Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 152
1964
— 150 —
Hinn 4. marz 1937, við komu, er talið, að sjúklingur hafi fengið tölu-
verðan bata eftir fyrri geislameðferð, en um % ári eftir að henni lauk,
hafi eczematös útbrot tekið sig upp aftur. “Húðin er töluvert þykk, dál.
hyperæmisk, með smá teleangiectasium. Auk þess smá sár og skinn-
flagningur. Aðallega er þetta localiserað á h. handarbaki radialt".
1. apríl 1937: „Útbrot hafa minnkað og dregið úr hyperæmiunni og
infiltrationinni". Við skoðun 12. febrúar 1957 er þess getið, að ,,Á h.
hendi, handarbaksmegin, upp af þumalfingursgreipinni er húðin rauð,
atrofisk, létt hreistruð og með vætlandi sári“.
Ljóst er af framangreindu, að sjúklingur hefur fengið húðbreyting-
ar á h. handarbak, sem einkennandi eru fyrir skaðlega síðverkun rönt-
gengeisla, og er þeim fyrst lýst 4. marz 1937, sbr. ofan.
Á þeim tíma, sem umrædd geislameðferð fór fram, voru læknum ekki
eins kunnar og nú síðverkanir röntgengeisla, og virðist í öllum aðal-
atriðum hafa verið farið eftir þeirri venju, sem þá tíðkaðist. Ekki var
almennt viðurkennt fast form fyrir geislameðferð og er tæplega enn.
Nú er gefið við slíka húðsjúkdóma, sem hér um ræðir, minna geisla-
magn í hvert sinn og í heild“.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningu:
Telur læknaráð, að þær upplýsingar, er nú liggja fyrir um geisla-
meðferð, sem G. P-son hlaut á árinu 1931, breyti áliti ráðsins sam-
kvæmt úrskurði þess frá 4. júní 1965, og ef svo er, á hvern hátt?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Er læknaráð svaraði fyrri spurningum varðandi þetta mál, sbr. úr-
skurð læknaráðs frá 4. júní 1965, var því kunnugt um þær viðbótar-
upplýsingar, sem Gísli ísleifsson hrl. leggur nú fram með bréfi yfir-
læknis Röntgendeildar Landspítalans, dr. med. Gísla Fr. Petersen, sbr.
hér að framan, og var tekið fullt tillit til þeirra í svörum ráðsins þá,
enda þótt það komi ekki fram í yfirliti því, sem fylgdi ályktun lækna-
ráðs, dags. 4. júní 1965.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 10. nóv-
ember 1966, staðfest af forseta og ritara 23. desember s. á. sem álits-
gerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 29. apríl 1967 var stefndur fjár-
málaráðherra f. h. ríkissjóðs sýknaður af öllum kröfum stefnanda og málskostn-
aður látinn falla niður. Málið var gjafsóknarmál, og voru skipuðum talsmanni
stefnanda, Gísla G. ísleifssyni hrh, tildæmdar úr ríkissjóði lcr. 15.000,00 upp í
málssóknarlaun.