Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 142
1964
— 140 —
Keflavíkur. Matvælaeftirlit er framkvæmt reglulega og allir mat-
gerðar- og vinnustaðir skoðaðir og látnir framkvæma umbætur, ef þurfa
þykir. Allt starfsfólk matvöruverzlana og matsölustaða er berkla-
prófað, gegnlýst og undirgengst almenna læknisskoðun.
Eftirlit með veitingasölu og gististaðahaldi.
Með lögum nr. 53 frá 20. apríl 1963, um veitingasölu, gististaðahald
o. fl., var ákveðið, að ráða skyldi sérfróðan mann til þess að hafa á
hendi eftirlit með starfsemi gisti- og veitingastaða. Skyldi eftirlits-
maður þessi starfa undir stjórn landlæknis. Heimilt er ennfremur að
fela sérstökum heilbrigðiseftirlitsmönnum, sem starfandi eru í kaup-
stöðum, eftirlitið þar (sbr. 19. gr. 1.). 1 byrjun nóvembermánaðar sama
ár var Edward Frederiksen ráðinn eftirlitsmaður ríkisins samkvæmt
þessum lögum. Sérstök reglugerð um starfsemina var gefin út 30. júní
1964.
Greinargerð eftirlitsmannsins um starfsemina á árinu 1964 fer hér
á eftir:
Á árinu voru farnar eftirlitsferðir frá Reykjavík um allt Suður-
landsundirlendi austur að Kirkjubæjarklaustri, og eru Vestmanna-
eyjar meðtaldar, ennfremur um Gullbringu- og Kjósarsýslu, Hval-
fjörð, Borgarfjarðarsýslu. Snæfellsnes- og Dalasýslu allt að Búðardal,
Vestfjarðakjálkann allan, Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Siglu-
fjörð, Akureyri, Eyjafjarðarsýslu, Suður-Þingeyjarsýslu austur að
Mývatni og norður á Húsavík. Ekki vannst tími til að fara um Austur-
land, en þar hefur verið haft bréflegt samband við sýslumenn og bæjar-
fógeta, svo og eigendur eða þá, sem annast rekstur á gisti- og veitinga-
stöðum á því svæði, sumir allt árið, en aðrir aðeins að sumrinu. Sumir
hinna ofangreindu staða, sem eftirlitið hefur haft afskipti af, hafa
verið sóttir heim tvisvar og nokkrir, þar sem ástandið hefur verið
lakast, oftar. Alls voru athugaðir 172 staðir.
Skrifleg fyrirmæli um breytingar eða lagfæringar á húsakynnum
o. fl. voru lögð fyrir 61 sinni.
Sýnishorn tekin og rannsökuð á staðnum með kemiskum efnum
(joð-joðkalíum og karbólfúksin) 44 sinnum. Sýnishorn send til gerla-
rannsóknar á Rannsóknarstofu Fiskifélags Islands í Reykjavík alls
13 sinnum. Með bréfi landlæknis, dags. 29. febrúar 1964, var borgar-
lækni falið allt heilbrigðiseftirlit með gisti- og veitingastöðum í
Reykjavíkurborg. Starf eftirlitsmanns ríkisins hefur því eingöngu
verið framkvæmt utan Reykjavíkur.
5. Mjólk.
Úr skýrslu mjólkureftirlitsmanns ríkisins:
Mjólk framleiðenda flokkast í gæðaflokka eftir þeim fjölda gerla,
sem er í hverjum millilítra mjólkur. Gæðaflokkarnir eru fjórir: