Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Síða 106
1964
— 104 —
Akureyrar. Mjög sjaldgæft er, að konur leggi ekki börn sín á brjóst,
nema um einhvern sjúkdóm móðurinnar sé að ræða.
Grenivíkur. Mun góð, fá snemma bætiefni.
Búða. Meðferð ungbarna góð, en erfitt að fá mæðurnar til að hafa
börnin á brjósti, eins og æskilegt væri.
VII. Slysfarir.
A. Slys.
Slysfaradauði og sjálfsmorð síðasta áratug teljast sem hér segir:
1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
Slysadauði 68 61 65 77 121 63 86 86 112 101
Sjálfsmorð 23 20 14 9 11 13 19 17 15 17
Rvík. 1 Slysavarðstofu Reykjavíkur komu á árinu til fyrstu aðgerðar
16644 sjúklingar, 11276 karlar og 5368 konur. Banaslys í Reykjavík
urðu 38.
Stykkishólms. Talsvert var af slysum af landbúnaðarvélum, þó að
ekki séu tölur fyrir hendi til að færa sönnur á það. Eru börn og ung-
lingar þar í meirihluta, og gæti ég trúað, að kaupstaðarbörn í sumar-
dvöl mynduðu allverulegan hluta þeirra, sem slasast af landbúnaðar-
vélum.
Breiðumýrar. Mikið var um bruna af sérstökum ástæðum. Ferða-
menn brennast í leir- og brennisteinshverum við Námaskarð. Munu
ekki færri en 10 manns hafa brennt sig þarna sl. sumar, svo að þeir
þyrftu að leita læknis. Flest eru þetta útlendingar, en þó engan veginn
allir. Þarna er allstórt svæði, sem varasamt er að ganga um. Skorpa
getur brotnað undan fæti, og þá er heitt undir. Svæðið er ógirt og
engin merki. sem vara við hættunni. Leiðsögumenn segja mér, að
ferðamenn sinni lítið viðvörunum og æði þarna um, einkum til að taka
myndir.
B. Slysavarnir.
Rvík. Reykjavíkurborg veitti Slysavarnafélagi íslands 150 þúsund
króna fjárstyrk eins og undanfarin ár og 10 þúsund krónur frá
Reykjavíkurhöfn.
Akranes. Slysavarnadeildir starfa hér að fjársöfnun eins og áður og
verður vel ágengt. Einnig er hér björgunarsveit. Kennsla og æfingar
fóru fram í gagnfræðaskólanum í lífgun úr dauðadái.