Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 206
204
„Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“. Það er aðkallandi
nauðsynjamál að fá hingað tannlækni, bæði vegna yngra og eldra fólks.
Vonandi, að úr rætist innan skamms. Eyþór Gunnarsson, háls-, nef-
og eyrnalæknir er því miður hættur að koma hingað vegna annríkis.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Samkomuhús cr hér í smíðum, en ekki fullgert enn. Slík
hús eru á Arnarstapa (tæplega fullgert), Görðum í Staðarsveit og
Hellissandi, en í Fróðárhreppi er lélegt þinghús (timburlcofi).
Búðardals. Kirkjan í Hjarðarholti var raflýst á árinu og settur í
hana olíukyntur ofn. Getur nú fólk sótt þessa kirkju sína án ótta við
það að verða innkulsa.
Reykhóla. Mjög gott sumarsamkomuhús er nú í héraðinu, þ. e.
Bjarkarlundur. Kirkjur og kirkjugarðar víðast í slæmu ástandi.
Flateyrar. Samkomuhús eru sömu og verið hafa, sæmilega rúm-
góð og vistleg, en illa búin að hreinlætistækjum. Kirkjur hinar sömu;
er vel til þeirra gert innanhúss af kvenþjóðinni, en á Flateyri er um-
hverfi kirkjunnar svo vanhirt, að til skammar er. Hafin var stækkun
grafreits á F"lateyri í fyrra, en ólokið enn.
Bolungarvíkur. Unnið var að samkomuhúsinu, sem er i smíðum, að
haustinu. Á það sennilega nokkuð í land, að upp komist. Hitun á kirkj-
unni í Bolungarvík er ávallt ábótavant, og ekki er hægt að starfrækja
hana í kuldum eða vondum veðrum vegna þessa.
Árnes. Nýtt samkomuhús varð nærri fullgert í Árnesi. Er það hið
myndarlegasta.
Hólmavíkur. Samkomuhúsið á Hólmavík skipti um eigendur. Var
í eigu hlutafélags, en ung'inennafélag, kvenfélag og hreppsfélag staðar-
ins keypti og hyggst reka það sem félagsheimili með tilheyrandi ríkis-
sjóðsstyrk. Húsið, sem aldrei var fullgert, á nú að endurbæta, ef fé og
leyfi fæst. Til bráðabirgða var sett í það miðstöð, og hefur þar verið
starfandi veitingasala að staðaldri. Kvikmyndasýningar og leikstarf-
semi hafa færzt í vöxt fyrir vikið. Kirlija er hér engin á Hólmavík, en
áhugi er mikill fyrir byggingu kirkju og prestsseturshúss hér á staðn-
um. Guðsþjónustur fara fram í saiukomuhúsinu, því að kirkjusókn er
erfið að Stað, og prestur safnaðarins býr nú á Hólmavík við húsnæðis-
leysi.
Sauðárkróks. Samkomuhúsum og kirkjum er frekar lítill sómi sýnd-
ur. Samkomuhúsið á Sauðárkróki er hið sama og áður. Er það orðið
allt of lítið.
Grenivíkur. Samkomuhús hið sama og áður. Kirkjugarðar vel hirtir
og einnig kirkjur.
Vopnajj. Þinghús hreppsins, eina samkomuhúsið í kauptúninu, er
orðið um 50 ára gamalt, mjög lélegt og raunar alveg ófullnægjandi.
Hreyfing er nú komin á um byggingu samkomuhúss, félagsheimilis.
Verður væntanlega hafizt handa um byggingu þess á næsta ári.
Seyðisfj. Loksins gat hafizt að vorinu (1948) smíð hins langþráða
samkomuhúss. Komst húsið undir þak að haustinu, og væntanlega