Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 116
114
særðist á auga af púðursprengju — „kínverja". 3 ára bax-n gleypti
riffilpatrónu, sem hrökk niður í lunga. Var sent til Seyðisfjarðar til
gegnlýsingar. Fékk eftir pensilíngjöf ákaft hóstakast og hóstaði upp
patrónunni. Lítill drengur skar sig á ljá allmikið sár á kálfa. Barn
sleikti bolla, sem í hafði verið eitursódaupplausn. Brenndist á vöruin
og tungu, en hlaut ekki af því varanlegt tjón. 11 manneskjur brennd-
ust lítils háttar.
Seyðisfí. 3 ára drengur var sendur hingað í sjúkrahúsið með aspira-
toriska lungnabólgu, en ofan í barnið hafði hrokkið fyrir nokkru
riffilskothylki. Röntgenmynd sýndi corpus í v. lunga út frá hilus um
miðbik. Sjúklingurinn fékk þegar pensilín, bg á 3. sólarhring hóstaði
barnið upp coi-pus alienum og varð alhata á nokkrum dögum. Stærð
hylkisins var 0,5 sinnum 1,5 sm. Engin alvarleg slys urðu í læknis-
héraðinu, en i Borgarfirði brenndist 3 ára barn mjög alvarlega og var
6 mánuði í sjúkrahúsinu hér, en sár þess græddust að lokum. í Loð-
mundarfirði datt 6 ára drengur af hestbaki og féklc fract. supra-
condylica humeri sinistri. Hann var einnig fluttur í sjúkrahúsið og
batnaði vel. 3 Englendingar af togurum voru til meðferðar í sjúkra-
húsinu vegna beinbrota (fract. femoris, cruris og complicata pedis).
Ýmis smá meiðsli komu fyrir, sem ekki tekur að tilgreina nánar.
Nes. Slysfarir flestar smávægilegar. Fract. cruris, 8 ára drengur;
malleoli, 46 ára maður; antibrachii, 2 ára telpa; radii, 5 ára drengur;
claviculae 2, 5 ára drengur og 16 ára stúlka; costae 2, menn 21 og 40
ára; mandibulae, 23 ára maður; ossis metacarpi IV, drengur 13 ára.
Lux. humeri, 20 ára stúlka; talo-cruralis ásamt fract. malleoli externi,
64 ára kona. Subluxatio radii 2, 3 ára stúlka og 2 ára drengur. Comnio-
tiones cerebri 2, hvort tveggja 4 ára drengir. Vulnera 102, flest smá-
vægileg. Combustiones 14. Corpora aliena 42. Allir urðu jafngóðir
af meiðslum þessum.
Búða. Auk fjölda minna háttar meiðsla, svo sem krókstungna,
skurðsára og mars ýmiss konar, komu fyrir á árinu: Fract. Collesi
1, ossis metacarpi manus dextrae 1, phalangis I digiti I manus sinistrae
1. Lux humeri 2. Vulnus incisum regionis frontis (bifreiðarslys) 1.
ásaint commotio cerebri. Maðurinn ók jeppabíl; á honuin var full tunna
af smurningsolíu. Hann ók út af veginum, lenti með höfuðið á steini
og skarst mjög illa, auk þess sem tunnan lenti ofan á honum og
marði hann á baki og hægri öxl. Á öðrum manni skarst í sundur há-
sinin á vinstra fæti. Maðurinn var á leið á engjar; var á reiðhjóli,
sem hann hafði fcngið lánað. Strigapoki var vafinn um Ijáinn og Ijár-
inn bundinn við orfið langsetis og hvort tveggja bundið við „gaffal"
reiðhjólsins. Á leiðinni var alldjúpt gil yfir að fara. Þegar maðurinn
kom niður í miðja brekkuna, vildi liann draga úr hraðanum, en komst
þá að því, að hemlar reiðhjólsins voru ónýtir. Stórgrýttur lælcjarfarveg-
ur var í botni gilsins og fyrirsjáanleg mikil lemstur, ef hann héldi ferð-
inni áfram. Hann tók því það ráð, sem eitt var fyrir hendi, að kasta
sér af hjólinu, en svo slysalega tókst til, að oddur ljásins stakkst í
vinstri hásin hans og skar hana sundur.
Djúpavogs. 2 drukknanir urðu á árinu; Bóndi, 58 ára gamall, fannst
örendur í grunnu vatni í á rétt hjá bænum. Ungur piltur í Breiðdal