Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 9
7
sem undanfarið. Fjársldpti með niðurskurði fóru fram árið áður í mest-
um hluta héraðsins (sunnan Staðardals), svo að haustslátrun var lítil
og afurðir bænda því litlar, en styrldr vegna fjárskiptanna munu bæta
vel úr. Fólksskortur stendur húskapnum mjög fyrir þrifum.
Hvammstanga. Afkoma almennt góð.
Blönduós. Afkoma góð, afurðaverð hátt, fastur markaður fyrir
mjólk allt árið í fyrsta sinn í sögu héraðsins.
Sauðárkróks. Afkoma manna var yfirleitt góð. Nægileg atvinna á
Sauðárkróki, nema rétt yfir bláveturinn, en þá verður alltaf minna
að gera fyrir allmarga. í sveitum var afkoma einnig sæmileg, að því
er virðist. Mjólkurframleiðslan eykst að mun, en nú var skorið niður
allt fé milli Blöndu og Héraðsvatna, og verður sauðlaust i eitt ár.
Afkoma þeirra báta, sem gerðir voru út, mun yfirleitt hafa verið
slæm, einkum þó á síldveiðunum.
Hofsós. Fjárhagsafkoma sæmileg. Þó varð sumarið mörgum von-
brigði vegna síldarleysisins.
Ólafsfj. Afkoma manna sæmileg, talsverð vinna í landi, í hraðfrysti-
húsunum, við hafnargerð og við byggingar.
Dalvíkur. Afkoma bænda mun hafa verið sæmileg. En skortur fólks
og vinnuvéla er tilfinnanlegur Þrándur í Götu sveitanna, og mæðir
mjög á starfsþreki þeirra, er þar búa, allflestra. Við sjávarsíðuna
var afkoman í rýrara lagi. Vor- og haustvertíð voru sæmilegar, en
sildveiðin brást að mestu.
Akureyrar. Afkoma héraðsbúa yfirleitt góð, enda þótt síldveiðin
hrygðist að mestu leyti eins og á undanfarandi árum. Byggingarvinna
v»r tiltölulega mikil, og enginn, sem vinna vdldi eða unnið gat, þurfti
oð kvarta um atvinnuleysi.
Grenivikur. Afkoma bænda og þorpshúa mun góð, en annað mun
Vera að segja um afkomu útgerðarinnar, sem rekin mun hafa verið
með tapi.
Dörshafnar. Veðurfar var hagstætt til fiskveiða. Afli með mesta
móti. T. d. fiskaði einn maður á trillu fyrir rúmar þrjátíu þúsund
krónur á sumrinu. Heyskapartími bænda reyndist venju styttri, og
misstu nokkrir þeirra hey sín undir fyrstu snjóa.
Vopnafj. Fénaðarhöld góð, að frátöldum fjárpestum, garnaveiki og
hýlaveiki. Fiskafli góður. Atvinna nóg i landi. Afkoma bænda var
allgóð á árinu. Þrátt fyrir sæmilega afkomu og verulega aukin þæg-
mdi flýja menn þó frá sveitabúskapnum. Á árinu hættu 3 bændur
húskap, og IV2 jörð fór i eyði. Afkoma verkamanna var góð, enda
nóg atvinna þann tíma, sem slík vinna verður stunduð hér um slóðir.
Seyðisfj. Afkoma almennings má teljast allsæmileg. Alla vetrarmán-
uÖina er hér í kaupstaðnum stopul vinna fyrir verkamenn, sem eru
tregir að yfirgefa heimilin og fara á vertíð, en margir hafa kú og
kindur, sem þeir annast yfir veturinn, þó að engan veginn borgi sig,
ef mennirnir hefðu fasta vinnu. Síðastliðinn vetur var Síldarbræðslan
starfrækt um tíma við að bræða Hvalfjarðarsíld, og skapaði það tals-
verða vinnu og hana vel borgaða. Sumarbræðslan var aftur lítil, en
þá var nægileg vinna, aðallega við húsabyggingar. Nokkrir verkamenn
hafa nú fasta vinnu allt árið á hinum nýja togara, ísólfi.