Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 62
60
sakað (alls 416 manns). Á Skagaströnd og Blönduósi var einnig margt
manna rannsakað (alls 498). Að öðru leyti var rannsóknunum hagað
eins og að undanförnu og aðallega rannsakaðir nemendur og starfs-
fólk héraðsskólanna og fólk samkvæmt vali héraðslækna. Á þessu ári
voru 1842 manns bólusettir gegn berklaveilti á heilsuverndarstöðinni
í Reykjavík. Voru það aðallega börn og unglingar. Úti um land hefur
bólusetning Iítið verið notuð enn sem komið er og aðeins í sambandi
við herklaveik heimili samkvæmt tilvísun héraðslækna. llndir umsjá
heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavílc var framkvæmd heildarrann-
sókn á íbúum Kópavogshrepps og íbúum Seltjarnarneshrepps. í Kópa-
vogsshreppi voru alls rannsakaðir 914 manns, eða 97,3% þeirra, er
taldir voru færir um að koma til rannsóknarinnar. Með virka berkla-
veiki fundust 4, og voru þeir allir óþekktir áður (4,4%0 hinna rann-
sökuðu). í Seltjarnarneshreppi voru alls rannsakaðir 514 manns, eða
91% þeirra, er taldir voru geta komið til rannsóknar. Þar fannst eng-
inn með virka berklaveiki. Fyrra helming þessa árs dvaldist berkla-
yfirlæknir erlendis. Annaðist berklavarnarstöðin í Reykjavík (lækn-
ar: Óli P. Hjaltested, Jón Eiríksson og Ólafur Geirsson) berklayfir-
læknisstarfið í fjarveru hans. Scint á þessu ári voru keypt til landsins
röntgenskyggnimyndatæki (photo-röntgen-unit). Voru þau fengin frá
Picker röntgenfirmanu í Bandríkjunum. Með tæki þessu er auðvelt að
taka 1—2 hundruð skyggnimyndir á klst. Stærð myndanna er 70 mxn.
Þó að tækin séu mikil fyrirferðar, eru þau gerð sem ferðaröntgen-
tæki, og er því tiltölulega auðvelt að ferðast með þau, að minnsta
kosti til allra stærstu kaupstaða landsins. Munu tæki þessi auðvelda
mjög framlcvæmd berldarannsókna í landinu, og ættu þær að geta
stóraukizt á næstu árum. Þar sem tækin komu rétt fyrir áramótin,
hófst rannsókn eigi með þeim á þessu ári. Var þeim komið fyrir í
húsinu Thoi’valdsensstræti 6 og því breytt á þann hátt, að þar mætti
fyrst um sinn framkvæma allar hóprannsóknir, er gerðar verða á veg-
um berklavarnarstöðvarinnar i Reykjavík.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Talið er, að 12 hafi dáið á árinu úr alls konar berklaveiki, og
er þetta mjög' mikil lækkun á dánartölunni.
Hafnarfí. Eftir berklaprófum í barnaskólunum að dæma er ekki
mikið um nýsmitanir að ræða. Allir, sem eitthvað hafa virzt grunsam-
legir, hafa verið sendir í Líkn til athugunar. Utan Vífilsstaðahælisins
hefur enginn dáið úr berklaveiki í héx'aðinu á árinu.
Akranes. Á árinu skráðir 4 sjúklingar, sama tala og á fyrra ári.
Einn sjúklinganna endurskráður. (Á berklaskýrslu sinni telur héraðs-
læknir 3 frumskráða og 2 endurskráða). Annar var úr berklafjöl-
skyldu. Hinn þriðji var 29 ára karlmaður, áður hraustur. Ekki er
berklaveiki á heimilinu, en hann hafði undanfarið búið í nágrenni við
berklaheimili. Hinn fjórði var 25 ára gömul kona, áður hraust og ekki
vitað um smitunartækifæri.
Borgarnes. Enginn nýr sjúldingur. Gömlu sjúklingarnir áframhald-
andi hressir og batnandi. Við barnaskólaskoðun kom fram 1 drengur
Moro-f-, en -f- árið áður. Heimilisfólkið gegnlýst og hlustað, en ekki