Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 131
— 129
1964
lyfjabúð hefur um margra ára skeið reynzt erfitt að fá lyfsala til að
bæta úr því, er að hefur verið fundið, en sá lyfsali var nú á förum.
Rannsóknir á lyfjum o. fl.: Lyfjarannsóknir voru eins og undanfarin
ár ýmist framkvæmdar á staðnum eða þá að sýnishorn voru tekin og
þau rannsökuð síðar, en þá var jafnan skilið eftir í vörzlu lyfsala inn-
siglað sýnishorn, sams konar og það, er tekið var til rannsóknar.
1- Eðlisþyngdarmælingar. Mæld var eðlisþyngd 216 lausna. Reyndist
eðlisþyngd 23 (8,9%) víkja um skör fram hjá réttu marki (1962:
22 af 255, eða 8,6%).
2. önnur lyf. Gerð var rannsókn á 59 lyfjum, heimagerðum og aðkeypt-
um, að því er magn virkra efna varðaði. Reyndist innihald virkra
efna 16 lyfja (27,1%) vera utan óátalinna frávika. Reyndist innihald
lyfja þessara vera sem hér segir:
Hydrargyri amido-chloridum pultiforme (1 + 4) —
21,3%; 22,1%; 22,6%; 23,1%; 25,0%. Óátalin frávik 19,0—
21,0%.
Hydrargyri oxidum pultiforme (1+4) —
17,2%; 17,6%; 18,6% 18,9%; 30,7%; Óátalin frávik 19,0—
21,0%.
Sol. aluminii subacetatis concentrata —
9,3%; 9,5%; 10,0%. Óátalin frávik 7,5—8,9%.
Sol. ammoniae — 8,37%. Óátalin frávik 9,5—10,5%.
Tabl. chinidini — 81 mg í meðaltöflu. Óátalin frávik 93—106 mg.
Tabl. ephedrini — 28,0 mg í meðaltöflu. Óátalin frávik 23,5—26,5 mg.
Er hér um allverulega ónákvæmni við gerð lyfja að ræða, en 4 lyfja-
búðir skáru sig nokkuð úr, að því er atriði þetta varðar.
2. Gerlarannsóknir. Gerlapróf var framkvæmt á 12 tegundum heima-
gerðra augndropa, 9 hreinsuðum, tómum augndropaglösum og 1
plastbauk undir töflur. Reyndist allverulegur gerlagróður í 4 augn-
dropaupplausnum (33,3%) og 1 augndropaglasi (11,1%), en enginn
í plastbauknum.
4. Eftirlit með lyfjum, er fyrnast við geymslu. Eftirlit með lyfjum
þessum fer batnandi. Ein lyfjabúð skar sig sem fyrr úr, að því er
snertir trassaskap í þessum efnum. I þrem lyfjabúðum var fyrnd-
um nautnalyfjum fargað við skoðun að beiðni lyfsala. Var þessa
getið í eftirritunarbókum lyfjabúðanna.
5. í annarri hinna félagsreknu lyfjabúða gaf ólögleg lyfjasala til kaup-
félaga, svo og innflutningur lyfjabúðarinnar á lyfjum til endur-
sölu í heildsölu, tilefni til alvarlegra athugasemda. Var forstöðu-
manni falið að taka fyrir greinda sölu.
Bækur og færsla þeirra: Færsla fyrirskipaðra bóka var víðast hvar
1 góðu lagi. 1 þrem lyfjabúðum var þó sérstaklega fundið að ónákvæmni
við fserslu vörukaupa- og vinnustofuspjaldskráa.
Notkun ómengaós og mengaós vínanda: Samkvæmt upplýsingum
17