Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 238
236
5. Ef kona er vanfær og hefur á meðgöngutímanura blæðingu í leg-
göngum, hverjar geta orsakir þess verið og til hvers bendir það?
6. Getur sterk geðshræring valdið sjálfkrafa aborti?“
Þessum spurningum svarar læknirinn á þessa leið 17. jan.;
„Ad 1) Þessari spurningu verður að svara játandi.
Ad 2) Já, t. d. ef sár er á leghálsi, getur það gefið nokkrar upp-
lýsingar um, hvort það sé illkvnjað eða ekki.
Ad 3) Ekki eitt sér.
Ad 4) Blæðingu gegnum leggöng og verkir í kviðarholi neðst og í
baki, annað hvort eða hvort tveggja saman.
Ad 5) Ef vanfær kona hefur blæðingu frá leggöngum, stafar það
einkum frá sári eða æxli i leggöngum eða leghálsi, eða blæð-
ingin kemur frá leginu, og er þá hætta á, að fósturlát sé í
aðsigi.
Ad 6) Útilokað er það ekki.“
Þá ritar yfirlæknir handlæknisdeildar Landsspítalans, Guðmundur
próf. Thoroddsen, dómsmálaráðherra svo hljóðandi bréf um mál-
ið, dags. 17. febr. 1950:
„Mér er kunnugt um, að rannsókn í máli J. S-sonar læknis er nú
lokið. En áður en málshöfðun yrði hafin, vildi ég leyfa mér að mega
taka þetta fram:
Það hefur alltaf verið mín skoðun, að fósturlát G. Ó-dóttur hafi
getað komið og orðið sjálfkrafa (spontant), og það því fremur, ef
stúlkan hefur haft blæðingar eða blóðuga útferð, áður en hún kom
til læknisins (sbr. rannsókn í sept.—okt. 1949).
Eins og ég hef áður gefið vottorð um, er ekki hægt að útvíkka leg-
háls án þess að nota til þess kúlutengur og útvíkkara (dilatatores).
Ég sá engin merki eða einkenni eftir slík áhöld á leghálsi stúlkunnar,
þegar ég skoðaði hana 26. apríl 1949, og þykir því mjög ósennilegt,
að slík áhöld hafi verið notuð.
Hvað því viðvíkur að nota kanna við rannsókn á vanfærri konu,
þá sag'ði ég, að kanni væri að jafnaði ekki notaður, enda er það ekki
gert, ef allt virðist annars eðlilegt. En auðvitað má nota kanna til
athugunar á öðru, sem grunsamlegt þykir, t. d. erosiones, er liggJa
venjulega í nánd við ytra legopið.
Að öðru leyti vil ég vísa til svara minna 26. maí 1949 við spurn-
ingum sakadómara dags. 23. maí 1949.“
Yfirlæknirinn vottar einnig fyrir rétti 27. fehrúar 1950 vegna spurn-
ingar frá lögfræðingi sakbornings, „að orðalagið „féllst hann á þ*r
athugasemdir, sem deildin gerði við svör hans“ í niðurlagi álitsgerð-
ar réttarmáladeildar læknaráðs í rskj. nr. 12 beri ekki að skilja svo
sem að það (þ. e. vitnið, yfirlæknirinn) hafi viljað falla frá eða
breyta áliti sínu í málinu, enda komi það fram í síðari vottorðum
vitnisins í málinu.“
Við réttarhöldin voru að ósk lögfræðings sakbornings eftirfarandi
spurningar lagðar fyrir framangreinda lækna:
„1. Telur vitnið líklegt, að læknir, sem hefði ætlað að framkalla
fósturlát, mundi hafa til þess notazt við kanna þann, sem um
ræðir í málinu?