Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Síða 83
— 81 —
1964
Að hvotsótt varð mesti faraldur, sem skráður hefur verið fram
til þessa, og urðu sumir allþungt haldnir. Mislingarnir, sem gengu árið
áður, höfðu að kalla fjarað út um áramót nema í Isafjarðarhéraði. Að
öðrum farsóttum kvað ekki venju fremur. Heildarmanndauði varð
hlutfallslega lægri en árið á undan, eða aðeins 6,9%0, en ungbarnadauði
lítið eitt meiri, eða 17,5%0. Hefur hann ekki farið niður fyrir 17 af þús-
undi undanfarin 4 ár, en árið 1960 var hann lægstur í heimi, eða aðeins
13 af þúsundi.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1. Kverkabólga (angina faucium).
Töflur II, III og IV, la og b.
a. Af völdurn keöjukokka (051 angina streptococcica).
1962 1963 1964
1378 1494 611
ff ft tt
Sjúkl.
Dánir
b. Af völdum annarra sýkla (478 angina tonsillaris).
1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
Sjúkl. 10065 10425 8313 8883 12035 18223 21338 12473 12015 12147
Angina str. skráð í 27 héruðum, langflest tilfelli í janúar. A. tons.
skráð í öllum héruðum, flest tilfelli fyrri hluta árs.
Stykkishólms. Gekk sem farsótt seinast í nóvember og desember.
Blönduós. Meira og minna skráð allt árið.
Grenivíkur. Nokkur tilfelli flesta mánuði ársins.
Kópaskers. Nokkur tilfelli flesta mánuði ársins, þó aldrei um far-
aldra að ræða.
Þórshafnar. Skráð alla mánuði ársins.
Norður-Egilsstaða. Aðeins nokkur dreifð tilfelli.
Eskifj. Sennilega hefur faraldur gengið í ágúst-september.
Búða. Mörg tilfelli á mánuði hverjum, misjafnlega heiftug. Nokkrar
ígerðir.
Eyrarbakka. Fjöldi tilfella mánaðarlega 5 fyrstu mánuði ársins,
hægt rénandi fram á mitt sumar.
Hafnarfj. Kom fyrir alla mánuði ársins. Flest tilfellin væg.
11