Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Page 65
I. Árferði og almenn afkoma.
ÁrferSi var lengst af hagstætt. Loftvægi var 0,3 mb yfir meðallagi
(miðað er við meðaltöl 1931—1960). Hiti var 0,5°C yfir meðallagi.
Sjávarhiti var 0,6° yfir meðallagi frá Stykkishólmi að Kjörvogi, en
0,4° undir því frá Raufarhöfn að Grindavík. Úrkoma var 96% af
meðallagi áranna 1931—1960 á öllu landinu. Sólskin mældist 1305
klst. í Reykjavík, og er það 56 klst. umfram meðallag.
Veturinn (des. 1963—marz 1964) var hagstæður og með ein-
dæmum hlýr. Veturinn 1928—1929 var ámóta hlýr um allt land, og eru
þessir tveir vetur þeir langhlýjustu, það sem af er öldinni. Úrkoma
var í rösku meðallagi.
VoriS (apríl—maí) var hagstætt. Hiti var 1,0° yfir meðallagi. Úr-
koma var 11% umfram meðallag á landinu í heild, en mjög breytileg
eftir landshlutum.
Sumarið (júní—september) var sæmilega hagstætt þrátt fyrir erfiða
kafla. Hiti var 1,1° undir meðallagi. Úrkoma var 84% af meðalúrkomu.
Haustið (október—nóvember) var hagstætt. Hiti var 0,1° yfir meðal-
íagi. Úrkoma var 9% umfram meðallag.1)
Árið varð þjóðarbúskapnum hagstætt. Áætlað er, að þjóðarframleiðsla
hafi aukizt um 5,4% frá árinu á undan, en það er jafnt og meðalaukn-
ing áranna 1961—1965. Raunverulegar þjóðartekjur hækkuðu þó enn
ftieira vegna bættra viðskiptakjara við útlönd, eða um 8,3%. Vinnu-
friður var góður, gagnstætt því sem var árið á undan. 1 júní var gert
svokallað júnísamkomulag milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambands
fslands og Vinnuveitendasambands Islands. Með því var verðtryggingu
kaupgjalds komið á aftur, og skyldu leiðréttingar vera ársfjórðungs-
legar. Nokkur breyting varð á hlutfalli dag- og yfirvinnukaups, örlítil
stytting yfirvinnutíma og tekin upp greiðsla frídaga annarra en
sunnudaga í samfelldri vinnu. Lánveitingar til húsnæðismála skyldu
auknar og sérstakar ráðstafanir gerðar til að auðvelda láglaunafólki
að eignast húsnæði. 1 reynd varð kauphækkunin nokkru meiri en sam-
komulagið gerði ráð fyrir, eða um 5,9% á vinnustund hjá verkamönn-
a) Tekið upp úr Veöráttan 1963, ársyfirliti sömdu á Veðurstofu Islands.