Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 135
— 133 —
1964
Á vegum heilbrigðiseftirlitsins og Vatnsveitu Reykjavíkur voru á
árinu gerðar reglubundnar rannsóknir á neyzluvatni borgarbúa og
sýnishorn send til gerlarannsóknar. Sýnishornin voru tekin í Gvend-
arbrunnum og aðfærsluæðum vatnsins til borgarinnar og einnig á víð
og dreif um borgina. Óhreinindi í neyzluvatni má oft rekja til gallaðra
heimæða.
Gatnahreinsun. Vélsópar fluttu burtu 5215 tonn af götusópi, ekið
var á brott 2371 bílfarmi af sópi og ennfremur 1439 bílförmum' frá
opnum svæðum, og fylltar voru 11040 tunnur götusóps, sem sorphreins-
unin sá um að tæma. Af götum var ekið 5873 m3 af snjó, og kostnaður
við snjóhreinsun varð 1425000 krónur, sem er fyrir neðan meðallag.
Á árinu var samið við Borgarauglýsing h.f. um uppsetningu á nýrri
gerð ruslakassa á götum borgarinnar. Sorphreinsun. 1 árslok voru í
notkun 22724 sorpílát. Ekið var á brott 21254 bílförmum af sorpi, eða
169449 m3. í sorpeyðingarstöðina var ekið 16107 bílförmum, en á
sorphaugana fóru 5147 bílfarmar, og tekið var á móti 21122 einka-
bílum. Samanlagður bílfarmafjöldi í stöðina og á haugana var 54697.
Alls var sorpmagnið 216636 m3, eða um 54000 tonn. Nemur það 0,7
tonnum á íbúa. Sorpeyðingarstöðin. Framleiðsla Skarna á árinu nam
5040 m3, og af áburðinum seldust 4240 m3. Holræsahreinsun. Sérstakur
vinnuflokkur annast eftirlit með holræsakerfi borgarinnar, og annar
flokkur hreinsar frárennslisæðar fyrir húseigendur. Var tekið á móti
4250 slíkum beiðnum. Salemahreinsun. Við hana vinna 2 menn. Hreinsa
þarf 69 staði, 20 útisalerni við íbúðarhús og 49 í herskálahverfum og
á vinnustöðum. Fækkunin nemur því 14. Ló'ðahreinsun- Farin var
hreinsunarherferð um borgina í sambandi við 20 ára afmæli lýðveldis-
ins. Fjarlægðir voru 48 dúfnakofar og rifnir 379 skúrar. Hreinsaðar
voru 2105 lóðir, þar af 1433 á kostnað eigenda. Ekið var brott af lóðum
1027 bílförmum af rusli. Náðhús. 1 júlí var opnað nýtt náðhús í Tjarnar-
garðinum við Sóleyjargötu. Dúfur, Jcettir og meindýr. Rökstuddar kvart-
anir um óþægindi af dúfum bárust 147. Skoðaðir voru 8461 staðir vegna
villikatta og dúfna. Lógað var 2159 dúfum og 681 villiköttum. Skotnir
voru 54 svartbakar í borgarlandinu. Kvartanir um rottu- og músa-
gang bárust 2050. Fram fóru 29437 skoðanir. Rottu og mús var út-
rýrnt á 4695 stöðum. Athuguð voru 78 skip. Alls var dreift 179235
eiturskömmtum. Samkvæmt skýrslu meindýraeyðis var fatamöl eytt
á 235 stöðum, silfurskottu á 57, kakalökkum á 24, veggjalús á 9,
maur og sykurflugu á 4 og tínusbjöllu og mjölmöl á 32 stöðum. Sótt-
hreinsað var 3 sinnum vegna berkla. Sótthreinsaðir voru 3 klefar af
fatnaði á vegum Sölunefndar setuliðseigna. Eitrað var 4 sinnum með
blásýrugasi, 2 vörugeymslur og skip vegna mjölmöls í fóðurmjöli, 1 hús
vegna silfurskottu og 1 verzlun vegna tínusbjöllu, mjölmöls o. fl. Sótt-
hreinsað var 4 sinnum í varnarskyni gegn gin- og klaufaveiki.
Akranes. Alltaf vill bera á því, að neyzluvatn bæjarins mengist, og
hefur reynzt erfitt að koma í veg fyrir það. Var á árinu aukið mikið