Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 116
1964
114 —
Blönduós. Farið í 469 vitjanir.
Akureyrar. Tala sjúklinga 22595. Fjöldi ferða 222.
Grenivíkur. Svipuð og undanfarin ár. Farnar voru 92 ferðir.
Breiðumýrar. Fór alls 396 ferðir á árinu, auk ferða í skólaskoðanir
og til bólusetninga. Er það næst mesti ferðafjöldi, sem ég hef skráð
hér á einu ári.
Norður-Egilsstaða. Sjúklingar á stofu urðu 1334 á árinu. Ferðir 86.
Hafnar. Ferðir 195. Ekið um 9500 km.
C. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn.
1. TannlæJcnar og tannsmiðir.
Tannlæknar, sem hafa tannlækningaleyfi á íslandi, töldust 82 í árs-
lok. Af þeim voru búsettir og starfandi í Reykjavík 53 (búsettir 56),
búsettir í öðrum kaupstöðum 12, utan kaupstaða 2, erlendis 11 og án
fasts aðseturs (bráðabirgðastörf erlendis) 1. Starfandi tannlæknar
töldust 67 alls. Tannsmiðir, sem teljast stunda sjálfstæða atvinnu, eru 3.
Tannlækningaleyfi (takmarkað lækningaleyfi) veitt á árinu:
1. Eyjólfur Busk (8. júlí)
2. Halla Sigurjóns (10. sept.)
3. Haukur Þorsteinsson (10. sept.)
4. Hörður Einarsson (30. júní)
5. Jóhann Georg Möller (30. júní)
6. Kjartan Oddur Þorbergsson (13. júlí)
7. Þórir Gíslason (10. sept.)
8. Þorleifur Matthíasson (9. apríl)
9. Þorsteinn Hængur Þorsteinsson (7. apríl)
2. Sjúkraþjálfarar.
Sjúkraþjálfarar, sem hlotið hafa leyfi til starfs síns, eru taldir 26 í
árslok. 15 eru búsettir í Reykjavík, 8 í öðrum kaupstöðum og 3 utan
kaupstaða. Ekkert þess háttar leyfi var veitt á árinu.
3. Hjúkrunarkonur.
Starfandi hjúkrunarkonur eru taldar 346 í árslok. 235 störfuðu í
Reykjavík, 93 í öðrum kaupstöðum og 18 utan kaupstaða. Hjúkrunar-
nemar voru 106. Samkvæmt þessu voru 550 íbúar um hverja starfandi
hj úkrunarkonu.
U. Ljósmæður.
Skipaðar ljósmæður eru taldar 117 í árslok, en aðrar starfandi ljós-
mæður voru 49. Búsettar í Reykjavík voru 38.
5. Dýralæknar og dýralækningar.
Dýralæknar með dýralæknaprófi voru alls 19 í árslok (18 starfandi).
Af þeim voru 14 héraðsdýralæknar.