Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 19
17
Hólmavíkur. Fólki hefur enn fækkað nokkuð í héraðinu; m. a. hafa
l)rjár stórar fjölskyldur flutzt i burtu.
Hoammstanga. Nokkur fólksfækkun í ár eins og undanfarið.
Blönduós. Fólksfjöldi jókst í héraðinu, og var döngun mikil í mann-
fólkinu, því að fæðingartala var hærri en verið hefur siðustu áratugi.
I’ jölgun þessi varð mest í Höfðakaupstað, þar sem íbúatala hækkaði
lun 20%, og orsakaðist hún að nokkru leyti af innflutningi utanhér-
aðsfólks, eins og siðustu árin, en einkum þó vegna flutnings úr nær-
sveitunuin. Enn sem fyrr var þó nokkur útflutningur úr héraðinu, og
11,Uu það hafa numið því, að 12 manns fleira flyttist út en inn.
Sauðárkróks. Fæðingar með flesta móti. Manndauði mun aðeins ofan
' ið meðallag.
Hofsós. Fólksfækkun með minnsta móti í héraðinu, miðað við þau
ar, sem ég hef starfað hér.
Ólafsff. Fólksfjölgun með mesta móti nú í mörg ár.
Halvilcur. Fólksfjölgun lítils háttar varð á árinu. Undanfarin ár hafði
fólkinu fækkað nokkuð í héraðinu.
d kureyrar. Sú fjölgun, sem orðið hefur í liéraðinu, að mestu leyti
'crið i Akureyrarbæ og straumurinn legið úr sveitunum þangað.
Grenivikur. Fólkinu í héraðinu fer frekar fækkandi; margt hefur
a‘ðzt af börnum í Grýtubakkahreppi, en ekkert í Draflastaðasókn.
Bóshafnar. Segja má, að fólkstalan stæði í stað á árinu.
Seyðisff. Flóttinn út í óvissuna heldur enn áfram.
Nes. Fólki fjölgar eðlilega í Neskaupstað, en stendur í stað í sveit-
uuum.
Biíða. íbúum héraðsins fækkaði nokkuð á árinu.
Bjúpavogs. lbúatala héraðsins svipuð og árið áður. Fólk virðist ná
ller háum aldri, þrátt fyrir fátækt og erfiði undanfarinna ára, svo og
cinangrun. Af 10 látnum voru til dæmis 6 yfir áttrætt.
Hafnar. Héraðið hefur bætt við sig (ncttó) 30 sálum, og er það gleði-
nýbreytni.
Breiðabólsstaðar. Fólki fækkaði um rúmlega tvo af hundraði, þrátt
yrir meira en þrisvar sinnum fleiri fæðingar en dauðsföll. Það er
í1® risu satt, að flóttinn úr sveitinni er þjóðartjón, en harðast kemur
líUin samt niður á sveitunum sjálfum. Margir eru orðnir þeirrar skoð-
Unar, að frumorsök þessa andstreymis sé fjármagnsstraumurinn úr
?Vcitinni. Það eru fá fyrirtæki, sem A'eita peningum bænda inn í sveit-
Unav aftur, heldur streyma þeir jafnt og þétt til Reykjavíkur og ann-
’Ul'a kaupstaða í landinu, bæði i gegnum verzlanirnar og cinnig eftir
i rum leiðum. Fleiri orsakir koma hér til greina, svo sem lélegt félags-
egt og andlegt líf, skemmtana- og þægindaskortur o. s. frv., en hitt er
uu aðalorsökin. Sveitirnar ættu sjálfar að sjá um það og krefjast þess,
■>o fjármunum þeirra sé varið til arðbærra framkvæmda og fyrirtækja
' sjálfum sveitunum. Auðvitað þarf jafnframt að vinna ósleitilega að
‘Uikinni menningu og' andlegu lífi, en það er eins og það eigi bágt
111 eÓ að þróast annars staðar en þar, sein afkomumöguleikar manna
eru sæmilegir.
Stúrólfshvots. Fólki fækkaði enn í héraðinu, en allmiklu minna en
Undanfarin ár, þótt enn sigi á ógæfuhlið, hvað þetta snertir.
■
3