Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 38
36
Akureyrar. 3 tilfelli komu fyrir í janúar, öil tilfellin létt. Að öðru
leyti hefur sjúkdómurinn ekki gert vart við sig á árinu.
Þórshafnar. 1 tilfelli (útlendingur).
Búða. Nokkur tilfelli fyrstu 3 mánuði ársins.
Víkur. Byrjuðu í febrúar og tíndu nokkra upp nœstu mánuði.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjúkl......... 64 33 158 321 456 261 65 22 13 193
Dánir ........ 1 „ „ 1 2 1 „ „ „
Skarlatssótt, sem svo Iítið hefur gætt hin síðast liðnu ár, færðist nú
aftur í auka, einkum síðasta ársfjórðunginn, og mátti heita faraldur
í Reykjavík og grennd, svo og í Vestmannaeyjum. Öllum læknum kem-
ur saman um, að veikin hafi verið óvenjulega væg og þess vegna iðu-
lega vandgreind.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Allmikið bar á þessari veiki þetta ár og miklu meira en næstu
3 ár á undan. Varð vart alla mánuði ársins (ekki skráð í febrúar), en
ekkert að ráði fyrr en 3 síðustu mánuði þess. Flestir skráðir í desem-
ber. Enginn talinn dáinn. Var hvort tveggja, að veikin var væg, og þó
ekki síður hitt, að nú er pensilínið koinið til sögunnar, og virðist það
ætla að breyta algerlega viðhorfi til þessarar farsóttar. Ég hafði reynt
að verða mér úti um upplýsingar frá útlöndum um notkun þessa lyfs
við þessari veiki og áhrif þess á gang hennar og bata. Samkvænit
upplýsingum þeim, sem ég fékk um þá reynslu, leyfði ég mér að breyta
til um allar sóttvarnir gegn veiki þessari, og þar sem ég tel þetta tíma-
mót í þeim vörnum, vil ég fara nokkrum orðum um þær. Sóttvörnum
gegn skarlatssótt hagaði ég áður þannig: Fyrst og fremst reynai ég að
senda alla sjúklinga á Farsóttahúsið. Þó kom fyrir, að ég leyfði að
einangra sjúklinga heima, ef heimilisfólkið vildi vinna það til að lcggja
á sig langa einangrun, enda vildi ég aldrei beita valdi í þeim efnum.
Var þá skemmstur einangrunartími sjúklinganna á sjúkrahúsinu eða
í heimahúsum 5 vikur, talið frá byrjun veikinnar, cnda kæmu þá engir
fylgikvillar, svo sem eyrnabólga, sem oft gat lengt timann allmikið.
Ef sjúklingurinn fór á Farsóttahúsið, sem oftast átti sér stað, yar
heimili sjúklingsins í sóttkví í viku, eftir að sjúklingurinn fór af heim-
ilinu, ef engir fleiri veiktust, og ef þannig vildi til, þá viku frá þvi
að síðasti sjúklingurinn var burtu fluttur. Þó lcyfði ég allajafna fyrn'-
vinnunni, húsbóndanuin, að stunda vinnu sína, einkum cf um verka-
mann var að ræða, sem stundaði útivinnu. Vildi ég firra heimili íjar-
hagslegu tjóni, eftir því sem unnt var, og er mér ekki kunnugt um,
að slíkt komi nokkurn tíma að sök, enda var fólkið jafnan svo þakk-
látt þeirri tilhliðrunarsemi, að það fylgdi settum fyrirmæluin til hius
ýtrasta. Þrátt fyrir þenna langa einangrunartíma verður því þó ekki
neitað, að fyrir kom, en örsjaldan. að sjúklingurinn smitaði frá sér ettir