Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 82
Ha nd r it shöf u ndu r i n n og leikstjórinn Hekla Elísa-bet Aðalsteinsdóttir tók nú á dögunum við nýju starfi sem starfsmaður þingflokks Pírata. Hún er með einstak-
lega flottan stíl og rómuð fyrir frumlega augn-
förðun og fallegar neglur.
„Mér líkar ljómandi vel að starfa fyrir
Pírata. Samhliða því er ég að ljúka við skrif á
seríunni Brúðkaupið mitt ásamt góðu fólki,
sem Glassriver er að framleiða fyrir Sjón-
varp Símans. Þá er frumraun mín á sviði leik-
stjórnar í sýningu á fjölum Leikfélags Akur-
eyrar um þessar mundir, en þar er verið að
sýna skemmtisýninguna Fullorðin, sem ég
leikstýrði ásamt Mörtu Nordal. Leikarar sýn-
ingarinnar, sem einnig eru höfundar hennar,
fara þar með stjörnuleik og skilja engan eftir
óhlæjandi,“ segir Hekla.
Hvenær byrjaðir þú að mála þig?
„Ætli ég hafi ekki verið um tólf ára þegar ég
byrjaði að fikta með snyrtivörur og lita á mér
augnhár og augabrúnir. Blessunarlega voru
engir snjallsímar í umferð á þeim tíma, svo mér
hefur tekist að láta sönnunargögnin hverfa.“
Eru einhverjar vörur sem hafa fylgt þér
lengi?
„Förðunarvörurnar frá MAC hafa verið stoð
mín og stytta í gegnum súr og sæt tískutíma-
bil.“
Hefur förðunarrútínan þín eitthvað breyst í
heimsfaraldrinum?
„Það sem breyttist helst var að tilefnunum
fyrir íburðarmikla förðun fækkaði umtalsvert
svo ég var allt í einu farin að mæta skrautleg
sem páfugl á fámenn og látlaus mannamót.
Húðrútínan varð bara metnaðarfyllri og
flóknari því tíminn sem ég gat eytt í að rann-
saka og smyrja mig með alls konar efnablönd-
um var gríðarlegur.“
Fréttablaðið fékk að skyggnast í snyrtitösk-
una hennar Heklu.
steingerdur@frettabladid.is
Óhrædd við að
prófa sig áfram
Handritshöfundurinn Hekla Elísabet er rómuð fyrir
flottan og frumlegan stíl. Hún skartar oft maskara í líf-
legum litum, en hún segist helst fá innblástur frá Pint-
erest. Hún vinnur nú að sjónvarpsseríunni Brúðkaupið
mitt, framhaldsseríu af þáttunum Jarðarförin mín.
Hlaupum hraðar
- slítum fjötrana og sækjum tækifærin
Landsmönnum öllum er boðið á Iðnþing 2021 í beinni
útsendingu fimmtudaginn 4. mars kl. 13.00–14.30.
Það er mikilvægt að leggja línur og hvetja til þess að störfum verði fjölgað og verðmæti
aukin. Á Iðnþingi 2021 verður kastljósinu beint að þeim hindrunum sem ryðja þarf úr
vegi á næstu 12 mánuðum til að mögulegt verði að sækja þau tækifæri sem geta
skapað auknar gjaldeyristekjur og aukið nauðsynlega viðspyrnu í efnahagslífinu.
IÐNÞING 2021
Skráning á si.is
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ