Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 149
— 147 —
1964
Frá haustinu 1958 var þriggja ára hlé á tilraunum með kjarnorku-
vopn. Er þessar tilraunir hófust að nýju haustið 1961, var talin brýn
þörf á að taka einnig upp mælingar á geislavirkum efnum í matvælum.
Var Bragi Árnason efnafræðingur þá ráðinn til Eðlisfræðistofnunar
Háskólans, og dvaldist hann um þriggja mánaða skeið við rannsóknar-
stöð dönsku Kjarnorkunefndarinnar á Risö til að kynna sér efnagrein-
mgaraðferðir við mælingu á strontíni og cesíni. Var síðan komið upp
efnagreiningarstofu í hinni gömlu loftskeytastöð við Suðurgötu. Þá
var keyptur stór (7,5 cm í þvermál) Nal sindurteljari til að mæla
gamma-geisla frá matvælum. Reglulegar strontínmælingar hófust í
uPphafi árs 1964, en cesínmælingar með hinum nýja sindurteljara síð-
avi hluta sama árs. Er hér aðallega um að ræða mælingar á mjólkur- og
k j ötsýnishornum.
Verða nú raktar að nokkru niðurstöður framangreindra mælinga, og
ev þar stuðzt við erindi, er Bragi Árnason flutti á ráðstefnu um geisla-
virkni í Skandinavíu, er haldin var á Risö í Danmörku í október 1964,
en Bragi var fulltrúi Islands þar.
Mesta geislavirkni á árinu 1963 í andrúmslofti yfir Rjúpnahæð
Piældist í janúar, ca. 3 pC/m3 (betageislun). Á sama tíma mældist
geislavirkni í andrúmslofti yfir Ósló ca. 5 pC/m3. Mesta geislavirkni
yfir Ósló var í júní ca. 7,5 pC/m3, en á sama tíma í Reykjavík ca.
1 pC/m3. Séu niðurstöður frá Reykjavík og Ósló bornar saman við til-
svarandi niðurstöður frá Studsvik og Agesta í Svíþjóð fyrir tíma-
bilið jan. 1959 til júní 1964, kemur í ljós, að geislavirkni í andrúms-
lofti í Noregi og Svíþjóð er nokkuð lík og þó dálítlu hærri en í Reykja-
vík.
Um geislavirkni í úrkomu má segja, að hún er svipuð á Rjúpnahæð
í Studsvik og nokkru lægri en í Ósló. Hæsta gildið fyrir 1963 mæld-
'st í apríl, ca. 130000 pC/m2 (betageislun) á Rjúpnahæð, en á sama
tíma í ósló ca. 300000 pC/m2 og Studsvik ca. 100000 pC/m2, sem eru
Jafnframt hæstu gildin fyrir Ósló og Studsvik á árinu 1963.
Fyrstu mælingarnar á strontín- og cesín-innihaldi matvæla og þá
serstaklega mjólkur og kjöts voru framkvæmdar á Risö í Danmörku,
eu síðan var þeim haldið áfram við Eðlisfræðistofnun Háskólans.
forið saman við niðurstöður frá hinum Norðurlöndunum, virðist stront-
m og cesín í mjólk vera nokkru meira hér, að undanteknum Færeyjum
/S nokkrum stöðum á vesturströnd Noregs. Svipað er að segja um cesín
1 kjöti.