Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Síða 134
1964
— 132
1 Hrísey hefur komið nokkuð til kasta heilbrigðisnefndar, einkum í
sambandi við vatnsból og frárennsli.
Akureyrar. Héraðslæknir og heilbrigðisfulltrúi fóru í eina allsherjar-
eftirlitsferð á árinu á alla vinnustaði, verksmiðjur, matvörubúðir,
brauðgerðarhús og brauðsölur, ásamt mjólkurstöð og búðum, auk þess
daglega eftirlits, sem heilbrigðisfulltrúi hefur með þessum stöðum.
Keflavíkur. Heilbrigðisnefnd Keflavíkur hefur beitt sér fyrir stofn-
un heilsuverndarstöðvar, og er það mál nú komið á góðan rekspöl.
2. Húsakynni og þrifnaður. Meindýr.
Rvík. Gefin voru út vottorð um ástand 163 íbúða vegna umsókna um
íbúðir eða lóðir, í sambandi við niðurrif og af öðrum ástæðum. Rifnar
voru 92 íbúðir, þar af 58 í herskálum. f árslok var fjöldi og ástand
skoðaðra íbúða í Reykjavík sem hér segir, en íbúðir alls í borginni voru
um 20500.
Alls Lélegar Tala barna Öhæfar Tala barna
í herskálum ................ 65 - - 65 75
í skúrum ................... 92 15 27 72 194
í kjöllurum .............. 2042 634 834 349 432
Á hæðum ................... 778 285 590 408 762
Samtals ............... 2977 934 1451 894 1463
Hluti af íbúðafjölda . . 14,5% 4,6% 4,4%
Aukning íbúðarhúsnæðis á árinu, nýbyggingar og viðaukar, nam
201631 m3. Eru þetta alls 576 íbúðir, sem skiptast þannig eftir her-
bergjafjölda: 1 herbergi 11, 2 herbergi 127, 3 herbergi 169, 4 herbergi
119, 5 herbergi 108, 6 herbergi 27, 7 herbergi 9, 8 herbergi 4, 9 her-
bergi 1, 10 herbergi 1. Meðalstærð íbúða, byggðra á árinu, var um
350 m3.
Lokið var við byggingu skóla, félagsheimila o. fl. að rúmmáli
20762 m3, verzlunar-, iðnaðar- og skrifstofuhúsa 170348 m3, geymslu-
húsa, geyma, bílskúra o. fl. 32086 m3.
Eftir efni skiptast húsin þannig:
Úr steini
- timbri
- járni
Samtals 425255 m3
410702 m3
3508 m3
11045 m3
f árslok voru í smíðum 929 íbúðir, og voru 510 þeirra fokheldar eða
meira.