Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 76
HVAÐ ER COVID? ÉG
HEF VERIÐ Í SJÁLF-
SKIPAÐRI EINANGRUN Í 40 ÁR.
ER EITTHVAÐ AÐ GERAST
ÞARNA ÚTI?
Skáldsagan Augu Rigels eftir norska rithöfundinn Roy Jacobsen er nýkomin út í þýðingu Jóns St. Krist-jánssonar. Bókin er fram-hald bókanna vinsælu,
Hin ósýnilegu og Hvítt haf. Sögu-
þráðurinn er á þá leið að eftir lok
seinni heimsstyrjaldar leggur Ing-
rid af stað með kornunga dóttur
sína til að leita að föður hennar,
Rússanum Alexander.
Blaðamaður náði tali af Jacob-
sen og spurði hann fyrst af hverju
hann kysi svo oft að fjalla um for-
tíðina í skáldsögum sínum. „Ekk-
ert í orðsins list gerist í fortíðinni,“
segir hann. „Meira að segja söguleg
skáldsaga er skrifuð núna, í núinu.
Það er einföld staðreynd. Söguleg
skáldsaga byggist á samblandi af
ímyndun höfundarins um fortíð-
ina og ímyndun lesandans um for-
tíðina. Þessi fundur höfundarins og
lesandans getur einnig átt sér stað í
núinu. Þannig er söguleg skáldsaga
dulbúin samtímaskáldsaga.“
Taldi sig hafa lokið við þríleik
Augu Rigels átti að vera lokasagan
í þríleik en blaðamaður hefur frétt
að Jacobsen ætli sér að skrifa fjórðu
bókina. Af hverju ákvað hann það?
„Svona hlutir gerast, maður
ák veður eitthvað og það fer
f jandans til. Eða maður tekur
enga ákvörðun og eitthvað gerist
skyndilega. Í þessu tilfelli á það
seinna við. Ég hélt ég hefði lokið við
þríleik og svo kom í ljós að svo var
ekki. Þetta minnir á foreldri sem
heldur að sonur eða dóttir hafi full-
orðnast en kemst svo að raun um
að svo er ekki. Foreldrahlutverkinu
lýkur aldrei.“
Hann vil ekkert láta uppi um
efni fjórðu bókarinnar. Hún mun
án efa njóta sömu vinsælda og fyrri
bækurnar þrjár. Hin ósýnilegu var
tilnefnd til Man Booker-verðlaun-
anna. Jacobsen er spurður hvort sú
tilnefning hafi breytt einhverju í
lífi hans. „Já og nei,“ segir hann. „Á
þessum tíma var ég með ágæt sam-
bönd fyrir utan Noreg, en tilnefn-
ingin var ákveðinn vindur í seglin.“
Oftast sáttur
Hvenær ákvað hann að verða rit-
höfundur? „Þegar ég fæddist. Að
minnsta kosti eins langt aftur og
ég man. Stundum hef ég bölvað
þessum örlögum, eða þótt miður
að þetta skuli hafa orðið, en oftast
er ég sáttur.“
Jacobsen er mikill unnandi
Íslendingasagnanna og átti þátt í
útgáfu þeirra í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð. Hann er beðinn um
að nefna uppáhalds Íslendinga-
sögu sína. „Þetta er eins og að biðja
föður að velja uppáhaldsbarnið
sitt – hver getur valið á milli Eglu,
Njálu og Gísla sögu? Eða á milli
Eyrbyggju, Ljósvetninga sögu og
Harðar sögu? Íslendingasögurnar
eru ekki dægurlagasafn, þær eru
Söguleg skáldsaga er dulbúin samtímaskáldsaga
Augu Rigels eftir Roy Jacobsen er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Átti að vera lokabókin í þríleik en
fjórða bókin mun líta dagsins ljós. Hann segist stundum hafa bölvað þeim örlögum að vera rithöfundur.
Ég hélt ég hefði
lokið við þríleik
og svo kom í
ljós að svo var
ekki, segir Roy
Jacobsen. MYND/
AÐSEND
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Niður / noise / szum er tilraun til að svara spurningunni: „hvernig hljómar Ísland?“
með því að safna vettvangsupp-
tökum víðs vegar að af landinu og
tala við íbúa þess.
„Ég byrjaði að safna vettvangs-
upptökum víðs vegar að af landinu
á svipuðum tíma og heimsfaraldur-
inn var að skella á, sem útskýrir af
hverju f lestir staðirnir voru mann-
lausir þegar upptökur fóru fram,“
segir Kaśka Paluch, höfundur
Niður / noise / szum verkefnisins
– hljóðkorts af Íslandi. „Það var
átakanlegt að upplifa þennan tóm-
leika, en hann gaf náttúrunni svig-
rúm til að láta rödd sína hljóma án
truf lunar. Hugmyndin kviknaði í
einni af hellaferðunum mínum. Ég
var að aðstoða sjónskerta konu. Ég
heillaðist af því hvað hennar upp-
lifun af hellinum var ólík upplifun
annarra. Hún sá ekki hellinn, hún
upplifði hann í gegnum ólík hljóð.“
Framganga verkefnisins er meðal
annars skrásett með gagnvirku
hljóðkorti af Íslandi sem er upp-
fært reglulega. Kortið er aðgengi-
legt á www.noisefromiceland.com,
þannig að hver sem er getur kannað
Ísland með eyrunum. Þarna eru
upptökur frá vinsælustu ferða-
mannastöðum landsins: Gullfossi,
Strokk og Jökulsárlóni. Þar má
líka heyra í einu öf lugasta óveðri
Íslandssögunnar, sprengilægðinni
í febrúar 2020, sem lokaði Reykja-
vík með rauðri veðurviðvörun.
Hverri hljóðupptöku fylgir saga og
er kortið uppfært nánast daglega.
Einnig er heimildarmynd (leik-
stjóri Magdalena Łukasiak) um
verkefnið í smíðum, sem verður að
öllum líkindum frumsýnd seinna
á árinu.
Kaśka Paluch er með MA-gráðu
í tónlistarfræði frá Jagiellonian-
háskólanum í Kraká í Póllandi og
próf í fiðluleik frá ríkislistaskól-
anum í Zakopane. Hún hefur búið
á Íslandi í fjögur ár og starfað sem
leiðsögumaður, en vinnur nú fyrir
Reykjavíkurborg.
Hægt er að styrkja verkefnið á
patreon.com/noisefromiceland
Kaśka Paluch svarar því hvernig Ísland hljómar
Kaśka Paluch hefur gert hljóðkort af Íslandi. MYND/MAGDALENA ŁUKASIAK
Hádegistónleikar verða í Hafnarfjarðarkirkju þriðju-daginn 23. febrúar kl. 12.15–
12.45. Tómas Guðni Eggertsson,
organisti Seljakirkju, leikur á bæði
orgel kirkjunnar verk eftir Diet-
rich Buxtehude, Johann Sebastian
Bach og Cesar Franck. Aðgangur er
ókeypis.
Tómas Guðni hefur starfað sem
píanókennari, blásarakennari og
organisti og hefur verið tónlistar-
stjóri Seljakirkju frá árinu 2009.
Hann kemur reglulega fram sem
einleikari eða meðleikari með
kórum, söngvurum og hljóðfæra-
leikurum úr ólíkum tónlistar-
kimum.
Tómas Guðni á hádegistónleikum
Johann Sebastian Bach.
eins og bókasafnið í Alexandríu,
þar eru ólíkar raddir, listform
og tjáning. Það er örugg ávísun á
áfallastreituröskun að ætla sér að
f lokka þær.“
Spurður hvernig sé að vera rit-
höfundur á COVID-tímum svarar
hann: „Hvað er COVID? Ég hef
verið í sjálfskipaðri einangrun í 40
ár. Er eitthvað að gerast þarna úti?“
Að lokum er hann spurður hvort
hann sé með einhver skilaboð til
íslenskra lesenda sinna. Hann svar-
ar: „Verið sterk, gefist aldrei upp og
munið alltaf eftir uppruna ykkar.“
Næstkomandi þr iðjudag, 23. febrúar, kl. 19.30 verða söngtónleikar í Tíbrá með
Þóru Einarsdóttur, sópran, Hönnu
Dóru Sturludóttur, mezzósópran og
píanóleikaranum Peter Máté.
Titill tónleikanna er Draumar
og brothætt hjörtu, en f luttir
verða einsöngvar og dúettar eftir
Johannes Brahms, Robert Schu-
mann og Clöru Schumann, Hugo
Alfvén, Jórunni Viðar, Tryggva M.
Baldvinsson, Edvard Grieg, Jean
Sibelius, Strauss og fleiri.
Söngtónleikar með Þóru, Hönnu
Dóru og Peter Máté í Tíbrá
Þóra Einarsdóttir söngkona.
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð