Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 231
229
að sýkja venjuleg tilraunadýr með mænuvökva, blóði og saur frá
sjúklingum á Akureyri, ef svo skyldi vera, að einhver óþekktur sjúk-
dómur væri þarna á ferðinni, sem gæti sýkt þau.
1. Sýkingartilraunir með mænuvökva: Blandað var saman mænu-
vökva úr 4 sjúklingum. Talið var, að þessir sjúklingar hefðu veikzt
3, 4, 10 og 15 dögum, áður en vökvinn var tekinn. Þegar vökvablönd-
unni var dælt í dýrin, voru liðnir 10 dagar frá því, að elzti vökvinn
hafði verið tekinn, en 7 dagar frá því, að sá yngsti var hirtur. Þeir
höfðu verið geymdir í kæli allan tímann. Bakteríur uxu ekki úr
þessari mænuvökvablöndu.
A. 26. janúar var mænuvökvablöndunni dælt inn i heila í 4 mar-
svínum. Hiti þeirra var mældur daglega framan af, en síðan annan-
hvern dag. Hitinn var alltaf eðlilegur. Hæsti einstaklingshiti var
39.5°, en hæsti meðalhiti við eina mælingu 39.0° á 5. degi og aftur
á 9. og 10. degi eftir inndælingu.
Dýrin voru drepin 16. febrúar, og verða heilar tveggja þeirra skoð-
aðir í smásjá.
B. 26. janúar var mænuvökvablöndunni dælt inn í heila á 4 hömstr-
um. Á þeim sá aldrei neinn sjúkdóm, og þeir voru drepnir 17. febrúar.
Tveir af heilunum verða skoðaðir í smásjá.
C. 26. janúar var mænuvökablöndunni dælt inn í heila á 4 full-
vöxnum músum. Þær veiktust aldrei sýnilega og voru drepnar 15.
febrúar. Tveir af heilunum verða skoðaðir í smásjá.
D. 28. janúar fengu 4 músarungar, um viku gamlir, mænuvökva-
blöndu inn í heilann. Drepnir heilbrigðir 21. febrúar. Tveir heilar
verða slcoðaðir í smásjá.
E. 28. janúar fengu 2 hamstraungar um viku gamlir mænuvökva-
blöndu inn í heilann. Drepnir 18. febrúar. Heilar þeirra verða skoð-
aðir i smásjá.
2. Sýkingartilraunir með blóði: Tekið var stykki af blóðhlaupi með
blóðkornum i úr blóði frá 5 sjúklingum, sem voru taldir hafa veikzt
2, 3, 8, 9 og 10 dögum áður en blóðið var tekið. Liðnir voru 9, 7,
10, 10 og 8 dagar (talið í sömu röð) frá blóðtöku. Stykki þessi voru
mulin í glerkvörn með saltvatni (um 20% blanda). Bakteríur uxu
ekki úr blöndunni, og var henni síðan dælt inn í dýraheila, eins og
hér segir:
A. 26. janúar var blóðgrautnum dælt inn i heila á 4 marsvinum.
Hiti þeirra var alltaf eðlilegur. Hæsti einstaklingshiti var 39.7°, en
hæsti meðalhiti við eina mælingu var 39,0° á 4. degi eftir inndælingu.
Hýrin voru drepin 16. febrúar, og verða heilar tveggja þeirra skoð-
aðir í smásjá.
B. 26. janúar var blóðgrautnum dælt inn í heila á 4 hömstrum. Á
þeim sá aldrei neinn sjúkdóm, og voru þeir drepnir 17. febrúar. Tveir
af þeim heilum verða skoðaðir í smásjá.
C. 26. janúar var blóðgrautnum dælt inn i heila á 4 fullvöxnum
músum. Áðfaranótt 13. febrúar dóu tvær af þessum músum og höfðu
verið veikar daginn áður. Talið er ólildegt, að þau dauðsföll stafi af
inndælingunni, en það verður frekar athugað. Þær tvær mýs, sem
hfðu, voru drepnar 15. febrúar, og þær verða einnig frekar rannsakaðar.