Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Page 154
0
1964 — 152 —
Brjóst og kviðarhol opnað: Vinstra lunga var dálítið vaxið við ofan-
verðan framanverðan brjóstvegginn og einnig vaxið dálítið við peri-
cardium. Hægra lunga var fastvaxið í toppnum og einnig aftur við
hrygg á parti í neðsta lobus. Enginn vökvi var í brjóstholinu.
Hjartað vó 450 g. Gollurshúsblöðin voru fastvaxin saman, en ekki þó
fastara en svo, að unnt væri að losa þau í sundur, og sáust greinilega
merki þess, að þarna hafði verið fibrinös bólga, og rifnuðu fibrintægj-
urnar í sundur, þegar gollurshúsið var flegið frá hjartanu. Þegar
vinstri ventriculus var opnaður, sást, að hann var þykkur, allt að 2
cm á þykkt, rauðbrúnn og ekkert flekkóttur, elastiskur. Ekkert at-
hugavert við endocardium eða lokur. Þegar kransæðarnar voru klipptar
upp, fannst töluverður vottur af atheromatosis í vinstri kransæð,
sérstaklega ramus descendens, en einnig dálítið í umfeðmingsgreininni
og í hægri kransæð. Hvergi voru þó nein þrengsli. Á einum stað um 7
cm frá upptökunum á v. kransæð, ramus descendens, fannst atherom-
blettur, sem þrengdi þó dálítið að æðinni þar. Þegar hjartað var at-
hugað að utan, sást, að atriumveggirnir voru dálítið þykknaðir af
fibrinexsudati, sem var utan á hjartanu, en annars var hjartað allt
dálítið tægjótt eftir samvextina.
Hægra lunga vó 1050 g og vinstra lunga 860 g. Bæði lungu voru
svipuð að útliti: bæði mjög stór og fyrirferðarmikil, en elastisk og
þung. Hvergi sást interstitielt emphysem á lungunum, sem voru frekar
ljósrauðbláleit á litinn, sums staðar bleik eða bleikbláflekkótt. Á
gegnskurði voru lungun mjög vökvamikil, og freyddi úr þeim, þegar
í var skorið, en hvergi fannst nein consolidation. 1 hægra lungnatoppi
fannst ysting, sem var á stærð við rúsínu, og var það frekar linur ostur,
sem ekkert kalk fannst í, en þessi ostur var í holu, sem var klædd slétt-
um, gráleitum vegg, og fyllti osturinn alveg út í holuna. Ekki sáust
annars staðar neinar slíkar breytingar. Ekki fundust neinar breyting-
ar í hiluseitlum lungnanna.
Aorta var með töluverðum lipoidskellum bæði í aorta ascendens og
descendens, en meiri háttar atheromskellur fundust ekki.
Hálslíffæri: Þegar brjóstholið var opnað, fundust töluverðar blæð-
ingar í musculus pectoralis bæði vinstra og hægra megin, en þó meira
hægra megin. í hægra musculus sternocleidomastoideus fundust einnig
töluverðar blæðingar, og í vöðvunum framan á hálsinum, sérstaklega
fyrir ofan glandula thyreoideae, fundust einnig blæðingar, aðallega í
musculus hyo-thyreoideus, sem liggur utan á skjaldbrjóskinu.
f munninum sást áberandi mikill lymphatiskur vefur á tungurótinni,
og tonsillurnar voru stórar. Á hálsinum fundust greinilega leifar af
thymus ca. 20 g á þyngd.
Skjaldkirtillinn vó 19,5 g, leit eðlilega út. Ekkert sérstakt að sjá
á vélindinu, sem var með eðlilegri slímhúð. Ekkert innihald var í
vélindinu. Ekkert sérstakt að sjá á barka eða barkakýli, nema þar var
töluvert af hvítri froðu bæði í barkakýli og barka. Þegar berkjur lungn-