Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 207
205
verður svo verkinu kaldið áfram. Kirkja bæjarins er hituð upp með
rafofnum, sem ekki hafa komið að tilætluðum notum. Nú hefur verið
komið fyrir 2 hráolíuofnum í kirkjunni, og er að þvi mikil bót, því að
kaldar kirkjur geta verið hættulegar heilsu fólks.
Breiðabólsstaðar. Lokið var undirhúningi að byggingu samkomu-
húss, er sameiginlegt verður fyrir 4 hreppa. Stendur nú aðeins á fjár-
festingarleyfi.
Vestmannaeyja. Umgengni um samkomuhús fer hatnandi, þó að
hvergi nærri sé hún eins góð og þyrfti að vera. Kirkju er vel við haldið
og umgengni ágæt.
18. Meindýr.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Engar skýrslur hafa mér borizt frá starfsmönnum bæjarins
um rottueyðingu á þessu ári, en Aðalsteinn Jóhannsson meindýra-
oyðir hefur látið mér í té eftirfarandi skýrslu um starf sitt þetta ár:
»Veggjalús eyddi ég úr 170 herbergjum. Virðist veggjalús hafa aukizt
hér í bænum frá því árið 1947, ef dæma má eftir fjölda herbergja, er
ég var þá fenginn til að eyða þeim úr, en þá voru herbergin 120.
Kakalökum eyddi ég á árinu á 112 stöðum. Er það líkt og árið áður.
Silfurskottu eyddi ég á 16 stöðum. Er það einnig líkt og fyrra ár.
Ratamöl eyddi ég á 66 stöðum. Það er erfitt að eiga við þessa tegund
uieindýra. Hefur mölur aukizt inikið síðustu árin. Aðalástæðuna
hygg ég vera meiri og jafnari hita í húsum. Ég setti á árinu blásýru-
gas í 10 hús, í 9 tilfellum í því skyni að eyða fatamöl og í einu til-
felli til að eyða tinusbjöllu. Einnig setti ég blásýrugas í 4 skip, í
öllum tilfellum til að eyða rottu. Rottum og músum eyddi ég á 132
stöðum. 29/7 gerði ég tilraun til að útrýma flugu úr eldhúsi, geymsl-
Um og tilheyrandi göngum á heilsuhælinu á Vífilsstöðum. Ráðskonan
í eldhúsinu segir mér, að árangur hafi verið ágætur og hafi varla
sézt þar fluga í 3—4 mánuði, eftir að það var gert. Ég er þess full-
viss, að það mætti halda flugum að mestu leyti burtu frá þeim stöð-
l*ni, þar sem þær sízt ættu að vera, með þessum aðgerðum þrisvar
fil fjórum sinnum á ári.“
Olafsvíkur. Veit ekki til, að veggjalýs eða kakalakar séu í héraðinu.
Flateyrar. Mikið ber á rottunni á Flateyri, en annars er meindýra-
lítið í héraðinu.
Hólmavíkur. Meindýra varla vart, nema músa. Rottur hafa ekki náð
fótfestu á Hólmavík enn þá, enda djarflega gengið fram í eyðingu
þeirra fáu kvikinda, sem læðzt hafa hér á land úr skipuin.
Sauðárkróks. Alltaf talsvert um rottur í kaupstaðnum og einnig
fj'ammi um sveit. Er við og við eitrað fyrir þær. Veggjalús kom á síðast
liðnu ári að Varmalæk, og hefur lítið borið á henni í vetur, en óvíst
er. hvort tekizt hefur alveg að útrýma henni. Var aðallega notað
t)DT til varnar.
ðkureyrar. Eins og vant er, hefur liér borið dálítið á rottum á þessu
ai’i, en þó miklu minna en vanalega hefur verið, og má það sjálfsagt
einkum þakka eitrun þeirri, sem fram fór hér 1947 og virtist bera
agætan árangur þá. Einnig á þessu ári var framkvæmd rottueitrun,