Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 88

Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 88
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Margrétar Kristmannsdóttur BAKÞANKAR Vinkona mín ein vann í mörg ár með sér eldri konu sem þótti hress með af brigðum. Hún mætti til vinnu alla daga með bros á vör og það var sama hvað kom upp á – öllu var tekið með jafnaðargeði og leyst eins vel úr hlutum og hægt var. Við starfslok var hún spurð hvernig henni hefði tekist að vera svona létt og kát í gegnum árin og hún svaraði að þetta hefði einfaldlega verið ákvörðun sem hún tók. Hún hefði semsagt komist að þeirri niðurstöðu um miðjan aldur að henni þætti hún sjálf hvorki nógu jákvæð né skemmtileg og ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún gat einfaldlega ekki hugsað sér að verða þannig gamalmenni að af komendur hennar stæðu fyrir utan húsið hennar með kvíðahnút í maga og þyrftu að telja í sig kjark til að hringja bjöllunni þegar þau kæmu í enn eina skylduheim- sóknina. Auðvitað er lífið ekki alltaf dans á rósum og við göngum öll í gegnum erfið tímabil. Mér verður hins vegar oft hugsað til þessarar konu því það er nefnilega ákvörð- un hvernig við mætum hverjum degi og því sem lífið býður upp á. Það skal þó strax sagt að ég kemst ekki með tærnar þar sem þessi góða kona er með hælana – get verið eins og þrumuský og pestin ein, ef marka má aðra fjölskyldu- meðlimi og nána samferðamenn. En mig langar hins vegar til að feta svipaða slóð og þessi góða kona og verða örlítið betri í dag en í gær og enda sem eldhresst gamalmenni ef Guð lofar. Þegar ég halla aftur augunum sé ég mig alveg sem eina af skemmti- legustu ömmunum á Grund með púrtvín í glasi og Abba á fóninum – úðandi jákvæðni í allar áttir. En ég á fjári langt í land og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Púrtvín og ABBA Verslun opin 11-20 – IKEA.is IKEA Bakarí, sænska matarhornið og IKEA Bistro opið 11-20 © Inter IKEA System s B.V. 2021 + + + + + + + + + + + TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT AÐ DV 512 7000 WWW.DV.IS/ASKRIFT ASKRIFT@DV.IS Ábendingahnappinn má finna á: BARNAHEILL.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.