Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 132
130
Heilsuverndcirstöðvar.
1. Heilsuverndarstöð Reijkjavikur.
Berklavarnir. Árið 1948 voru framkvæmdar 16770 læknisskoðanir
(17581 árið 1947) á 9532 sjúklingum (9369). Tala skyggninga var 15121
(15273). Annazt var um röntgenmyndatöku 599 (505) sinnum. Auk þess
voru framkvæmdar 4664 (3991) blástursaðgerðir. 100 sjúklingum (100)
var útveguð sjúkrahúss- eða heilsuhælisvist. Berklapróf var fram-
kvæmt á 4661 (3321) manns. 3185 þeirra voru i unglingaskólum.
Enn fremur var annazt um 649 hrákarannsóknir (739); auk fjölda
ræktana var 97 (104) sinnum ræktað úr magaskolvatni. Séð var
um sótthreinsun á hcimilum allra smitandi sjúklinga, er til stöðv-
arinnar leituðu á árinu. 1842 manns (894), einkum börn og unglingar,
voru bólusettir gegn berklaveiki. Byrjaði Berklavarnarstöðin lítils
háttar á starfsemi þessari 1946, einkum þegar berklaveik heimili áttu
i hlut. Bólusetning hefur síðan aukizt jöfnum skrefum, og er nú stefnt
að því að bólusetja sem flesta unglinga. Þannig var t. d. barnaskóla-
börnum á aldrinum 11—13 ára, sem neikvæð reyndust við berklapróf,
gefinn kostur á bólusetningu á síðast liðnum vetri. Skipta má þcim,
er rannsakaðir voru, í 3 floklca: 1) Þeir, sem voru undir eftirliti stöðv-
arinnar og henni því áður kunnir, alls 765 manns (966), þar af karlar
280, konur 421, börn 64. Meðal þeirra fannst virk berklaveiki í 91 (72),
eða 11,9% (7,5%). í 51 tilfelli (6,7%) var um sjúklinga að ræða, sem
veikzt eða versnað hafði frá fyrra ári. Hinir 40 höfðu haldizt svo til
óbreyttir frá 1947. 29 (37) sjúklingar, eða 3,8% (3,8%), höfðu smit-
andi berklaveiki í lungum. 2) Þeir, sem visað var til stöðvarinnar í
fyrsta sinn, eða liöfðu komið áður, án þess að ástæða væri til að
fylgjast frekar með þeim, alls 5401 manns (5360), karlar 1467 (1473),
konur 2381 (1984), börn yngri en 15 ára 1553 (1903). Meðal þeirra
reyndust 144 (172), eða 2,7% (3,2%), með virka berklaveiki. 17 þeirra
(18), eða 0,3% (0,3%), höfðu smitandi berklaveiki. 3) Stefnt í hóp-
skoðun 3366 (3043). Meðal þeirra fundust 9, eða 0,27% (8, eða 0,26%)
með virka berklaveiki. 5 þeirra reyndust vera mcð smitandi berkla-
veiki (0,15%).
Stöðin var opin alla virka daga, og hjúkrunarkonur hennar fóru i
1150 eftirlitsferðir á heimili berklasjúklinga.
Ungbarnavernd. Hjúkrunarkonur fóru í 14469 vitjanir á heim-
ili 2228 barna. Stöðin fékk 852 nýjar heimsóknir og 1207 endurteknar
heimsóknir. 398 börn hafa notið Ijósbaða á stöðinni 3347 sinnum. Bólu-
setning barna gegn barnaveiki tor fram allt árið, og var hún fram-
kvæmd af starfsliði berklavarnarstöðvarinnar. Heimsóknardagar
þrisvar i viku og Ijósböð veitt ungbörnum 4 sinnum í viku.
Eftirlit með barnshafandi konum. 2130 skoðanir fóru
fram á barnshafandi konum; þar af komu 1044 í fyrsta sinn. Ljós-
móðir stöðvarinnar fór í 100 eftirlitsferðir á heimili til barnshafandi
kvenna. Ljósmæðranemar Landsspítalans sóltu stöðina sem náms-
meyjar í heimsóknartímum barnshafandi kvenna og ungbarna. Heim-
sóknardagar tvisvar í viku.