Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 81
79
þrátt fyrir pensilínmeðferð. Hinir fengu venjulega lyflæknismeðferð
að viðbættu 100000 einingum af pensilíni á 3 stunda fresti. Voru síðan
sendir til Reykjavíkur til uppskurðar, 4—8 vikum eftir að kastið var
liðið hjá.
Víkur. 5 tilfelli.
Vestmannaeyja. Gert að veikinni í byrjun kasts (hnífsaðgerð), ef
til þess fæst samþykki hlutaðeigenda.
7. Asthma.
bingeyrar. 5 ára drengur hafði þenna kvilla, en aldrei þungan. Virtist
hafa rjátlazt af honum.
Hvammstanga, Næsta algengur kvilli. 7 tilfelli skráð á árinu, 2 slæm.
Vopnafj. 2 tilfelli.
Búða. Sðmu sjúklingar og áður. 2 þeirra fá ephedrin. Benadryl og
^yribenzamen hef ég reynt, en árangur er vafsamur.
Breiðabólsstaðar. Einn sjúklingur þungt haldinn. Oftast dugar
aminophyllin vel í slæmu köstunum, en adrenalín hektospray notar
hann að staðaldri.
Vestmannaeyja. Veit um 6 sjúklinga í héraðinu, sem flestir hafa þol-
anlega heilsu með notkun lyfja. Fá stundum slæm köst, þegar kvef
§engur.
8. Avitaminosis.
Búðardals. 2 sjúklingar. Voru báðir á ströngum diet vegna magasárs.
í'eiin batnaði fljótt við vítamíngjöf.
Reykhóla. Hef feng'ið nokkur sjúkdómstilfelli á árinu, sem benda
Jttjög á hypovitaminosis B og C, og hafa þau oftast batnað við gjöf
þessara vítamína. Beinkramareinkenni á börnum hef ég ekki orðið var
^ð, enda ríkir mikill og almennur áhugi hjá fólki fyrir þvi að gefa
nórnum lýsi, og er þess mikil þörf, þar eð nýmetisslcortur er í hér-
nðinu allt árið.
Flateyrar. Varð vart svipað og áður. Eru skráð 9 skyrbjúgstilfelli,
ö beinkramartilfelli, en öll létt. Auk þess bar nokkuð á einkennum B-
.jörviskorts.
Hólmavíkur. Alltaf sjást nokkur hörmuleg beinkramartilfelli, þrátt
yiir lýsisgjafir og gott viðurværi. Verstu tilfellin eru nú tekin til
Seislalækninga hjá héraðslækni.
HofsóS' Aðallega Bi-, C- og D-fjörefnaskortur.
Brenivíkur. Nokkur brögð eru að vítamínskorti, og þá helzt Bi og
þegar fer að líða á veturinn. Hefur mörgum sjúklingum, er ég hef
^efið þessi vítamín, batnað vel af þeim. Eitt tilfelli af rachitis kom fyrir
11 nrinu. Batnaði það við kalk- og Iýsisgjöf. Börnum er yfirleitt snemma
Sefið lýsi.
Þórshafnar. 4 tilfelli.
vopnafj. 5 tilfelli.
Seyðisfj. Mér hefur fundizt C-bætiefni oft draga úr kvefsækni og
*lnhimnubólgum, enda er farið að ráðleggja það í stórum skömmtum
a*lt að þúsund mg í skammti) við catarrhus respiratorius acutus.
Biíða. Gerir nokkuð vart við sig, einkum skortur á B- og C-bætiefn-