Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 94
1964
92 —
B. Aðrir næmir sjúkdómar.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—4.
1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
Gonorrh. 442 283 187 144 98 189 240 238 122 145
Syphilis 11 22 5 18 11 15 4 3 13 29
Ulcus vener. 4 tf 1 f* 1 1 1 tf » 1
Skýrsla kynsjúkdómalæknis ríkisins.
Sjá skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, bls. 122.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur VIII, IX og XI.
Eftir berldabókum (sjúkl. í árslok):
1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
Tbc. pulm. 736 669 614 501 402 330 282 257 227 213
Tbc. al. loc. 88 88 109 104 93 88 69 81 70 51
Alls 824 757 723 605 495 418 351 338 297 264
Dánir 4 13 7 6 8 5 2 5 3 2
Skýrslur um berklapróf bárust ekki úr eftirtöldum 15 læknishéruðum:
Álafoss, Kleppjárnsreykja, Borgarnes, Ólafsvíkur, Búðardals, Flateyj-
ar, Suðureyrar, Súðavíkur, Hvammstanga, Sauðárkróks, Ólafsfjarðar,
Raufarhafnar, Nes, Kirkjubæjar og Hveragerðis. 1 yfirliti því, sem
hér fer á eftir, er greint frá berklaprófum á 29885 manns á aldrinum
7—20 ára. Skiptist sá hópur eftir aldri og útkomu sem hér segir:
7—12 ára 19124, þar af jákvæðir 337 eða 1,8%
13_20 — 10761,------------— 467 — 4,3%
Skýrsla berklayfirlæknis.
Á árinu voru framkvæmdar berklarannsóknir, aðallega röntgenrann-
sóknir, í 16 læknishéruðum. Alls voru rannsakaðir 19260 manns, á 6
heilsuverndarstöðvum 18393, aðallega úr 8 læknishéruðum (berkla-
rannsóknir í Hafnarfirði og Kópavogi eru framkvæmdar af Heilsu-
verndarstöðinni í Reykjavík), en með ferðaröntgentækjum 867 úr 8
læknishéruðum. Fjöldi rannsókna er hins vegar meiri, þar sem margir
koma oftar en einu sinni, einkum á stöðvarnar. Námu þær alls 20634.
Á þessu ári komu berklafaraldrar upp á nokkrum stöðum. Má vænta
þeirra, eftir því sem berklaneikvæðu fólki fjölgar í landinu. Er því