Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 228
226
3. Þnng sýking: $ 28 ára.
Sjúklingurinn veiktist 15. nóvember með stirðleika og verk aftan i hnakkan-
um og niður eftir balci. Hún hafði þá einnig vöðvaverki i öllum útlimum, en enga
lömun. Hitinn var um 37,8°, en lækkaði síðan smámsaman niður i 4—6
strik að kvöldi, og hún var hitalaus að morgni. Hinn 10. desember fór hitinn að
hsekka aftur smámsaman, upp i 37,9° 14. desember. Þá fékk hún létta lömun i vinstra
fót. Um hádegi 15. desember var komin alger lömun á vinstra fæti, og reflex-
arnir voru horfnir. Þá var einnig horfið sársaukaskvn og hita- og kuldaskyn á
vinstra fæti og læri. Tveim dögum seinna, eða 17. desember, fékk hún algera lömun
á hægra handlegg. Þó var alltaf einhver hreyfing á fingrum og tám á hægri hendi
og fæti. Reflexar fóru alveg á lömuðu limunum. Hinn sama dag lamaðist hún
einnig á hálsi og baki og gat þannig ekki hreyft höfuðið. Vinstri handleggur
slapp að mestu eða öllu leyti. Sjúklingurinn fékk létta þvagblöðrulömun, sem
stóð um viku tíma, en þó losnaði hún við þvag án leggs með þvi að nota heita
bakstra. Þenna sama dag, eða 17. desember, fékk hún svirna og snert af yfir-
liði, en um leið átti hún mjög erfitt um andardrátt, og púlsinn fór niður i 30 slög
á mínútu. í næstu 5 daga fékk hún svona köst einu sinni til tvisvar á dag, og gaf
læknir henni sá stimulantia. Hiti varð aldrei hærri en 38,1°.
Síðan hefur sjúklingurinn legið rúmfastur, þar til þetta er skráð, 19. janúar.
Hinn 7. janúar var henni verulega farið að batna, en djúpir reflexar á neðri út-
limum voru ekki komnir. 16. janúar var komin talsverð hreyfing á hægra handlegg,
aðallega framhandlegg. Engin hreyfing var um axlarlið. Hægri fótur: Sjúkling-
urinn getur hreyft tær á hægra fæti vel og beygt og rétt vel í hnélið. Hún getur
beygt talsvert i mjöðm og abducerað lítils háttar. Rotation er góð. Á vinstra fæti
og læri er engin hreyfing. Djúpir reflexar eru hins vegar orðnir mjög liflegir á
öllum útlimum. Sjúklingurinn hefur svitnað mikið í þessari legu, en sofið sæmi-
lega. Hægðir hafa verið sæmilegar.
Sjúklingurinn fékk liðagigt með hita seinna hluta siðast liðins sumars. Slík
köst komu öðru hverju um það bil, þar til núverandi sjúkdómur byrjaði. í október
fékk sjúklingurinn eymsli og verki i kvið neðanverðan. Læknir taldi þetta stafa
frá salpingitis, og hún fékk penicillin frá 6. til 13. nóvember. Þá var penicillingjöf
hætt vegna hækkandi hita. Penicilliuskammtur var 40 þúsund einingar þriðju hverja
klukkustund á daginnn, en 120 þúsund einingar að kvöldi, sem átti að nægja í
næstu 9 klukkustundir. Sjúklingurinn hefur tvisvar áður fengið salpingitis, sem
batnaði við penicillin.
Þótt sjúklingnum hafi batnað verulega, svo sem að ofan segir, liefur hún greini-
lega liypoalgesi á báðum fótum og á hægra handlegg. Hreyfingar á höfði eru uú
orðnar eðlilegar.
Lýsing þessi er skráð samkvæmt frásögn Ólafs Sigurðssonar, læknis, sem stund-
aði sjúklinginn frá upphafi.
Faraldur þessi hefur að mörgu leyti hagað sér ólikt því, sem venju-
legt er um mænusótt. Eins og áður segir, var fjöldi skráðra sjúklinga
á Akureyri orðinn 421 hinn 15. janúar, svarar það til ca. 6% íbúanna;
mun það a. m. k. vera óvenjulega há hlutfallstala, en að vísu munu
nú skráð hlutfallslega flciri af hinum vægari tilfellum en áður. Þó að
ca. 30% sjúklinga séu skráðir með lamanir, eru þær í flestum tilfell-
uin svo vægar, að gera má ráð fyrir, að þær hverfi von bráðar alveg,
en líkur eru taldar til, að varanlegar lamanir hljóti ekki nema 10
manns, þ. e. ca. 2,5%.
Þá hefur og enginn dáið, en lægsta dánartala í meira háttar far-
öldruin hér á landi til þessa, er tæplega 3%, 1946 (faraldurinn 1946
hélt þó áfram næsta ár, en skýrslur um fjölda dauðsfalla það ár cru
ekki enn fyrir hendi).
Aldursskiptingin (sbr. töflu II) er og allfrábrugðin því, sem áður
hefur verið í mænusóttarfaröldrum, t. d. eru aðeins tæp 13% innan