Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 37
35
við pensilín, sem konu hans var falið að gefa, vegna fjarlægðar frá
iækni og ófærðar að vetrarlagi. Sjúklingur þessi hafði hálfu ári áður
haft igerð í fingri, sem greri seint, og óspart verið notað súlfasmyrsl;
fékk hann að lokum generelt erythem, en fingurmeinið greri fljót-
lega, er gripið var til hins gamaldags Perúbalsams. Þegar hann svo
veiktist með lungnabólgu, hætti ég á að láta gefa honum súlfadíazín
til reynzlu, en hann þoldi ekki fyrsta skammtinn, kastaði honum upp
og fékk kláða og þrota í fingurinn, sem löngu var gróinn, en hafði
áður verið smurður súlfaáburði. Ekki er mér grunlaust um, að við
lœknar hér á landi notum og fáum fólki óhæfilega mikið af siilfalyfj-
uni, sem alltaf er hætta á, að geri meira ógagn en gagn, sbr. dæmi
hóndans.
Blönduós. Roskinn maður, sem lengi hafði verið veill fyrir brjósti, dó.
h'ékk taksótt báðum megin, og kom hvorki að gagni súlfalyf né pensilín.
Eg tók upp þá reglu að gefa eina stóra pensilíninndælingu, er ég var
sóttur til lungnabólgusjúklinga, og láta þá síðan halda áfram með
súlfatöflur. Mér reyndist þetta vel. Vanalega var þá notað pensilín í
oliuemúlsíón.
Sauðárkróks. Aðeins skráðir 2 sjúklingar á árinu og' enginn dáinn.
Annars verður nú ekki alltaf greint á milli taksóttar og kveflungna-
hólgu, svo að víst sé. Lungnabólga hefur verið með minnsta móti i ár.
Hofsós. Allmörg tilfelli, flest í gömlu fólki. Ekkert dauðsfall.
Dalvíkur. Eitt einasta tilfelli á árinu, frekar vægt.
Akureyrar. Má telja hér mjög sjaldgæfan sjúkdóm. Við hann eru
notaðar sömu lækningar og við kveflungnabólgu með ágætum árangri.
Dórshafnar. 4 væg tilfelli.
Nes. Dreifð. Batnaði öllum vel við súlfagjöf eða pensilín.
Breiðabólsstaðar. Nokkur væg tilfelli.
Laugarás. 1 tilfelli. Pensilin, bati.
Keflavikur. Nokkur tilfelli á árinu, sem bötnuðu við súlfa og pensilin.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Síúkl......... 8 781 1566 29 94 34 12 16 357 157
Stungu sér enn niður hér og þar, samtals í 14 héruðum, og virðist
*nn verulegan faraldur hafa verið að ræða í 3 þeirra (ísafj., Búða og
' íhur). Strjálast, er liður á árið, en verður þó enn vart i Reykjavik
°8 (Ú’ennd í desember.
Eæknar Iáta þessa getið:
Kvik. Aðallega í marzmánuði.
Hafnarfj. Aðeins fá tilfelli, leifar af fyrra árs faraldri.
Holungarvikur. 1 siúklingur skráður með rauða hunda. Hafði sjúk-
c °niur þessi verið á Isafirði.
Hafj. Fylgdi í kjölfar mislinganna fyrstu 4 mánuði ársins.