Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 128
126
unarkona, Ketty Roesen, sem ráðin var til árs. Ung bóndadóttir úr
Svínavatnshreppi var ráðin til ljósmóðurnáms, sem hún byrjaði um
haustið. Er ætlunin að láta hana sitja á Blönduósi ásamt þeirri, sem
þar er fyrir, og skipta þær með sér störfum.
Hofsós. Enn þá skortur á Ijósmæðrum. Þó hefur ein tekið til starfa
á árinu í viðbót við þær, sem fyrir voru.
Dalvikur. 2 nýjar Ijósmæður, ungar og nýkomnar úr Ijósmæðraskól-
anum, tóku við embættum sínum, önnur í Hrísey, hin á Dalvík.
Alcureyrar. Engar breytingar urðu á heilbrig'ðisstarfsmannaliði
læknishéraðsins á þessu ári.
Seyðisfj. Heilbrigðisstarfsmenn sömu og áður, en Ijósmóðurskipti
urðu þó í Seyðisfjarðarumdæmi 1. marz 1948.
Vestmannaeyja. Þeir sömu og áður, að undanskildum tannlækni
Ólafi Thorarensen, en hann fluttist burt í maí og settist að á Akranesi.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVII
49 alls og er óbreytt tala frá síðast liðnu ári.
Rúmafjöldi allra sjúkrahúsanna telst 1224. Koma þá 8,8 rúm á
hverja 1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 43 með 753 rúmum
samtals, eða 5A%c Rúmafjöldi heilsuhælanna er 257, eða 1,9%C.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Sjúkrahúsið hefur verið rekið með sama hætti og áður.
Aðsókn að sjúkrahúsinu hefur verið talsverð.
Akranes. Smíð sjúkrahússins hefur miðað betur áfram á þessu ári.
Hefur nú verið sett miðstöð í húsið og vatnsleiðslur og unnið að máln-
ingu. Enn fremur er tekið að setja upp lyftuna, þegar þetta er ritað.
Búðardals. Sjúkraskýlið ekki starfrækt á árinu, og ligg'ja til þess
söinu ástæður og áður, þ. e. engin manneskja fæst til að liugsa um eða
lijúkra sjúklingum; einnig er sjúkraskýlinu svo illa viðhaldið, að vart
er mögulegt að hafa þar sjúkling. Gengur og erfiðlega að fá nokkuð
viðgert. Enginn veit enn, hvað gert verður i læknisbústaðamálinu, og
ekkert heyrist frá yfirvöldunum í því efni. Virðist ekkert sennilegra
en að enn þá dragist, að þessu nauðsynjamáli verði hrundið í fram-
kvæmd.
Patreksfj. Erfiðlega hefur gengið með fólkshaldið á sjúkrahúsinu,
sérstaklega að fá lærðar hjúkrunarkonur. Það gengur víst fullilla að
útvega þær í Reykjavík, svo að ekki er von á góðu hér úti á landshorni.
Lengst af hefur okkur þó tekizt að útvega fulllærða hjúkrunarkonu,
en seinast á árinu lentum við í algerðum vandræðum. Það varð eina
úrræðið, að kona min, sem er þaulvön hjúkrunarkona, þó að hún hafi
ekki fulllokið námi, varð að taka að sér hjúkrunina. En það getur nátt-
úrlega ekki endurtekið sig, því að hún hefur nógu öðru að sinna.
Bíldndals. Sjúkraskýli héraðsins var ekki rckið á árinu, enda er
fyrirkomulag þess, húsrúm og áhöld, þannig, að vonlítið er, að um
rekstur verði að ræða, að óbreyttuin ástæðum. Húsrúm sjúkraskýl-
isins eru 4 herbergi í kjallara læknisbústaðarins, 3 þeirra mjög lítil,