Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 145
143
Akureyrar. Alltaf veruleg húsnæðisvandræði, þrátt fyrir það, að
byggt hefur verið talsvert af ibúðarhúsum á þessu ári. A árinu voru
byggð 30 hús með 53 íbúðum.
Grenivikur. Húsakynni í héraðinu eru að verða yfirleitt mjög sæmi-
leg. Byrjað hefur verið á að byggja upp á 2 bæjum, en efnisskortur
hefur seinkað framkvæmdum. Eins hefur verið byggt eitt nýtízkuhús
og heyhlöður byg'gðar. Haldið hefur verið áfram að fullgera þau hús,
sem ekki hafði verið lokið við að fullu. Þrifnaður mun yfirleitt í
góðu lagi.
Þórshafnar. Stofnað var til skipulegrar öskuhreinsunar á árinu, og
er það mikil bót frá því, sem áður var. Ráðstöfun þessi mætti þó nokk-
urri andspyrnu, og má það merkilegt heita.
Vopnafí. í kauptúninu voru byggð 2 steinhús og 1 ibúðarhús úr as-
bestplötum á grind með steyptum kjallara. Haldið var áfram að full-
gera hús, sem byrjað hafði verið á árið á undan. í sveitinni var unnið
að byggingu þriggja steinhúsa. Var 2 komið undir þak, en hið þriðja
fullgert að kalla. Á nokkrum bæjum voru byggð fjárhús, hlöður og
áburðarhús úr steinsteypu. Ljósavélum fjölgaði á árinu. Fer þeim
heimilum ört fjölgandi, sem raflýsa hibýli sín á þann hátt. Gallinn
er sá, að rekstrarkostnaður þessara benzínljósvéla er óhæfilega mikill.
Umbætur á húsakynnum urðu verulegar á árinu, eins og undanfarin
ar- Má nú telja, að viðunandi hvisakynni séu nú á flestum jörðum í
syeitinni — og' sums staðar ágæt — og á flestum býlum í kauptúninu
einnig. 1 kauptúninu var að mestu lokið smíð 4 íbúðarhúsa og i sveit-
inni voru 3 íbúðarhús í smíðum, eitt þeirra mjög stórt fyrir 2 heimili.
Á síðustu árum hafa risið hér upp vönduð steinhús á svo að segja
ynum sveitabýlum, þar scm áður voru léleg húsakynni. Á nokkrum
jörðum eru eldri húsakynni úr timbri, eða blönduð, en þó sæmileg til
ibúðar. Mörg nýju húsin eru stór og rúmgóð, og jafnvel alveg óþarf-
lega stór fyrir 3—5 manneskjur, sem nú eru á heimilum, þar sem
aður voru 10—20 manns. Bætt hiisakynni og bætt iýsing — að visu
jilltof dýr lýsing með benzínmótorum — hafa ýtt mjög undir þrifnað
mnan húss. Er umgengni öll miklu betri en áður var. Hreinlætistæki
°S vatnssalerni, sem víða er nú að finna á heimilum, hafa og gert sitt
td að auka þrifnaðinn.
Seyðisff. Sú nýlunda skeði, að steypt voru og komið undir þak 7 ein-
býlishúsum, sem byggingarfélag i bænum gengst fyrir. ÖIl eru þessi
aýju hús reist við nýjan veg, sem lagður var fyrst og frárennsli
jafnframt komið fyrir. Að þessu verður hin mesta bæjarprýði og
J)iyndarbragur. í ráði er, að fleiri hús verði byggð i þessu hverfi. Ef
bl vill geta slíkar nýbyggingar bjargað einhverjum frá æðinu i höf-
J*ðstaðinn. Árlega eru mörg lnís endurbætt, svo að yfirleitt verður
búsakostur að kallast hér góður. Þrifnaður er auðvitað nokkuð mis-
jafn eins og fólkið, en víðast hvar sæmilegur og sums staðar ágætur.
Djúpavogs. Fátt er af nýbyggðum húsum og þau fáu, sem byggð hafa
verið undanfarið, varla hálfgerð. Margir lýsa upp með rafmagni frá
mótorum. Upphitun viða engin, og heldur þá fólk mikið til í eldhús-
11 n 11111, þegar kaldast er. Eina verzlunarhúsið, sem hér er á Djúpavogi,
er fremur gamaldags, þó að það sé ekki gamalt. Þar vantar t. d. sal-