Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Síða 105
103 —
1964
skýlinu í hinum nýja læknisbústað, en ljósmóðirin hefur þar sitt að-
setur. Fæðingar gengu allar vel.
Vopnafj. Allar konur fæddu á sjúkraskýlinu.
Norður-Egilsstaða. Allflestar konur úr héraðinu fæða nú orðið á
sjúkraskýlinu, enda engar ljósmæður lengur starfandi í sumum hrepp-
unum.
Seyðisfj. Allar konur fæddu á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Gravid
konur koma nokkuð reglulega mánaðarlega í skoðun.
Eskifj. Flestar konur fara nú á sjúkrahús til að fæða, og er það veh
Fylgzt með næstum öllum barnshafandi konum um meðgöngutímann.
Djúpavogs. Fæðingar voru fáar, en gengu vel. Frumbyrjur fara yfir-
leitt að heiman til að fæða.
Eyrarbakka. 2 konur fæddu heima á árinu, allar hinar á sjúkrahúsi
á Selfossi.
Hafnarfj. Fæðingar fóru því nær allar fram á fæðingarheimilinu á
Sólvangi.
B. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
4573 börn, sem skýrslurnar ná til að þessu leyti, voru nærð eftir fæð-
inguna. Eru hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu .................... 78,13%
Brjóst og pela fengu........ 16,64—
Pela fengu .................. 5,23—
1 Reykjavík líta samsvarandi tölur þannig út:
Brjóst fengu ............ 78,19%
Brjóst og pela fengu ........ 18,56—
Pela fengu .................. 3,25—
Sjá ennfremur skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur bls. 120.
Akranes. Allmikið mun bera á því, að konur hafi börnin stuttan
tima á brjósti. Þær bera því við, að mjólkin hverfi úr brjóstunum.
Reykhóla. Heldur er brjóstagjöf að aukast og vítamíngjafir.
Patreksfj. Yfirleitt góð, og fylgist ljósmóðir með þeim fyrst eftir
fseðingu. Mjög sjaldgæft, að börn séu á brjósti lengur en mánaðar-
tíma.
Flateyrar. Flestar konur hafa börn á brjósti einn til þrjá mánuði,
en sjaldan lengur.
Höfða. Yfirleitt góð. Börn eru flest höfð á brjósti a. m. k. nokkrar
vikur.