Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 129
127
baðherbergi (hið eina í húsinu) og gangur, sem nota verður fyrir bið-
stofu í heimsóknartíma læknis. Enginn sérinngangur er í skýlið,
ekkert þvottahús, hvorki fyrir skýlið né læknisíbúðina, en kolakynt-
ur þvottapottur er í miðstöðvarklefanum við hliðina á miðstöðvar-
katlinum, þar sem moka þarf oft á dag kolum og ösku. Af hinum 4 her-
bergjum skýlisins hefur hið minnsta þeirra verið útbúið sem eldunar-
pláss, sett þar inn laust eldhúsborð og gömul aflóga rafeldavél, engin
vatns- eða skolpleiðsla í herberg'inu, engin geymsla. Eitt herbergið
af hinuin 3 var svo æilað hjúkrunarstúlku, en engin stúlka hefur
í 2 ár síðast liðin tekið í mál að vinna við þessar aðstæður. Svo
virðist, þegar húsið var reist, sem lælcninum og fjölskyldu hans
hafi verið ætluð öll hjúkrun og umönnun sjúklinga á skýlinu, svo
og matsala.1) En eins og nú er, þegar ómögulegt reynist að fá stúlk-
ur til húsverka, hvaða kaup sem boðið er, tel ég engan geta ætlazt
til þess, að kona læknisins bæti á sig' þeirri vinnu við rekstur
sjúkraskýlisins, ofan á umfangsmikil heimilisstörf.2) Fjölda annarra
ágalla mætti nefna, en ég læt þetta ág'rip nægja að sinni. Viðunandi
lausn á þessu sjúkraskýlismáli tel ég' ekki að fáist nema með bygg'ingu
sértaks húss.3)
Þingeyrar. Sjúkraskýlið rekið með sama fyrirkomulagi og áður.
Flateyrar. Sjúkraskýlið rekið með svipuðum hætti og síðast liðið
ár, en aðsókn mun minni, enda betra heilsufar í héraði. Svo fór, sem
vænta mátti, að stúlka sú, sem gætti skýlisins, fór með vorinu. Fékkst
þá engin um skeið, en í júli fékkst önnur og þá fyrir helmingi hærra
baup. Útkoman er því léleg.
Bolungarvíkur. Fyrirhuguð er ný bygging læknisbústaðar með
sjúkrastofum. Er ráðgert, að á henni verði byrjað á næsta vori.
ísafi. Aðsókn að sjúkrahúsinu fer stöðugt minnkandi, og er í ár með
aHra minnsta móti, eða 12640 legudagar. 1941 voru legudagarnir
17234. Þessi minnkandi aðsókn að sjúkrahúsinu á sér vafalaust marg-
ar orsakir, en þó mun hér þyngst á metunum þverrandi berklaveiki
1 héraðinu, bæði vegna þess, að færri veikjast, og einnig þess vegna,
a® þeim fáu, sem veikjast, er nærri samstundis hægt að koma á hæli.
AIIrnikil viðgerð fór fram á sjúkrahúsinu á árinu. Gangagólfin, sem
nijög voru farin að slitna, þótt alltaf hafi verið dúklögð, varð að
Jlaggva upp og steypa á þau nýtt slitlag og dúkleggja að nýju. Hring-
lngarkcrfi hússins var endurnýjað. Ný röntgentæki voru keypt,
»Mobilex“.
Hólmavikur. Sjúlcraskýlið gamla ekki starfrækt fremur en undan-
lurin ár. MikiII hagi hefur verið að sjúkraskýlisleysinu. Allmörg heim-
]I1 á Hólmavík hai'a af velvild veitt aðkomusjúkiingum húsaskjól, og
°It hefur héraðslæknir út úr neyð orðið að liafa sjúklinga á heimili
?lnu> þótt húsnæði sé lítið og óhentugt til slíkra hluta. Hafin var bygg-
lng hins nýja læknisbústaðar með sjúkrastofum í júnímánuði. Miðar
Því verki vel áfram; var komið undir þak í september, og útlit er fyrir,
!) Auðvitað er slikur smáskýlisrekstur óhugsandi á aðra iund.
2) Þar eru vandkvæðin.
3) Hver fengist til að reka það, og hver yrði kostnaðurinn?