r á fi mm Við ey stö ðu m 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.