Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 241
239
Málið er að þessu sinni lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að sakadómari beiðist „umsagnar ráðsins um svör próf. Guðmundar
Thoroddsen yfirlæknis við spurningum landlæknis á rskj. nr. 50 í
málinu, og hvort þau atriði, sem í þeim koma fram, haggi að nokkru
fyrri álitsgerðum ráðsins“. Enn fremur leggur sakadómari „með til-
liti til rskj. nr. 54 í málinu ... eftirfarandi fyrir: Með skírskotun
til lýsingar sakbornings, sem staðfest hefur verið af læknaráði, annars
vegar á abortus provocatus lege artis með öllum viðeigandi læknis-
áhöldum, og hins vegar á því, er fósturláti er að leikmanns hætti komið
af stað með því að færa prjón eða annað því líkt áhald upp í legið og
skadda eggið, óskast svör læknaráðs við þessum spurningum:
1. Ef um abortus provocatus væri að ræða í þessu tilfelli, benda þá
ummerki fundin á konunni, svo og á því, sem frá henni kom, til þess,
að sú aðgerð hafi farið fram lege artis?
2. Ef svo er ekki, eru þá ummerkin eins og búast mætti við, ef hinni
aðferðinni hefði verið beitt?
3. Mætti notast við umræddan kanna eða svipað áhald til að fara
nieð upp í legið og skadda eggið, þannig að fósturlát leiddi af, og ef
svo er, þá með eða án undangenginnar útvíkkunar á leghálsi?
4. Er nauðsynlegt að beita kúlutöng við þá aðgerð, sem um ræðir
undir 3. tölulið?
5. Ef kúlutöng liefði verið beitt, hlutu þá að sjást merki eftir hana,
er konan var skoðuð á Landsspítalanum?“
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Um svör yfirlæknis handlæknisdeildar Landsspítalans, Guðmundar
próf. Thoroddsens, vill réttarmáladeild taka þetta fram:
Prófessor Guðmundur Thoroddsen segist hafa gert ráð fyrir, að
sotthitinn stafaði af bólgu í getnaðarfærunum. Þar sem hann hafði
sjálfur skoðað getnaðarfæri konunnar og ekki orðið var neinnar
bólgu þar, verður að gera ráð fyrir, að hann með getnaðarfærum i
þessu tilfelli eigi við legið. Þar sem sýktir (inficeraðir) egghlutar
komu úr leginu, verður að teljast sannað, að um bólgu hafi verið að
ræða þar. Engin skýring hefur komið frain í málinu um það, hvaðan
sú sýking (infection) sé komin, ef hún stafar ekki af því, að farið
hafi verið upp í legið með verkfæri. Það var með sérstöku tilliti til
Pessa, að deildin féllst á jákvætt svar próf. Guðmundar Thoroddsens
Vlð 8. spurningu sakauómara í bréfi til héraðslæknisins í Reykjavík,
hags. 23. maí 1949, sem síðan var beint til prófessorsins (réttarskjal
10), sbr. fyrsta úrskurð læknaráðs í þessu máli, dags. 23. júní 1949.
Uað skal tekið fram, að hitablað G. Ó-dóttur (réttarskjal 53) virðist
vera eftirrit, og er ekki tekið fram, hvort sótthitinn sé mældur í enda-
Parnii eða í handarkrika. Það skiptir nokkru máli, þar sem handar-
krikahiti er lægri en endaþarmshiti, en vanalegt mun vera að mæla
sótthita í handarkrika í slíkum tilfellum sem þessu. Ekki verður heldur
seð, að æðaslög G. hafi verið talin. Fyllri upplýsingar um þetta fengj-
Ust væntanlega, ef sjúkraskrá (journal) sjúldingsins yrði lögð fram í
P^alinu, ásamt tilheyrandi hitablaði í frumriti.