Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 148

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 148
1964 — 146 — * eðlilega. Geislun tækjanna var mæld við viss skilyrði (svipuð á öllum stöðum), og þar sem tækin voru mikið notuð, voru gerðar mælingar á hinni dreifðu geislun umhverfis tækin. Öll þau tæki, sem skoðuð hafa verið, eru fremur nýleg, og eru röntgenlamparnir því vel varðir með kápu og geislablendu og vel gengið frá háspennuköplum. Undantekningarlítið reyndist aðbúnaður góður, þannig að fólk, sem í kringum tækin er, verður varla fyrir varasamri geislun, nema um grófa misnotkun tækjanna sé að ræða. Eins og síðar verður vikið að, vantar enn reglur um leyfilega dreifða geislun, og getur því verið, að eitthvað verði að bæta aðbúnaðinn á þeim stöðum, sem þegar hafa verið skoðaðir. Hjá héraðslæknum bar nokkuð á því, að skyggniskoðanir væru fram- kvæmdar við fullmikinn straum (5—6 mAmp) í röntgenlampa, annað- hvort vegna þess að augun væru ekki nægilega aðhæfð myrkrinu eða vegna vankunnáttu. í slíkum tilfellum var lögð sérstök áherzla á að kenna rétta notkun tækjanna. Greinilegt er, að notkun tækjanna hjá héraðs- læknum er að breytast í þá átt að nota tækin meira til myndatöku í stað skyggninga. Er þetta æskileg þróun, bæði hvað geislahættu snertir og læknisfræðilega. Margir héraðslæknar hafa nýlega fengið eða eiga í vændum framköllunartanka og önnur áhöld, sem nauðsynleg eru til myndatöku. Með nokkurri upplýsingastarfsemi mætti tvímælalaust ýta á eftir slíkri þróun. Eftir skoðun þeirra tækja, sem þegar hefur verið framkvæmd, telj- um við ekki ástæðu til bráðra aðgerða vegna geislahættu. Enn hafa ekki verið settar vinnureglur um leyfilega dreifða geislun eða um leyfilega geislaskammta fyrir það fólk, sem við tækin vinnur, en það þyrfti að gera fljótlega. Geislavirknimælingar í matvælum og umhverfi. Mælingar hófust hér á landi á geislavirku úrfelli, skömmu eftir að Eðlisfræðistofnun Háskólans tók til starfa sumarið 1958. Árið 1957 var prófessorsembætti í eðlisfræði stofnað við verkfræðideild Háskól- ans, og var Þorbjörn Sigurgeirsson ráðinn til starfsins sama haust. I lögum um þetta prófessorsembætti var ákveðið, að stofnað skyldi til rannsóknarstofu til mælinga á geislavirkum efnum, og skyldi hún vera undir stjórn viðkomandi prófessors. Rannsóknarstofa þessi tók síðan til starfa, eins og að framan var sagt, sumarið 1958 og var nokkru síðar gefið nafnið Eðlisfræðistofnun Háskólans. Var Páll Theodórsson eðlisfræðingur ráðinn þar til starfa. Strax þetta fyrsta sumar hófust mælingar á geislavirkni í andrúmslofti og úrkomu, og voru sýnin tekin við loftskeytastöðina á Rjúpnahæð af starfsmönnum Landssíma ís- lands. Eru þar tekin dagleg sýni af geislavirkni andrúmsloftsins og mánkðarleg úrkomusýni. Mælingar þessar hafa verið framkvæmdar alla tíð síðan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.